Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 12
283 LZSBÖK MORGUNBLAÐSINS Sólbruni og ^ÓLIN viðheldur öllu lífi á jörð- ^ inni, en sólin getur þó verið lífinu hættuleg. Þegar veðrið er sem allra bezt og yndislegast, þeg- ar sól skín af heiðum himni og varla bærist hár á höfði, og allir vilja njóta veðurblíðunnar og hlý- unnar, þá getur svo farið að menn veikist hreint og beint af sólskin- inu. Sólarljósið er samsett af ýmsum björtum geislum, sem hafa mis- munandi áhrif á gróður jarðar og allt sem þar er kvikt. Útbláu geisl- amir hafa sennilega mest áhrif á menn, bæði til góðs og ills. Það er holt að verða fyrir útbláum geisl- um stutta stund, en ef þessir geisl- ar skína á mann lengur en góðu hófi gegnir, þá geta þeir valdið bruna, alveg eins og um eld væri að ræða. Sólbruna fylgja þjáningar og hann getur orðið hættulegur. Húðin, sem hlífir líkamanum, er samsett af mörgum lögum, sem endurnýast stöðugt innan frá. Yzta húðlagið er sterkast og getur stundum orðið nokkuð þykkt og hart, þar sem mest reynir á, svo sem í lófum og á iljum. í þessu húðlagi er aðalvörnin gegn sól- bruna, en það eru litarefni, scm endurkasta útbláu geislunum. Hjá ljóshærðu fólki er minna af þessu htarefni i húðinni heldur en hiá dökkhærðu fólki. Ljóshærðu fólki er því hættara við sólbruna. En með því að vera úti í sól hæfi- lega lengi í hvert sinn, framleiðist nýtt htarefni í húðinni og hún verður dökk. Þetta er kallað að vera útitekinn, og það hlífir mjög fyrir útbláu geislunum. Hér er um sjálfsvórn likamans að ræðá En eí menn cfbjóía þessari sjálfsvcrn, þá brennast beir. sólgleraugu . ■ i HVERNIG Á AÐ FARA MEÐ SÓLBRUNA? Fyrstu einkenni sólbruna eru þau, að hörundið roðnar, menn verða varir við óþægilega tilkenn- ingu og oft er eins og stríkki á húðinni. Ef nokkur gola er, verða menn þessa ekki svo mjög varir, og þá hefir bruninn tíma til að grafa um sig. Svo koma upp blöðr- ur, eða þá brunafleiður. Og þá fer gamanið af. Mönnum er hættara við sól- bruna þar sem sólargeislarnir eru styztir og falla sem beinast, eins og er suður undir Miðjarðarlínu um miðjan dag. En þar sem sólar- geislarnir falla meir skáhallt og hafa farið lengri leið í gegn um ryk og vætu gufuhvolfsins, eru þeir ekki jafn hættulegir. Þó eru menn hvergi á hne'ttin- um algjörlega öruggir fyrir sól- bruna. Jafnvel á nyrzta og syðsta hjara veraldar getur farið svo að menn sólbrennist, jafnt vetur og sumar. Er sérstaklega viðsjárvert að vera í sólskini uppi á snævi þöktum fjöllum, því að enda þótt geislamir séu mjög skáhallir, gætir mjög útbláu geislanna vegna þess hvað loftið er tært og laust við allt ryk. Auk þess er endurkast geisla frá sjónum afar hættulegt. Getur það skaöbrennt menn, enda þótt mönnum finnist htill hiti af sólinni. Slíkt geisla endurkast getur og stafað af vatni, og mörg brunasár hafa menn einmitt fengið af geisla endurkasti á vatni og sjó. Á hinn bóginn er mönnum það liægðarleikur. að verjast sólbruna. Fyrst og fremst eiga menn að venja sig við geislana smátt cg ;smaft Þeir, sem íara í sólbað,. ætti akic að vera lengur en 15 minútur í bvj í fyrsta skifti, en geta svo lengt tímann dag frá degi. Sumir halda að það sé karlmannlegt að kasta af sér skyrtunni og vera ber að ofan allan daginn. En þetta borgar sig ekki. Þegar menn eru úti í sterku sól- skini, ætti þeir að bera á sig sól- arolíu, vel og vandlega. Eru til margar tegundir af sólarolíu, og er t. d. sala á sólarolíum í Bandaríkj- unum undir stjórnareftirliti, svo að óhætt mun að treysta þeim. Góð sólarolía ver húðina og endurkast- ar bláu geislunum, svo að þeir ná síður að brenna. Þó er þetta alls ekki einhlítt né öruggt. Og menn ætti að varast sólarolíur, sem inni- halda sauðfitu (lanolin). Þær varna ekki sólbruna, en gott er að bera þær á sig þegar maður er kominn inn. Ef þú verður var við að þú hafir brunnið af sól, þá skaltu þegar í stað bera græðismyrsl jafnt á brunann. Þetta dugir þó ekki ef blöðrur hafa hlaupið upp, eða fleiður komið á hörundið, því að þá verða menn að leita læknis þeg- ar í stað. Menn skyldu varast göm- ul húsráð og kerlingabækur þegar svo er ástatt. Það getur verið að in gömlu ráðin sé góð, en þau geta líka verið stórhættuleg með því að gcra aðeins illt verra. Læknirinn veit hvað bezt á við. SJÓNINNI ER HÆTT Mönnum ber eigi aðeins að var- ast hörundsbruna af sólskini, held- ur verða þeir einnig að muna eftir þvj, að augunum er liætt og sjónin getur skemmst. Til þess að verja augun, hafa menn venjulega sólgleraugu. En það eru til svo margar tegundir af sólgleraugum, að tölu verður varla a komið, Um ílestar þessar tegund- tr er það væeast sagt, að þær eru vit$ gagnslausar. Þetta á sérstak- lega við um gleraugu, sem fram-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.