Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 11
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
2WI
mönnum. En meðal þess, sem menn
vilja íá vitneskju um með sendingu
þessara hnatta út í geiminn, er
þetta:
1. Þéttleiki tómsins utan við
gufuhvolf jarðar.
2. Hiti innan í hnettinum og ut-
an við hann.
3. Ryk og smásteinar, sem hnött-
urinn fer í gegnum.
4. Mælingar útblárra geisla.
5. Mælingar á geimgeislum og
orku þeirra og á ýmsum geisl-
um öðrum, sem ekki komast
til jarðar vegna gufuhvolfs-
ins.
Þetta er aðeins fátt af mörgu,
auk þeirrar fræðslu um jörðina og
eðli hennar, sem fá má með athug-
un á óreglulegum gangi hnattarins.
Stjarneðlisfræðingar og jarðeðl-
isfræðingar hafa einna mestan
áhuga fyrir stuttbylgjugeislum frá
sólinni, geislum sem komast ekki
í gegn um gufuhvolf jarðar. Verða
í hnettmum áhöld til bess að mæla
þessa geisla, og menn búast við að
fá fullkomnar upplýsingar um þá.
Sú fræðsla getur haft mjög mikils-
verða þýðingu, því að geislar þessir
valda tveimur merkilegum fyrir-
brigðum í gufuhvolfinu: myndun
ildis-lagsins, sem er í 15—35 mílna
hæð, og myndun jónisku laganna,
sem eru í 50—250 mílna hæð og
nefnast jóniska loftsvæðið.
Frá sólinni berast einnig raf-
magnaðar smáeindir, sem valda
segulstormum á leið sinni til jarðar.
Berast þessar eindir jafnvel inn í
gufuhvolf jarðar og valda aukinni
rafhleðslu í háloftunum, og af því
hyggja menn að norðurljós og suð-
urljós stafi. Um þær mundir er
þessar rannsóknir fara fram, verða
sólblettir með mesta móti, og þess
vegna gott tækifæri að rannsaka
þessi fyrirbrigði.
Þá fara og fram rannsóknir á
geimgeislum og hafa kjamorku-
fræðingar sérstaklega mikinn
áhuga á þeim. Enn vita menn afar
lítið um geisla þessa, en nokkurra
ára tilraunir með gerfihnetti halda
menn að geti leyst úr mörgum þýð-
ingarmiklum spurningum viðvíkj-
andi geislum þessum og hvaðan
þeir koma.
Þá er og búizt við því að fræðsla
fáist um geimryk og smásteina,
sem eru á ferð um geimdjúpin. Nú
sem stendur vita menn fátt um
þetta annað en það, að oft sjást
stórkostleg stjörnuhrö*p um nætur.
Stjörnuhröpin eru ekki annað en
steinvölur, sem jörðin sogar að sér
og verða hvítglóandi er þær koma
inn í gufuhvolfið. En geimrykið er
talið svo smátt, að kornin sjáist ekki
með berum augum, og þess vegna
verður ekki af þeim sýnileg birta
þótt þau berist inn í gufuhvolfið
og brenni þar.
Mönnum kann.nú að virðast að
rannsóknarefni þessi sé sitt úr
hverri áttinni. En svo er ekki, því
að allt ber að sama brunni að lok-
um: aukinni þekkingu í veðurfræði.
Það er ætlan manna að ildis-lag-
ið, sem er breytilegt eftir árstíðum,
muni hafa áhrif á in lægri loftlög
og þannig valda breytingum á tíð-
arfari. Sumir hafa og haldið því
fram, að geimryk, sem berst inn í
gufuhvolfið, muni valda úrkomu.
Þá er og talið víst, að stuttbylgju-
geislar sólarinnar muni hafa mikil
áhrif á tíðarfar.
Sem stendur eru veðurathugana-
stöðvar mjög fáar hér á jörð. Það
eru aðeins menningarþjóðir, sem
hafa komið þeim upp hjá sér. Á
víðáttumiklum landflæmum eru
enn engar slíkar stöðvar, og veð-
urathuganir á höfunum eru enn af
mjög skornum skammti. Það liggur
því í augum uppi, að hægt er að fá
mjög þýðingarmiklar upplýsingar
frá gerfihnetti, sem fer stöðugt um-
hverfis jörðina og sendir látlaust
frá sér upplýsingar, sem veðurþjón-
ustan hefur ekki haft aðgang að
fyr.
Eins og áður er sagt verður fyrsti
gerfihnötturinn um 21.5 pund á
þyngd og þar af eru öll vísinda-
áhöldin um 10 pund að þyngd. Þau
eru bæði mörg og margbrotin og
hefur það verið ærið vandaverk að
smíða þau. Hér verða fáein grömm
að koma í staðinn fyrir jafnmörg
pund í sams konar áhöldum, sem
áður hafa verið notuð. Þarna verð-
ur að vera sterk útvarpsstöð, til
þess að útvarpa til ’arðar öllum
inum margvíslegu mælingum mæli
tækjanna, því að engin tök eru á
því að bjarga hnettinum aftur.
Enginn vafi er á því, að stærri
gerfihnettir verða sendir út í geim-
inn þegar stundir líða. Þá verður
meira rúm fyrir vísindaáhöld og
þau geta verið fullkomnari. Er jafn-
vel búizt við því að slíkir hnettir
geti haft sjónvarpsvélar og útvarp-
að jafnharðan. Mun þá koma að
því, að menn geta setið inni í stofu
hjá sér og horft á sjónvarp utan úr
geimnum — alveg eins og þeir væri
sjálfir að ferðast utan við enda-
mörk jarðarinnar.
(Úr Geographic Magazine).
AF HVERJU KEMUR GIGT?
AMERÍSKUR læknir, Loring T. Swain,
heldur því fram að gigtin stafi af alls-
konar sálarkvölum. Hann hefir lengi
verið að rannsaka þetta og hefir haft
171 sjúkling undir höndiun til ná-
kvæmrar athugunar. Hann segir að
enginn efi sé á því, að áhyggjur, heim-
ilisböl, kvíði og sjáifsávítur, hafi verið
aðal orsakir gigtarinnar hjá þessum
mönnum. Dr. W. B. Cannon við Har-
ward háskóla hefir tekið í sama streng.
Rannsóknir hans hafa sýnt að hræðsla
og kviði eru ekki síst orsakir til þess
að menn fá gigt. Og fleiri læknar hafa
tekið undir þetta.
Brezkir læknar skýra svo frá, að í
Bretlandi þjáist um t vær milljónir
manna af gigt. Þar af eru 200.000 bænd-
ur og vinnumenn i sveitum. Talið er
að gigtin kosti þjóðina um 50 milljón-
ir sterlingspunda á ári í læknishjálp,
meðul og vinnutap.