Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1956, Síða 12
240 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS aðir á varnarstöðvum gegn flugvél- um. En vísindaráð ríkisins sá að þeir voru þarna á réttri leið, og árið 1949 var þeim boðið að setjast að í Mount-Louis. Og nú hafa þeir komið þarna upp inni fullkomnustu sólorkustöð, sem til er í Norðurálfu, og þó víðar sé leitað. Eru þama tveir heljarmiklir speglar. Annar er flatur, 426 ferfet að stærð, og er hann svo hagan- lega utbúinn, að hann snýst sjálfur með gangi sólar og safnar geislum hennar. Er spegill þessi gerður úr 520 smáspeglum, sem kasta svo geislunum á hinn spegilinn, sem er hvolfspegill, sem er rúmlega 30 fet í þvermál og gerður úr 3500 glerplötum, sem draga geislana saman og stefna þeim á eihn brenhipunkt i bræðsluofninum, og bar verður hitinn um 3000 stig (Járn bráðnar við 1539 stiga hita a Celsius). Þarna eru svo unnir fágætir málmar, eins og t. d. zirk- onia. Segir prófessor Trombe að hægt muni að bræða málma þarna allan sólarhringinn, því að til sé efni, sem geta geymt í sér hita og þann hita megi nota á nóttunni. Það er aðeins þegar loft er skýað dag eftir dag, að orkuna þrýtur. Þess má geta, að sólorkan setn þeir hafa vald á þarna, samsvarar 75 kilowatt rafmagns, en til þess að framleiða þá orku ■ þyrfti 100 hestafla hreyfil. Nú er í ráði að koma upp nýrri og stærri sólorku- stöð, sem hefir orku er samsvarar 1000 kw. eða 1300 hestafla orku- gjafa. Og þegar svo er komið þyk- ist prófessor Trombe munu geta fraraleitt hreina fágæta málma, svo að þeir verði helmingi ódýraci heldur en ei þeir væn íramleiddir með rafmagm. Af reynslu þeirri, sem fengin er þama, er próíessor Trombe mjog bjartsýnn á að mönnum lærist nú smátt og smátt að hagnýta orku sólarinnar. En aðalvandinn er sá, að breyta hitaorkunni í aðra orku. Skyldi maður þó ætla, að auðvelt væri að breyta hitaorku í gufu- orku, en það segir prófessor Trombe að sé mesti misskilningur, því að gufuvélin sé sá gallagripur að hún skili ekki nema svo sem 5% af þeirri orku, sem í hana fari. Þess vegna geti gufuvélar alls ekki keppt við olíuhreyflana, þegar um litlar orkustöðvar er að ræða. Á hinn bóginn segir hann, að það muni nokkurn veginn áreiðanlegt að hægt sé að breyta sólorkunni í raíorku með góðum árangri, ef ekki sé um stærri stöðvar að ræða en svo sem 100 hestaíla. Molar Lundúnabúi var að skjóta rjúpur norður í Skotlandi. Hann tók eftir því að skozki fylgdarmaðurinn hans gekk alltaf berhöfðaður, hvernig sem veður var, svo að hann gaf honum stormhúfu með eyrnaspöðum. Næsta vetur kom hann aftur og fekk sama fylgdarmann og enn var hann berhöfðaður. — Hvað er þetta, sagði Lundúna- búinn, því ertu ekki með húfuna, sem ég gaf þér? — Ég hætti að nota hana eftir slysið. — Hvaða slys? — Kunnmgi minn bauð mér upp á viski, en cg heyrði það ekki fyrir eyrna- spöðpnum. O—#-o Svertingi hafði verið ákærður fyrir þjófnað og hann kaus að verja sig sjálfur, til þess að spara málskostnað. Svo lét hann kalla höfuðvitni sitt og spurði hispurs- laust: — Jósúa, hvar var ég þegar við stálurn þessúm hæmtungum? —•O#— Erúin: Auðvitað eyði sg meiru en þú aflar, vinur minn, en það sýrur að ég ber traust til þín.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.