Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 2
r 278 ^ r LESBÖK MORGUNBLAÐSINS v ir hann: „Hann var son Veðrar- Gríms Ásasonar hersis. Sá Ási get- ur þó ekki verið sá sami og bróðir Gríms föður Sel-Þóris“. • Um Ása hersi hefir hann svo ekki meira að segja. Landnáma- bók telur tvo syni Ingjalds Hróalds- sonar: Ása hersi (hann var faðir Þóris/ er nam land í Árnessýslu og bjó á Selfossi) og Grím, sem Grimsey á Steingrímsfirði er við kennd. Landnáma telur einnig tvo nafna: Veðrar-Grím Ásason hersis og Veðrar-Grím Hjaldursson hersi í Sogni, langafa Auðar djúp- úðgu. Guðbrandur ruglar þeim saman og eins er í Landnámabókar- útgáfu Helgafells (sjá nafnaskrá á báðum stöðum). Hér er því inn mesti ruglingur á, og skal ekki frekar um það rætt. Kollafjörður í Kjósarsýslu: Hans er ekki getið í Landnámabók og fæst því engin fræðsla þar um, við hvern hann er kenndur. En í Kjalnesingasögu segir svo: „Á of- anverðum dögum Konuíögurs (íra- konungs) kom skip í Leiruvog. Þar voru á írskir menn. Maður hét Andríður, mikill og sterkur. Þar var á kona sú er hét Esja, ekkja og auðug mjög. Sá maður er nefnd- ur Kolli, er þar var á skipi með þeim. Helgi (bjóla) tók við þeim öllum. Kolla setti hann mður í Kollaijörð“. Eins og á þessu má sjá, leikur nokkur vafi á hvernig stendur á þvi, að þrú' firðir hér á kndi skuli heita Kollafirðir. Heimildir Land- námabókar um nöfn fjarðantia tveggja á vesturkjálkanum, svo og Kjalnestngasögu imi nafnið á Kollafirði hér syðra, eru allar grunsamlegar. En er þá hægt að finna líkur til þess, að aðrar ástæður hafi ráðið nafngiftunum? Mér þykii: liklegast að allir þess- ir hrðu haii verið kenndir vlð íra. i er þar hafí haft bólfestu er mtr norrænu landnemar komu hingað, og a"o landnámsmenn hafi kallað þá Kolla, vegna þess að þeir hafi verið krúnurakaðir. En það var sið- ur kristinna manna á þeirri öld að þá er þeir tóku lægstu vígslu, létu þeir krúnuraka sig, eða „gera sér kolI“, eins og það var kallað hér á landi. í rómversku kirkjunni létu menn raka af sér allt hárið nema örlítinn kraga í kring. í austrómversku kirkjunni létu þeir snoðraka allt höfuðið. En í kelt- nesku kirkjunni var rakaður hálf- mánalagaður blettur frá enni aftur á hvirfil. Þetta var kallaður kollur, og Fritzner segir að „kollsbróðir“ sé sama og kórsbróðir. ísland varð albyggt á 60 árum, segir Ari fróði. En vér höfum sann- ar heimildir fyrir því, að 80 árum áður en íyrstu norrænir mennkomu hingað, höíðu írar verið hér. Þá heimild er að finna í bók, sem nefnist „Mensura Orbis Terrae“, og er cftir írskan munk, Dicuil að nafni. Hann segist hafa talað Ydð nokkra írska munka, sem dvalizt hefði á íslandi frá febrúar til ágúst- mánaðar og hafa þeir sagt honum frá staðháttum þar. Þeir segja frá inum björtu nóttum og á lýsingu þeirra má sjá, að um hásumarið hafa þeir verið á Suðurlandi. En svo segjast þeir einnig hafa kann- að. að hafísinn hafi verið dægur- sigling undan landi, og hafa þeir þá hlotið að vera á Vestfjörðum. Hafa þeir því farið víða og gæti það bcnt til þess að þeir hafi verið á eftirlitsferð mcðaí byggða íra. En þar sem ísland varð albyggt Norð- mönnum á 60 árum, má gera ráð fyrir því að margir írar hafi flutzt hingað á 80 árum, eða þó enn lengri tíma, því að vitað er að írar höfðu siglt hingað 800 árum áður en nor- rænir menn komu. Beztu islenzkar heimildir um byggð íra her a landi eru hja Sturlu Þorðarsyni; „í aldarsfarsbck þeirri er Beda prestur heilagur gerði, er getið eylands þess er Tíli heitir og á bókum er ságt að liggi 6 dægra sigling í norður frá Bret- landi..... Þar sagði hann eigi koma dag á vetur og eigi nótt á sumar, þá er dagur er sem lengst- ur. Til þess ætla vitrir menn það haft, að ísland sé Tíli kallað.. En Beda prestur andaðist meir en hundrað ára fyr en ísland byggðist Norðmönnum. En áður ísland byggðist af Noregi voru þar þeir menn, er Norðmenn kalla Papa*) Þeir voru menn kristnir, og hyggja menn að þeir hafi verið Yæstan um haf, því að fundust eftir þeim bæk- ur írskar, bjölíur og baglar og fleiri hiutir, þeir er það mátti skilja, að þeir voru Vestmenn. Það fannst í Papey áustur í Papíli. Enn er þess getið í bókum enskum, að í þann tíma \rar farið milli land anna“. Allar heimildir skortir um hve fjölmennir írar hafi verið hér þeg- ar landnámsmenn komu. En ef- laust hafa þeir fest hér byggð viðar en í Papey og Papili (sem cr ann- ars sama nafnið, þvi að „íli“ er ekki annað en íslenzkur framburður á enska naínorðinu ,,isle“). Sagt cr að þeir hafi búiö á Kirkjubæ á Siðu. Papós og Papafjörður er og við þá kennt, og niáskc einnig sum- ar af „írskubúðum“, „írábrunn- um“ og „írám“, sem eru svo viða. Þá má og geta þcss, að ýmsir hafa talið víst, að móbergshellamir á Suðurlandi sé handaverk þeirra og þar hafi þeir búið. Eftir þvi ætti að hai'a veriö mikil írabýggð á Suðurlandsundirlendinu. Sú skoðun héfir orðið æði rót- gróin, að það hafi aðeins verið írskir munkar, sem hér voru fyrir er landnámsmenn komu. Hér hafi þá hv'orki verið lcikmenn nc kon- ‘tí'apa-nifmá a v ið crsjts skkr hina, er lægra vígslu höfðu tekið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.