Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' 283 skyldi nálgast utan af hafi. Með því móti gæti menn í landi fengið 10 mínútna undirbúningstíma. Og á slíkum stundum eru hverjar tíu mínútumar dýrmætar. Það þarf ekki annað en styðja á rauðan hnapp úti í tuminum og á samri stund er aðvörunin komin til flug- varnarliðsins í landi. Þá leggja or- ustuflugmenn þegar á stað frá Brunswick, Falmouth og öðrum flugvöllum á inum rennilegu þrýstilofts orustuflugvélum, og eru komnir á loft fimm mínútum eftir að aðvörunin kom, reiðubúnir að ráðast á flugvélar óvinanna. — ★ — Tuminn er radarstöð, ein í inu margþætta radarstöðvakerfi, sem komið hefir verið upp í Bandaríkj- unum, Kanada, Grænlandi, Alaska og í auðnum heimskautslandanna. f ráði er að gera tvo aðra turna, annan út að Nantucket og hinn út af Long Island á 190 feta dýpi. Þá er og í ráði að gera „flotstöðvar“, sem eiga að liggja fyTir festum mörg hundruð sjómílur undan landi og úti á fjallahryggnum, sem liggur neðansjávar eftir endilöngu Atlantshafi. Ein slík stöð á að vera á fjallstindi, sem þó er 170 fet und- ir sjávarmáli, svo að segja mitt á milli Newfoundlands og Brest í Frakklandi. Atlantshafið hefir ver- ið rækilega mælt, og menn vita upp á hár hvar slíkir fjallatindar eru. Afleiðingin af þessu er sú, að um mörg ár hér eftir, verða ungir Bandaríkjamenn að hafast við tím- unum saman einangraðir á smá- hólmum úti 1 Atlantshafi. Sumir þeirra hafast nú þegar við í snjó- húsum á norðurslóðum. En þeim sem verða í turnunum getur liðið tiltölulega vel. Eg veit það vegna þess að eg hefi deilt þar mat og hnífi með þeim. Eg hefi einnig tek- ið þátt í áhyggjum þeirra, þegar stormar geisuðu og turninn riðaði. En eg minnist þess að þá sagði einn þeirra: „Empire State bygg- ingin riðar líka í stormum, en hún stendur þó enn“. Eg hafði ætlað mér að vera fjóra daga í turninum, en svo varð eg tepptur þar í tíu daga til viðbótar. Það er mesti ókostur turnsins að ekki eru reglulegar samgöngur við land. Það er ekki nema 13 klukku- stunda sigling til Boston, en það getur orðið erfitt að komast þar á milli vegna storma. Koptar eru sendir milli lands og turns, en geta ekkert aðha^st ef vindhraðinn kemst upn í ‘íO km á klukkustund. Og litla skipið „E1 Sol“, sem flutti mig og flugliðsmennina út í turn- inn, fer ekki á milli nema gott sé veður, en það er sjaldgæft. — ★ — Það er ekki gott að leggja að turnin"m, og til þess að komast upp í hann verður maður að fara í körfu, sem dregin er upp af vél- afli. En það er ekki hægt nema í blíð'kaoar veðri. Á því fengu þeir að kenna byggingarmeistarinn og flotaforinginn, sem kom til að taka við byggingunni. Þeir ætluðu að fara niður í stormi, en lentu báðir í sjónum, og það varð þeim til lífs að þeir voru í flotvestum. Einangrun er það sem fer verst með piltana þarna. Þeim þarf ekki að leiðast, því að í góðum félags- skap leiðist manni ekki. En ein- angrunin! Þetta er ekkert líkt því að vera á skipi. Skip eru á ferð, en það er turninn ekki. Hann get- ur ekki hreyfst í neina átt. Eg fann til þessarar einangrunar þegar á þriðja degi. Eg vaknaði þá snemma og leit niður á sjóinn. Og þar var þá oh'uskipið „Noda- way“ komið og ætlaði að freista þess að birgja tuminn upp af olíu. Eg glaðvaknaði þegar, því að það var mikið undir því komið að þessi tilraun tækist. í turninum voru þá ekki nema tveggja daga birgðir af brennsluolíu, en ekki hægt að koma nýum birgðum þangað nema í bezta veðri. Skyldi nú þessi tilraun takast? hugsaði eg með sjálfum mér. Olíulaus er turninn ósjálfbjarga, hann er þá eins og draugur þarna úti í hafinu. Menn yrði að klæð- ast skinnfötum til þess að halda á sér hita, þeir yrði að nasla kaldan mat, og jafnvel sitja í myrkri, því að rafmagnið endist ekki lengi eft- ir að vélarnar hafa stöðvast. Og vatnslausir yrði þeir að vera, því að allt sitt vatn fá þeir með því að eima sjó. Allt er undir því komið að olíubirgðirnar þrjóti eigi. Daginn áður hafði „Nodaway" komið og bundið sig við turninn. Þá var mikill sjógangur, og áður en langt leið, slitnaði festin og jafn- framt slitnaði þá olíuleiðslan og olían fossaði í sjóinn. Skipið varð frá að hverfa. Nú vonaði eg að betur mundi takast. Skipinu var lagt við festar, en ein þeirra slitn- aði þegar. Þá voru allir menn kall- aðir á „þilfar“, og eftir mikið um- stang tókst að laga þetta. Hvað eftir annað slitnuðu festarnar um daginn, en það var hægt að bæta úr því jafnharðan. Og þúsundir lítra af olíu streymdu upp í olíu- geyma turnsins. Um nóttina rak á storm — það var heppilegt að þessi stund skyldi notuð. ----o---- Mennirnir í turninum finna til þess að þeir eru þátttakendur í nýu og áður óþekktu ævintýri. Það er „spennandi", og þeir viður- kenna það. Þeir verða látnir hafa nóg fyrir stafni, svo að þeim leið- ist ekki. Þeir taka þátt í bréfaskóla. Þeir hafa kvikmyndir og brátt kemur þar sjónvarp. Það er svo rúmt þama, að þeir geta leikið golf. Þeir hafa nógar bækur, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.