Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1955, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' 605 \ KÖTLUGOS FYRIR 200 ÁRUM Katla efst til vinstri. Hlaupið úr henni 1755 náði milli Víkur og Kúðafljóts. Hér má sjá flest nöfn, sem frásögnin getur. rpALIÐ er að Katla hafi gosið 16 sinnum síðan á landsnámsöld. í fyrsta gosinu flýði Molda-Gnúpur landnám sitt í Álftaveri og komst með fólksittvestur aðHöíðabrekku. Þá gerði Kerlingardalsbóndi hon- um einhvern greiða, en fékk að launum Dynskógafjöru. Sá gamli samningur olli málaferlum fyrir skemmstu, út af járninu á Dyn- skógafjöru. — Samkvæmt frásögn Landnámu virðast hafa verið mikl- ar gróðurlendur á þessum slóðum, þar sem nú er ægisandur. Jökul- hlaupin úr Kötlu hafa hvert af öðru borið fram ókjör af ösku, sandi og möl og hlaðið því lag á lag ofan. Og þótt Álftaver hafi jafnaðarlega orðið fyrir^þyngstum búsifjum af þessum hlaupum, þá er það sumra manna mál, að hætt- an aukist með hverju flóði, vegna þess að landið fyrir ofan hækkar og sléttist yfir ójöfnur þær í lands- lagi, er helzt hefði getað veitt skjól og beint aðalhlaupunum frá Álftaveri. Þó hefir sú litla sveit þegar goldið það afráð, að allt að 30 bæir hafa farið í eyði vegna jökulhlaupa. Margt af þessu voru stórjarðir. Má þar nefna Dynskóga- hverfið, þar sem nú eru aðeins skerhólar og sér ekki til rústa byggðarinnar. í Lágey, sem var skammt austur af Eyará (sem nú nefnist venjulega Blautakvísl) var áður kirkja, en nú er þar melland og sést ekki að byggð hafi þar ver- ið. Dýranes var og mikil jörð aust- ur af Bólhrauni, en þar er allt í sandi. Laufskálar var mikill bær efst í Álftaveri. Þar voru að sögn einu sinni 24 hurðir á járnum. Nú er þar ægisandur, en þar sem byggðin var áður er nú Laufskála- varða til minja um hana, og blasir við öllum sem um veginn fara á Mýrdalssandi. Fyrir réttum 200 árum gaus Katla í 13. sinn. Þykir rétt að minnast þess afmælis með því að birta frásagnir samtímamanna af gosinú. Er þá fyrst frásögn Jóns Sigurðssonar sýslumanns í Holti, og því næst útdráttur úr frásögn séra Jóns Guðmundssonar á Felli, prests í Sólheimaþingum. SKÝRSLA JÓNS SIGURÐSSONAR SÝSLUMANNS ÁRIÐ 1755 spjó Katla föstudaginn 17. október, litlu fyrir hádegi, með svo miklum jarðskjálfta, að það var sem húsum vaggað væri þann dag til enda og nóttina eftir, svo menn þorðu ekki inn í þau að fara. Um kvöldið komu eldingar og reiðarslög, og heldust alla þá nótt. Þann 18. voru skruggur með eldingum. Þann 19. stóð mökkurinn í tveim stöðum upp úr jöklinum, annar í fullt norður frá mínum bæ, Holti í Mýrdal, en hinn í norður af Hafursey. Þann 20. voru ógurlegar eldingar með stórbrestum, helzt tvisvar um daginn. Skalf þá allt og titraði og glamraði í húsum, svo þau skemmdust víða. Þann 21. var mikill jarðskjálfti. Þann 22. sneri vindur sér til norðurs. Kom þá öskufall hér yfir Mýrdalinn, svo spor- rækt varð á jörð, og ekki hálfbjart í húsum. Um kvöldið sneri vindurinn sér til útnorðurs. Lagði þá mökkinn austur af jöklinum. Gekk það til nóns. Kom þá aftur öskufall, sem helzt alla nóttina til dögunar. Þann 23., 24., 25., 26. og 27. — alla þessa daga var ýmist jarðskjálfti eða eldingar með reiðar- slögum. Þann 28. var þriðjudagurinn fyrstur í vetri. Var þá gott veður. Heyrðist þá lítið til hlaupsins, líka fannst lítið til jarðskjálfta þar þann dag. Þann 29., 30., 31. október og 1. og 2. nóvember sást lítið til jökulsins fyrir þykkviðri. Þann 3. var heiðríkt veður. Sást þá til mökksins. Var hann á að sjá hvít- leitur fremur venju, líkt sem úr kola- gröf, nema hvað úr honum tindruðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.