Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Qupperneq 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS rAw m að veiðiinaðurinn nái sér í kjöt. Þangað til farið er að frjósa og á meðan kjöt skemmist, ef það er geymt, lifir hann aðallega á fuglum og fiski. Þótt nógur sé forði í kofa veiði- mannsins líður hann samt oft hung- ur á ferðum sínum út frá kofanum, því hann er venjulega á þeim ferðum 6 til 7 daga. Til þess tíma hefir hann nægar vistir, en svo vill það oft til, að hann verður veður- tepptur, eða einhverjar tafir koma fyrir, og þá sveltur hann stundum heilu hungri. Það kemur jafnvel fyrir, að hann er 20—28 daga í burtu frá kofa sínum, nær þá viku- forðinn skammt, og verður hann að leggja sér allt til munns, er tönn á festir og borða alls konar tegundir af kjöti til dæmis vatns- rottur. Venst hann á að borða kjöt- ið af þeim og þykir sælgæti. Sama er að segja um kjöt af bjór, íkorn- um og fleiri dýrum. Þótt veiðimaðurinn geri sér gott af flestu, koma samt tímar þegar enga björg er að fá, og hann verð- ur því að svelta. Gengur það stund- um svo langt, að hann verður að grafa í snjónum til þess að rífa upp mosa, sem hann sýður og leggur sér til munns. Sumir veiðimenn hafa getað étið börk af espitrjám og haldið með því holdum og kröft- um. Margir hafa lifað tímum sam- an á mosa og lýsi. Er það furða, hversu venjast má misjöfnu. Veiðimenn, sem kunna að haga skynsamlega fæðu sinni, verða sjaldan veikir, þótt þeir hafi stund- um litlar vistir og verði að lifa á mosa, berki o.s,frv. Þá er það ekki lítils virði að kunna sór hóf, þegar vistir eru nógar og haga fæðunni skynsamlega. Það er alveg eins skaðlegt að neyta of mikils eins og hitt að hafa of lítið. Skyr- bjúg fá þeir veíðimenn einir, sem matvandir eru og vilja elcki leggja sér til munns hvaða kjöttegund sem Sál orkustöB NORÐAN í Pyreneafjöllum, í hér- aði því er nefnist Cerdagne, er vígi, sem heitir Mount-Louis. Það var reist árið 1676, á dögum Loð- víks 14. og er enn svo að segja óbreytt eftir nær 300 ár. Utan við virkisveggina er síki og yfir það er farið á vindubrú, sem er jafn gömul virkinu. En í þessum fornfá- lega stað hefir nú verið komið imp einhverri merkilegustu orkustöð í álfunni, og orkan er hiti sólar- innar. Virkið stendur þar sem mjög er skýlt fyrir öllum vindum, og þar eru aldrei færri en 200 sólskins- dagar á ári, og stundum 300. Forstöðumaðurinn þama er pró- fessor Felix Trombe, og aðstoðar- maður hans Marc Foex. Þeir byrj- uðu á því árið 1946 að koma sér upp sólorkustöð hiá Meudon stjömu- rannsóknastöðinni skammt frá París, og var tilgangurinn sá, að vinna úr jörðu málma, sem þurfa miög hátt hitastig til þess að bráðna. Með sólorkunni þóttust Flati sjpe?illinn þeir mundu fá nægan hita, og ekki var hætt við því að málmarnir skemmdust af aðkomnum efnum, eins og vill verða í bræðsluofnum. En þama revndist ekld heppileg- ur staður. Sólskinsstundimar voru of fáar og þeir höfðu líka lélegan útbúnað, ekki annað en holspegla, sem á stríðsárunum höfðu verið nct er, eða þeir, sem alls ekki neyta jurtafæðu. Ef þeir drykkju sevði af espiviðarberki eða neyttu jurta- fæðu, berja eða róta, yrði þeim aldrei misdægurt. Árið 1923 þekkti ég mann, sem alveg afsagði að éta tófukjöt eða annað villidýrakjöt, sem kostur var á. Hann lifði því alveg á brauð- mat og niðursoðnum mat. Eftir nokkurn tíma, fór hann að kvarta um, að tennurnar í sér væru að losna og gómarnir að verða við- kvæmir og aumir. Ég sagði honum að drekka seyði af espiviðarberki og ná í mosa og sjóða hann og borða. Ég sagði, að hann væri að fá skyrbjúg. Maðurinn fór að ráðum mínum. Skömmu síðar skaut ég hreindýr, og hafði hann þá betri fæðu. Veit ég ekki, hvort það var barkarseyðið eða kjötið, sem lækn- aði hann, en honum batnaði, lík- lega hefir það verið hvort tveggja. Þótt veiðimaðurinn sé úti í óbyggðinni, getur hann ekki æfin- lega veitt klaufdýr. Skvnsamur veiðimaður eltir ekki dýr, sem hann hefir fælt eða hrætt, til þess að drepa það sér til matar. því kiöt af því dýri, sem hrætt er, er alls ekki gott. Ég hygg, að sama sé að segia um tamda skepnu. Verði hún hrædd, áður en henni er slátr- að, verður kiötið af henni ekki góð fæða eða hoIL Meira.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.