Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 14
f 290 - ^ LE«BÖK MORGTJNBLAÐSINS Sm’ásagan: Flótti úr fangabúðum HÉR segir rússneskur stúdent, Ivan Timoschenko, frá því hvernig honum tókst að flýja úr fangabúðum í Rússlandi og komast til Ame- ríku. Frásögnin birtist í „Man-to-Man Magazine“ í New York. r FG var 26 ára og það var fjórða árið | S-J mitt í læknaháskólanum. Þá var ég ( tekinn fastur og gefið að sök að | ég hefði gagnrýnt stjómarfarið í Rúss- í landi. Síðan sætti ég inni venjulegu I meðferð fanga, þrotlausum yfirheyrsl- l um og pyndingum. Að því loknu var l ég sendur til skógarhöggsstöðva, lengst ( inni í frumskógi. ( Aðbúðinni þarna er ekki hægt að | lýsa, eins og hún var. Vinnutíminn var I langur og við vorum barðir áfram með | sviptun. Engin rúmföt voru í svefn- | skálunum, en þar var allt fullt af \ óværð. Maturinn var bæði lítill og | viðbjóðslegur, og þarna var hvorki bað ^ né salerm. Allir hugsuðu því um það { eitt að strjúka, en það virtist alveg ( vonlaust. Margir reyndu það og mis- ( tókst, því að jafnvel þótt varðmenn- ( irnii- skeyttu lítt um eftirlit og gerðu í aldrei gangskör að þ'ví að elta flótta- • menn, þá var lítil undankomu von. ( Strokumenn áttu það á hættu að villast [ i skóginum þangað til hungur og þreyta [ bugaði þá, eða þá að rekast á skógar- [ höggsmenn, sem voru vísir til að svíkja ( þá. Til þess lágu þrjár ástæður: Sumir [ vildu sýna trúnað sinn við stjórnina, [ aðrir voru hræddir við refsingar fyrir ( afi veita strokumanni bjargir, og enn ( aðrir gengust fyrir verðlaunum, sem [ veitt voru fyrir að vísa á strokumenn. ( Verðlaunin voru 100 rúblur, og það er [ ekki lítið fé fyrir fátækan skógarhöggs- ( mann. ( En lifið í fangabúðunum var svo ( óþolandi, að ég ákvað að strjúka. Um ( miðja nótt laumaðist ég á stað og í ( fjóra daga og fjórar nætur var ég að ( villast í skóginum. Var ég þa kominn ( að niðurfalli af hungri og þr<‘ytu. ( Fimmta morguninn bar mig að kofa ( ekogarhöggsmanns og þó*t ég byggi-t ( vjð því að þar með væri flótta mínum [ lokið. drógst eg heim að kofanum, g«rði ( þ°r tmrt við nug eg bað um mat og ^ gistmgu. Húsbóndinn — við skulum kalla hann Jan — og kona hans spurðu mig engra spurninga. Konan setti fyrir mig mat og ég reif hann græðgislega í mig. Og svo sagði ég þeim frá högum mín- um. Meðan á því stóð heyrðist vein úr næsta herbergi og konan flýtti sér þangað. „Dóttir okkar er mjög veik,“ sagði Jan. „Hún er aðeins sex ára og liggur nú fyrir dauðanum. Hér er enginn læknir.“ „Lofaðu mér að líta á hana,“ sagði ég og stóð á fætur. Við gengum inn í hitt herbergið. Þar lá barnið og bylti sér í sótthita. Ég komst fljótt að raun um að hún var með barnaveiki. En hér voru engin áhöld og engin meðul til að lækna. Ég fekk sódaduft hjá konunni og le-ysti það upp í vatni. Svo fekk ég hjá henni léreftspjötlu, vafði henni um skeiðarskaft, og með þessu áhaldi þvoði ég háls barnsins upp úr upplausninni. Barninu létti þegar og andardrátturinn var ekki jafn erfiður og áður. „Nú getur hún kyngt,“ sagði ég við móður hennar. „Gefið' henni nú heitt kjötseiði, egg og mjólk, svo að hún styrkist. Ég ætla nú að sofna, en það þarf að skola hálsinn á henni á hálf- tíma fresti og þið skuluð vckja mig til þess að gera það.“ Þremur dögum seinna var litla stúlk- an úr allri hættu og forcldrarnjr mér þakklátari cn orð fá lýst. „Eftir þetta getum við ekki úthýst þér,“ sagði Jan. „Og þér er óhætt. að vera hér hjá okkur nokkurn tíma.“ Mér þótti ósegjanlega vænt um þetta, og næstu daga hjálpaði ég svo Jan til að fella skóg, saga trcn niður í hæfi- legar lengdir, mei’kja þau fangamarki h.ans og velta þeim svo út í ána. Svo var það einn morgun að Jan lagði frá ser öxina og starðx á mig um hríð „Iwan,“ sagði hann svo. „Þessi a rennur um Pólland. Getur það ekki hjálpað þér?“ „Ég á ættingja í Varsjá, og ef ég kæmist þangað, mundu þeir hjálpa mér að komast til Frakklands," sagði ég. „Þá verður þú að komast til Var- sjá,“ sagði Jan. „En hvernig á ég að komast þangað?" spurði ég. „í trjábol," sagði hann. „Mér datt þetta í hug rétt í þessu.“’ Svo skýrði hann mér frá hugmynd sinni, og því næst hófumst við handa. Jan var snillingur í að beita öxinni. Og eftir tvo daga höfðum við gert mér fylgsni í sextán feta löngum trjábol. Það var sex feta löng og tveggja feta djúp hola. Við höfðum flegið börkinn af í heilu lagi, og svo mátti hvolfa honum yfir fylgsnið. En til þess að trjá- bolurinn heldist á „réttum kili“, hjugg- um við stóra rauf í hann að neðan og rákum þar í þunga steina. Við smíðuð- um einnig litla tvíblaða ár, sem ég átti að hafa hjá mér. Ætlunin var sú, að um nætur gæti ég lyft af berkinum og róið. Svo kom Jan með ullarábreiður og mat. Ég lagðist endlangur í grófina, Jan lagði börkinn yfir og hratt svo trjábolnum á flot. Og nú hófst þessi undarlega sigling. Meðfram ánni voru margir skógar- höggsmenn. Þeir merktu viðu sína og hrundu þeim svo út á ána. Það var því mikið timburrek í ánni, og trjábolur- inn minn var alltaf að rekast á aðra trjáboli, og í hvert skipti varð af mikill hnykkur. En bolurinn minn valt ekki, og það átti ég að þakka hugkvæmni Jans, að setja í hann kjalfestu. Það var komið fram undir kvöld, er ég lagði á stað. Jan hafði borað nókkur göt á böi-kinn, svo að ég skyldi hafa nóg andrúmsloft og geta séð skil dags og nætur. Þegar dimmt var orðið, ýtti ég berkinum gætilega frá og fór að róa. Mér miðaði vel, því að straumurinn létti undir, en í hvert skipti sem ég sá Ijós í landi, faldi ég mig. Þetta gekk alla nóttina, ýmist reiú ég eða lá í leyni. Um morguninn fekk ég mcr matarbita, lagðist svo út af, dró börkinn yfir mig og sofnaði. Ég hrökk upp við manna- mál. „Rubin!" kallaði einhver. „Það eru fúaraftar hér á meðal. Þessi trjábolur hérna er allur með götum í miðju. Láttu á!“ I satna bili heyrði eg brest yftr tuer og breddstaÞjr íleytarahs kemur i gegn um börkinn og lendir rétt við vaijgann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.