Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Page 4
280 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ..... 1 ... ■ ■ — - . mmmmmmém-mm .... ar? Ekki voru þeir komnir úr Dala- sýslu. því að hún var þá ónumin með öllu. Mestar líkur eru til þess að þessa hrúta hafi frar átt. En hvar var þá byggð þeirra? Þarna rétt fyrir norðan er Kollafiörður í Strandasýslu. Hvað er þá líklegra en að hrútamir hafi verið þaðan, og þar hafi írar búið, og af þeim dragi fjörðurinn nafn sitt. — O — Hér má bæta nokkru við, enda þótt það sé að vissu leyti úr ann- ari átt. í Þjóðsögum Jóns Árna- sonar er þessir saga: „Upp af Steinadal í Kollafirði í Strandasýslu ganga nokkxir smá- dalir. Einn þeirra heitir Mókolls- dalur.*) Efst í dalnum er Mókolls- haugur, ákaflega stór og snarbratt- ur á allar hliðar; þar er sagt að Kollur eða Mókollur, einn inna fyrstu landnámsmanna sé haug- lagður með fé sínu. Mun það vera allt sami maður, sem Landnáma kallar Kolla er nam „Kollafjörð og Skriðinsenni og bjó undir Felli meðan hann lifði“. Það er sagt að Mókollur hafi viljað láta heygja sig, þar sem hvorki klukknahljóm- urinn frá kirkjunni sem þar er næst (Fellskirkja) raskaði ró sinni, né heldur að sól fengi skinið á haug sinn, en við inu síðara hefir þó ekki orðið séð með öllu, því sól skín á hauginn nokkurn tíma sum- arsins“. Þessi saga er merkileg, þótt Mó- kollshaugur sé enginn haugur, heldur stór hóll úr bleikju. En sagan er fornleg þar sem getið er um andúð Kolls á klukkna- hljómi og ljósi (sbr. söguna um konu Geirmundar heljarskinns o. fl.) En hvernig stendur á þvi að hann er nefndur Mókollur? Eg hygg að forskeytið sé írskt. For- *)Það er ekki rétt að Mókollsdalur gangi upp af Steinadal, hann gengur upp af Þrúðardal. skeytið Mor á írsku þýðir mikill (eða stór), en Mo þýðir meiri (eða stærri). Gæti þá Mókollsnafnið átt við æðsta mann þeirra franna á þessum slóðum. Annars kemur þetta forskeyti víðar fyrir í nöfn- vim hér á landi. Þrjú systkin írsk námu Landeyar og eru bæir enn kenndir við þau öll. Hallgeir bjó í Hallgeirsey og dóttir hans hét Mó- bil. Hildir bjó í Hildisey og hans dóttir var Móeiður, sem Móeiðar- hvoll er kenndur við. Líklegt þyk- ir mér og, að í örnefnum frá land- námstíð, er byrja á Mó-, sé það forskeyti írskt, einkum ef nöfnin gáfu menn, sem komnir voru vest- an um haf. Má þar nefna Móberg í Langadal í Húnavatnssýslu, Mó- gil og Mógilsá í Kollafirði í Kjós- arsýslu, Móskóga í Fljótum í Skagafirði, Móklett í Tungusveit í Skagafirði, Móhyl í Gljúfurá í Borgarfirði o. fl. Þess má geta, að írsku forskeytin Mór og Mó geta aldrei átt við lit. — O — Þá skal aftur vikið að Kolls- nafninu og minnst á Kollafjörð í Barðastrandarsýslu. Verður þá að viðurkenna, að engar líkur er við að styðjast aðrar en nafnið eitt, að hann sé kenndur við írabyggð er þar hafi verið. En mitt á milli hans og Kolla- fjarðar í Strandasýslu er Þorska- fjörður, og fyrir botni hans heita „kollabúðir“. Sagði svo frá Ari Jochumsson (bróðir Matthíasar skálds) sem uppalinn var á bænum Kollabúðum, að í æsku sinni hafi enn lifað sú sögn, að þarna hefði verið Papaver, áður en landnáms- menn komu. Bærinn dregur nafn sitt af þessum „kollabúðum“ en það var þorp eða raðir af hring- mynduðum grjótbyrgjum, hlöðn- um í keilu. Mun það byggingarlag (clachan) hvergi hafa verið þekkt þá annars staðar en meðal keltn- eskra manna, eftir því sem skozki fornfræðíngurinn T. C. Leth- bridge fullyrti, er hann var hér á ferð að leita eftir slíkum byrgium. Sama sagði írslvur stúdent, James Connolly, sem var hér fvrir nokkr- um árum. En að þessar búðir skuli kalláðar „kollabúðir", þykir mér taka af öll tvímæli um að land- námsmenn hafi kallað írana Kolla. Ari sagði að á uppvaxtarárum sínum hefði gamlir menn sagt sér, að í sínu minni hefði „kollabúð- irnar“ verið 20—30 að tölu, og nokkrar þeirra enn uppi standandi. Sjálfur kvaðst hann hafa séð eina búð uppi standandi, en hún var rifin og grjótið úr henni haft í túngarðinn á Kollabúðum. Og svo fór um margar rústir „kollabúð- anna“. Jochum Eggertsson segir (Lesbók 1954) að enn sjáist greini- leg mót tveggja „kollabúða“ og neðsti grjóthringurinn úr þeirri þriðju Eru þetta þá einu nokkurn veginn öruggu minjamar um byggð íra hér á landi fyrir land- námstíð. — O — Þótt telja verði vafalaust að „kollabúðirnar" séu kenndar við írska menn, eru önnur ömefni með „kolls“-nafni kennd við nor- ræna menn. Eru miklar líkur til að þeir menn hafi allir kristnir verið og tekið einhverja vigslu, og þess vegna látið gera sér koll. En þeir menn hafa einnig verið nefnd- ir Kollar (sbr. Dala-Koll) og hefir farið svo um það viðurnefni, að það hefir festzt við þá svo að þeirra eigin nöfn hafa gleymzt. Síðan gengur svo Kollsnafnið í ættir, og verða margir með því nafni, er stundir líða. Var þetta aWn<ri að viðumefni útrýmdi eiginnafni, en heldist síðan í ættinni sem eigin- nafn. « t Nú er að athuga þá menn með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.