Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Page 3
^ LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 231 ,,Á sumrí komanda ætla ég að rannsaka betur sögustaðinn (Ðiriganes) og vita hvort unnt rauni að finna þar einhvern vott um dysjar, eða jafnvel fara yfir staðinn raeð sprengjuleitara. En ég geri mér litlar vonir um að finna nokkuð'. Eg býst við því að inir föllnu hafi veríð dysjaðir í flýti og óvandlega, en síðan hafi vegfar- endur raent þar vopnum og öðrum gripum, eða þá menn úr nágrenn- inu, því að fljótt mun hafa borizt sagan um inn merkilega og ein- stæða atburð er gerðist þama á f jaltínu, -sem nú er ýmist kallað Jamtefjetí eða 'Sulefjell, en hefir einnig borið latneska nafnið „Scharsa & Sula monts“ á seinni tíð“. Jón á Súlu segir að sig hafi lengi langáð að koma til íslands og nú ætli hann að láta verða af því í sumar. Kemiu’ hann hingað með skipinu „Brand“ frá Bergen, en það á að standa við í Reykjavík dagana 2.-6. ágúst. Gefst þá tæki- fari til þess að þakka honum fyrir uaa veglegu og merkilegu gjöf. Finnbogi J. Arnda! Vorío m a n Nú fer vorið í hönd, yfir höfin og lönd breiðlr hækkandi dagstjarnan yl. Þoka fannir úr dal, ísland fagna þvi skal, því að för stefnir langdegis til. Rofna vetrarins ský, lífið vaknar á ný, sem í viðjnm í moldinni svaf og í lindanna klið og í lækjanna nið ómar lífið, sem vorið þeim gaf. Vaknar brumknappur nýr, hljóðnar brimöldu gnýr, sérhvert bam móti vorylnum hlær, hjalar báran við stein, og á blcikföla rein vorsins broshýru ylgeislum slær. llpp af grundinni rís fógur gróandans dís. ritar gullrúnum öræfi og sveit, kveikir áhugans hyr, opnar athafna dyr, hennar orka er mikil og heit. Heyrið vængjanna dyn, fuglar velja sér vin, sjá, þeir vegsama ástina í söng, og þeir festa sin heit yfir fagurri sveit eftir för, sem var erfið og löng. Og þeir velja þar ból, sem að veit móti sól, þeirra verk lýsa hugarins þrá, því öll bygginga föng eru borin með söng, — Það er bjart yfir landinu þá. Það er upprisutíð, eftir storma og stríð, nú er stefnt inn á sumarsins braut, og hin íslenzka þjóð, syngur athafna ljóð, því hún elskar síns föðurlands skaut. Þetta óræða afl, þetta allífsins tafl, sem að orkar á norræna jörð, það er vordagsins verk. — Hún er Voldug og sterk þessi vakning af alíöður gjörð. N i 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.