Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 10
366 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að hraðinn á hnettinum verður að vera rúmlega 4.73 mílur á sekúndu, eða nákvæmar tiltekið 17.053 mílur á klukkustund. Með þessu móti mundi hann fara umhverfis jörð- ina einu sinni á hverjum 94 mínút- um og 10 sekúndum. En það er hætt við að baugur- inn verði aldrei hringlaga. Til þess þvrfti hnötturinn að leggja út á braut sína í nákvæmiega ákveð- inni hæð og með nákvæmlega þeim hraða, sem getið var. Verði hrað- inn ekki nema 4,6 mílur á sekúndu, þá verður miðflóttaaflið minna og hnötturinn dregst óumflýanlega að jörðinni, lendir inn í gufuhvolfið, leysist þar upp og endar sem skín- andi stjörnuhrap. Væri hraðinn meiri, t. d. 5 mílur á sekúndu, þá mundi hnötturinn fjarlægjast jörðina fvrst í stað og komast upp í 1400 mílna hæð. Þá væri hraði hans farinn að minnka, svo að hann lækkaði flugið aftur og kæmist niður í 300 mílna hæð. En þar mundi hraði hans aftur orð- inn 5 mílur á sekúndu, og þá tæki hann að hækka flugið aftur. Þannig vrði braut hans nokkuð sporöskju- löguð. — ★ — En hér kemur margt fleira til greina. Setjum svo, að hnötturinn komist í nákvæmlega 300 mílna hæð og leggi inn á braut sína með nákvæmlega 17.053 mílna hraða á klukkustund, þá er alls ekki víst að stefnan sé nákvæmlega rétt. Stefni hann þá enn ofurlítið upp á við, mun hann halda áfram að fjar- lægjast jörðina þangað til hann er kominn í 450 mílna hæð. Þá hefur dregið svo úr hraðanum, að jörðin togar hann til sín og kemst hann þá niður í 150 mílna hæð, en þá hækkar hann flugið aftur, og þetta gengur svo koll af kolli. Hvað gerir þetta til? munu menn spyrja. Hér er sú hætta á að þegar hnötturinn er kominn niður í 150 mílna hæð, þá er hann kominn að takmÖrkum gufuhvolfsins. Og ef loftið snertir hann, þótt þunnt sé, þá mun það draga úr hraða hans og trufla ferð hans. En það yrði aftur til þess að aðdráttarafl jarðar næði bráðlega tökum á honum. Hann mundi sog- ast nær og nær jörðinni og leysast þar upp eftir einn eða tvo daga. Væri hann alltaf í 200 rr.ílna hæð, mundi hann geta haldið áfram göngu sinni nokkurra vikna tíma. En ef hann heldist í 300 mílna hæð mundi hann halda áfram göngu sinni miklu lengur. Hve lengi vita menn ekki, því að margt getur enn komið fyrir. Það er þá fyrst, að aðdráttarafl sólar og tungls mun hafa nokkur áhrif á hann, svo að braut hans verður ekki bein. Einnig getur skeð að hann rekist á geimmistur. Og sjálfsagt rekst hann á smá-loft- steina og þeir árekstrar geta orðið svo tíðir að þeir hamli göngu hans. Jörðin sjálf mun og gera honum ýmsar skráveifur, því aðdráttarafl hennar er ekki alls staðar jafnt. Það fer eftir því hver efni eru í henni á hverjum stað, og vegna þessa er talið að hnötturinn muni fara líkt og hoppandi eftir braut sinni. Yfir- leitt verður braut hans allavega hlykkjótt. Verður það ærið vanda- verk fyrir stærðfræðingana að reikna út allar þessar hreyfingar og komast að því af hverju þær stafa. En þetta er einmitt talið eitt ið merkilegasta fróðleiksefni, og ef vitneskja fengist um bað, væri til- raunin launuð, enda þótt engar aðr- ar upplýsingar fengist um för gerfi hnattarins í tóminu. Ekki verður auðvelt að fylgjast með ferðum hnattarins, því að bæði er hann lítill og í mikilli hæð. Með- an dagur er á lofti sést hann auð- vit.^ð ekki, og á nóttunni, þegar jörðin kastar skugga sínum á hann, er heldur ekki unnt að sjá hann. En í góðu veðri mun hægt að eygja hann í sterkum sjónaukum í ljósa- skiptunum kvölds og morgna. Og þá þurfa menn að vita upp á hár hvar hnattarins er að leita, því að hann er ekki sýnilegur nema 3 mínútur í senn. — ★ — Fyrsti gerfihnötturinn verður sendur á stað frá austurströnd Flor- ida, og stefnan verður um 40 gráð- ur frá miðjarðarlínu. Fer hnöttur- inn þá fram og aftur yfir miðsvæði jarðar á milli 40. gr. norðurbreidd- ar og 40. gr. suðurbreiddar. Með þessu móti ætti vísindamenn margra þjóða að geta fylgzt með honum. Skekkjan á brautinni, mið- að við jörðina, stafar af því að jörðin heldur áfram að snúast með- an hnötturinn er á hringferð sinni, og það veldur því, að begar hnött- urinn hefur farið einn hring, þá er Floridaströnd 1500 m. austar held- ur en þegar hann lagði á stað. Þannig virðist hnötturinn reika á göngu sinni út og suður, en það stafar af snúningi jarðar. Ef hnett- inum hefði verið skotið þannig, að braut hans hefði verið samhliða miðjarðarlínu, þá hefði hann alltaf haldið sér yfir henni, og þá hefði engir getað fylgzt með honum nema þeir, sem búa skammt frá miðjarðarlínu. Það þótti miklu heppilegra að hann hefði skástefnu við jörðina og færi því yfir mörg lönd. Væri skástefnan enn meiri, mundi hnötturinn reika milli heim- skautanna, og væri braut hans stöðugt teiknuð á jarðlíkan mundu þar koma fram stryk eins og vafn- ingar á þráðarhnot. Ekki verður látið nægja að senda einn hnött á stað. Er gert ráð fyrir að þeir verði alls 12 og að þeir verði látnir hafa mismunandi stefnu. Nokkrar breytingar verða og gerðar á þeim smám saman, eftir því sem reynslan kennir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.