Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 2
f 470 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS að geta fullnægt þeim, er eftir yrði, en hinir hyrfi hér að miklu betri lífsafkomu í Scoresbysundi. Hann ræddi þetta mál við dönsku stjórnina, og hvort sem tal- að var um það lengur eða skem- ur, þá urðu þau málalok, að stjórn- in fellst á tillögu hans. Og svo var hafizt handa um stofnun ný- lendu hjá Scoresbysundi árið 1924. Og á þessum afskekkta stað, langt norður í íshafi, þar sem ekki hafði verið mannabyggð um aldir, voru nú reist íbúðarhús handa nýlendu- mönnum á fjórum stöðum. í Rose- vingesbugt, norðan við fjarðar- mynnið, var höfuðstöðin reist og kölluð Amdrups Havn. Þar var krambúðin, hið sýnilega tákn höf- uðstaðar i augum Eskimóa. En svo voru einnig gerðir aðsetursstaðir fyrir nýlendumenn hjá Tobin- höfða, Vonarhöfða og Stewart- höfða. Um haustið hafði verið gengið þanníg frá, að landnem- arnir gæti sezt þar að. Sumarið eftir (1925) var danska skipið „Gustav Holm“ sent til Angmagsalik til þess að sækja fólkið. Ákveðið var að það skyldí koma við í ísafirði á leiðinni til Scoresbysunds, og lágu til þess tvær ástæður. Fyrri ástæðan var sú, að til ísa- fjarðar hafði verið sent allmikið af vörum, sem áttu að fara til Scores- bysunds. Hin ástæðan var sú, að þar skyldi vígja soknarprest nýlend- unnar. Það náði svo sem engri átt, aö nýlendan væri prestlaus. En þeir í Angmagsahk máttu ekki missa sinn prest. Ekki þýddj að láta þá landnámsmennina fá dansk- an prest, því að enginn þeirra skildi dönsku. Engir guöfræðingar voru heldur til í Grænlandi. Varð það því að ráði að fá „skriftlærð- an“ Eskimóa til þess að vaka yfir I andlegri velferð landnemanna á ^ hmum nya stað. Varð íyrir vahnu kennari, sem Abelsen hét. En ekki var hægt að vígja hann í Græn- landi, og þess vegna var ákveðið að vígslan skyldi fara fram í kirkj- unni á ísafirði. Þetta þótti stórviðburður á ís- landi, einkum þó í ísafirði, og var um fátt meira talað þá um sumarið. Og svo hlökkuðu ísfirðingar til þess að sjá Eskimóana, þessa næstu nágranna vora, sem eru oss svo gjörsamlega ólíkir um hugs- unarhátt, háttalag, þjóðmenningu, tungumál — allt, í einu orði sagt. Allir voru samhuga um að taka sem bezt á móti þessum einstæðu gestum, og gera fyrir þá allt sem hægt væri að gera. Bæarstjórn ísa- fjarðar vextti 500 krónur úr bæar- sjóði til þess að standast kostnað við móttöku ferðamannanna, og svo kaus hún þriggja manna nefnd til þess að standa fyrir móttökun- um. Voru í nefndinm Sigurgeir Sigurðsson profastUr, Oddur V. Gíslason bæarfógeti og Björn Magnússon simastjóri, sem allir eru nú latnir. Gullfoss kom til Reykjavikur 9. ágúst. Meðal farþega var Schultz Lorentzen stiftprófastur og yfir- maður kirkjunnar í Grænlandi. en nú var hann til íslapds kominn til þess að vígja sóknarprestinn í Scoresbysundi. Fór hann brátt vestur á ísafjörð og beið þar. „Gustav Holm“ lagði úr höfn i Angmagsahk laugardaginn 22. agúst. Hafði hann þá innanborðs 89 manns, sem atti að fara til ný- lendunnar i Scoresbysundi. Þar af voru 43 böm. 1 hópnum voru 14 veiðimenn íra vesturströnd Græn- lands. Höfðu þeir verið fengnir til að flytjast þangað, svo að afkoma nýlendumiar yrði öruggari, þvi að þeim var treyst betur til þess að draga björg í bú heldur en þeim frá Angmagsalik. Öll búslóð þessa íólks var með þama á skipinu. Voru þar meðal annars 10 kven- bátar, sleðar, margir hundar og 77 tjöld. Var þarna þröngt og hefði ekki þótt boðlegt venjulegum far- þegum, og sérstaklega viðurhta- mikið að leggja á stað með mörg börn í svo langa ferð. En Eski- móum þótti þetta hreinasta ævin- týr. Skipið kom til ísafjarðar um miðaftan þriðjudaginn næsta, og hafði ferðin gengið vel. En er til ísafjarðar kom var skipstjóri því andvígur að grænlenzka fólkið hefði nokkur mök við menn í landi, var hræddur um að það mundi fá kvef, eða aðra sjúkdóma, er gæti orðið því hættulegir í hinum nýu heimkynnum. Þetta urðu ísfirð- mgimi sár vonbrigðl, en eftir nokk- urt þóf fór þó svo, að skipstjón gaf flestum landgönguleyfi. Norska skipið „Nova“, sem marg- ir kannast við, var um þetta leyti a fyrstu íslandsferð sinni og var að koma til ísafjarðar. Með skip- inu var frú Guðrún Lárusdóttir (síðar alþingismaður) og ritaði hún ýtarlegast og bezt um þessa fyrstu hópferð, sem Eskimóar hafa komið til íslands. Henni sagðist svo frá: VlGSLAN Eftir því sem á leið morguninn, fóru menn að streyma til kirkjunnar, og löngu áður en kirkjan var opnuð, var kirkjugarðurinn alskipaður fólki, sem beið þess að kirkjan yrði opnuð. Skip- aði fólkið sér til beggja handa á með- an Grænlendmgar og prestar þeir, sem mættir voru, gengu i kirkju. Fyrst foru Eskimóar, karlmenn, 16 að tölu, tveir og tveir í senn, ilestir klæddir hósum léreftsúlpum, með hettur á höfði, i hnéháum selskmns- stígvélum, haglega gerðum. Þá komu konur, 7 í hóp, í skrautlegum græn- lenzkum búningum, selskinnsbuxunum títt umtöluðu, með glæsilegar breiðar hnjágjarðir, ýmist saumaðar eða hekl- aðar, allavega litar — í hvítum eða dökkleitum stígvélum úr eltu sel- skinni. Eru stígvél þessi gersemar inar mestu, og svo vei gerð, að undrun sætir. Að oí'anverðu báru konurnar síðstakka

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.