Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Síða 2
f 230 L LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fara til Svíþjóðar og berjast þar. Fór Hrafn á undan eins og leið 14 frá Lífangri, sem er innarlega í Þrándheimsfirði, inn Veradal og á fjall upp hjá Súlu, þarsemvegurinn lá til Jamtalands. Náði Gimnlaug- ur honum á fjallinu þar sem kall- aðir voru Gleipnisvellir milli tveggja vatna, og börðust þeir í Dinganesi, sem gekk fram í annað vatnið. Hér er staðháttum lýst allræki- lega, og eftir þeirri lýsingu þykist Jón lénsmaður á Súlu hafa fundið orustustaðinn. Er útdráttur úr grein hans um þetta birtur í Les- bók 16. október s. L og vísast til hans þeim sem vilja kynna sér þetta betur. Segir Jón sjálfur svo frá, að þegar í æsku hafi hann orðið stórlega hrifinn af f slendinga- sögum og varð honum þá auðvitað eigi sízt hugstæður sá harmleikur, er gerzt hafði þarna á næstu grös- um við hann. Einsetti hann sér þó að ganga úr skugga um hvort hann gæti ekki fundið orustustaðinn og um leið fært sönnur á hve trúar eru heimildir Ísíendingasagha. Jafnframt fékk hann þá ög áhuga fyrir sögu síns héraðs, óg um f jölda ára hefir hann verið að rannsáka það efni og mun nú allra manna fróðastur um það. Hefir hann sér- staklega rannsakað hvar fornir vegir voru byggða á milli og hvar þjóðvegurinn lá í fomöld miíli Veradals og Jamtalands, leíðin sem Ölafur konungur helgi fór, er hanh ætlaði að vinna Noreg aftur, en fell þá á Stiklarstöðum. Nú segir næst frá því, að i'nn 24. júlí s. 1. sumar skrifar Jón á Súlu sendiherra Norðmanna í Reykjavík. Segir hann þar frá því að sér hafi veitzt sú ánægja að hitta íorseta íslands á Stiklarstöð- um þá um voriö ög afhenda hoh- um ritgerðina um rannsóknir sin- ar á hólmgöngustað þeirra Gunn- laugs og Hrafns. En hann kvaðst ekki hafa komið sér að því þá að segja forsetanum frá því, að hann væri þá einmitt með í smíðum út- skurðarmynd af einvígi þeirra. Hann hefði þá átt eftir nokkurra vikna verk við myndiha, en það hefði alltaf vakað fyrir sér, að gefa íslandi hana þegar hún væri full- ger. Biður hann sVo séndiherrann að grenslast éftir því fyrir sig, hvort ísland ihundi vilja þiggja slíka gjöf. Henni fylgí engin skil- yrði frá sihni hálfu^ sn aðeins ósk um það, ef hún yrði þegin, að for- seti íslands skyldi ákveða hvar hún yrði geymd. „Það væri mér sönn gleði að gefa Sögueynni þessa mynd sem þakklætisvott fyrir þau sterkú áhríf sem ísléndingasðgurn- ar höfðu á mig í æsku og hvernig þær Iiafa mótað og styrkt skapgerð mína“, segir hann að lokum. Auð\itað var þessu góða tilboði tekið með þökkum. Og í október- mánuð’ seridir Jón ó Súlu svo myndina til íslenzka sehdiráðsins í Ósló og biður það að senda hana til norska sendiherrans í Reykja- vík. Kvaðst hann gera betta í-sam- ráði við kohsúl íslahds í Þránd- heimi. Erling Hövik stórþíngs- mahn, og samkvæmt bréfi frá norska áendiráðinu í Reykjavtk, Lýsir hann svo myhdinni þannig: „Þessi rismvhd, sem er -2,3 m á lengd óg’ 1,15 m á hæð, er gjöf til íslands. Húh á að tákna hólmgöngu þeirra Gunnlaugs ormstungu og Skáld-Hrafns, er grófskorin í 3 cm þykkt borð úr elri og auk þess máluð“. Myndin kom svo hingað 'óg er nú verið að smíða hæfilega um- gjörð um hana, svo að hún -sómi sér sem bezt. Forséti íslands leit svo á, að myndin væ'ri hvergi betur komin en í Borgarf jarðarhéraði, sem næst 'æskusíöðvum Gunnlaugs orms- tungu. Úrskurðaði hann því að myndin slcyldi afhent harnaskóla Mýrasýslu að Laugalandi í Staf- holtstungum og henni vahnn veg- legur staður í skólahúsinu. Þarna skal hún svo vera framvegis og má skólinn ekki farga henni né afhenda hana nema með samþykki þ j óðmin j avarðar. Jón á Súlu lét af lénsmanns- embætti í sumar sem leið vegna aldurs, en er þó enn mjög ern. Hann er fæddur á ættaróðali sínu sem nú kallast Sulstua í Veradal, og þar heíir hann alið aldur sinn. Mun hann nú gefa sig allan við þeim störfum, sem honum eru kær- Ust og hann hefir áður stundað í hjáverkum Sínum, en það er rann- sókn héraðssögu Veradals og tré- skurðarlist. Hefir hann lengi feng- izt við tréskurð og fekk heiðurs- verðlaun fyrir á sýningu Þrænda- laga í Þrándheimi 1930, í Véradal var einnig fæddur og uþpalinn L. H. Muller, sem lengi var kaupmaður hér í Reykjavík og þjóðkunnur maður fyrir það að hann vakti skíðaíþróttina til nýs Iífs hér á Iandi. Munu þeir Jón á Súlu hafa verið á svipuðum aldri og voru aldavinir. Og ekki mun það hafa dregið úr áhuga Jóns á Súlu fýfir íslenzkum fræðum, að bezti vinur hans fluttist til íslands og ílengdist þar í haust sem leið fór Jón á Súlu austur á Jamtaland til þess að flytja þar fyrirlestur um ævilok þeirra Gunnlaugs ormstungu og Hrafns hjá Rotary-félagi. Var það kunnur sænskur rithöfundur, sem stóð fyrir því. Var þarna margt um manninn og hlýddu menn með mikilli athygli á erindið. „Það var gaman“, segir hann í bréii, „að ia tækifærí til þess að rekja þessa göfugu. harmsögu, er lauk hér á fjallinu rétt innan við sænsku landamærin, að ég hygg“ Hann segir ennfremur:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.