Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1956, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1956, Page 9
LESBÓK MORGUNBLADSINS 29 og ætla sumir sagnfræðingar að hann færi þá til Petra og hefði hafzt þar við þau ár sem ekkert segir af honum, þangað til honum skaut aftur upp í Jerúsalem. Á þeim árum hefur Petra ekki verið nema svipur hjá sjón, og hrörnar þó enn meira á næstu öld- um. Líklegt er talið að borgin hafi verið kristnuð á 4. öld, en þá var veldi hennar lokið. Rómverjar höfðu reist borgina Palmyra þar fyrir norðan og þangað lögðu þá kaupmannalestirnar leið sína. Jafn- framt jukust þá flutningar á sjó, og Petra missti verslunina úr hond- um sér. Tók fólk þá að yfirgefa borgina, og fjöldinn allujr mun haía „Höllin" þrjár hæðir með súlum og veggskrautL Hér sést ekki nema nokkur taluti bemxar. Þetta er „Gersemi Faraós". í inni hljóðu auðn stendur þetta musteri eins og það hafi verið töfrað fram úr bjarginu. horfið út á eyðimörkina, þar sem forfeður þeirra höfðu áður hafzt við. Á krossferða tímabilinu komust krossfarendur lengst til Petra og gerðu sér þar kastala, sem enn má sjá merki um. Baldvin Jórsalakon- ungur lét krýna sig á jólunum árið 1100, og eftir það helt hann liði sínu suður yfir Jórdan og allt til Petra. Þótti honum nauðsyn til bera að hafa á sínu valdi verslunar- leiðina þar. Lét hann gera þai; tvö vígi, annað á fjallinu Karak, hitt á fjallinu Shaubak, og er skammt á milli þeirra. Þarna hafði hann svo setulið. Heldu kristnir menn virkj- um þessum fram til 1188—89. Þá náði Saladin höfðingi Serkja þeim á sitt vald, og upp frá því hafði inn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.