Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 289 «----------------------------<|> J r Olafur Þ. Ingvarsson: Ástleitinn. ungur andar hinn mjúki beyr; vekur báru á voji. Ilmsætri an?an ofan dali slær. Dag-g-ir bakka degi. Sefur í sefi svanur, og hvítum væng blaka bláir straumar. Ljúfan í laufi leika á geislastreng bjartálfar blóma.-------- Sofin er Sunna, sofinn er býóur blær, sofinn er hálfur heimur. Svífur að sinni söngur yfir mar. — Aldrei deyr sá ómur. leidd eru í stórum stíl og alla vega lit. Þau eru stundum sett í glsesi- legar umgjörðir til þess að þau sé'u útgengilegri, en þau eru jafn gagnslaus fyrir því. Yfirleitt ætti menn að varast að kaupa ódýr gleraugu. Þó er verðið ekki ein- hlítt sem mælikvarði á gagnsemi þeirra. Góð gleraugu geta verið ódýr og ónýt gleraugu geta verið dýr, vegna umgjarðanna. Og um þau gleraugu, sem framleidd eru í stórum stíl, er ekki aðeins það að segja að þau sé gagnslaus gegn sólargeislum, heldur geta þau blátt áfram verið sjóninni hættuleg, vegna þess að þau eru ekki fáguð og ljósgeislar geta brotnað í þeim alla vega. Það er auðvitað nokkur vandi fyrir menn að geta valið sér góð gleraugu, vegna þess að þeir vita ekki eftir hverju þeir eiga að fara. En örugg eru þau gleraugu, sem ætluð eru skyttum og flugmönn- um. Þau eru eingöngu framleidd hiá beztu gleraugnasmiðum og eru f fáguð og slíouð eins og bezt má verða. IVtá bar t. d. nefna gleraugu frá American Optical Co. og Bausch and Lomb. Viðkvæmasti bletturinn á aug- anu er inn svonefndi augasteinn, eða þó öllu heldur in gagnsæa himna, sem liggur yfir sjáaldrinu. En ljósið berst í gegn um þessa himnu og getur bv,í einnig orðið hættulegt innra auganu. Fyrsta merki þess, að menn hafa fengið sólskemmd í auga, er það, að manni finnst eins og sandkorn hafi farið upp í augað. Eftir það kemur svo höfuðverkur og sár sviði. Og að lokum getur svo farið að maður missi sjónina. Menn geta fengið augnskemmd- ir af sól, án þess að sólin skíni beint í augun. Geislarnir geta kom- ið skáhallt, og er þar þá aðallega um endurkast að ræða, annað hvort af snjó eða vatni. Slík- ir endurkasts geislar geta verið m jög hættulegir sjómönnum á litl- urti fleytum, vegná þess hve skammt er rriilli vatnsflatarins og augna þeirra. Og það er ekki víst að þeir verði varir við þetta fyr en um seinan. Og það eru ekki að- eins útbláu geislarnir, sem augum eru hættulegir, heldur einnig inir innrauðu ósýnisgeislar (hitageisl- ar). Menn hlífa augunum vanalegast með einhverju skyggni á höfuð- fatinu. Það er einfaldasta og auð- veldasta ráðið og kemur oftast að gagni. En til lengdar er það ekki einhlítt, og verða menn því að nota sólgleraugu. Fari svo, þrátt fyrir allar varúð- arráðstaf anir, að manni finnist eins og sandkorn hafi farið upp í augað, þá er fyrsta ráðið að þvo augun upp úr hreinu og köldu vatni, eða þá daufu saltvatni. Síðan (Brot úr ljóðaflokki). Þegar vorið biðir jörð bá er önnur sagan, lifnar allt um Iaut og börð lífs við ylinn bapan. Allt í dvrð um löfj og lönd ljóma sólar vafið. Gjálfrar bára elöð við strönd, glampa slær á hafið. Lömbin ungu koma á kreik, kveður fugl í runni. Ungviðið er allt að leik úti’ í náttúrunni. Kátir fuglar kvaka i mó kætir vængjablakið. ATlt frá tindum, út að sjó, er til lífsins vakið. Lækir, fuglar, lömb og blóm, lofgjörð hefja rika. Drottinn prisa dýrum hljóm, dásemd róma slíka. ÓLAFÍA ÁRNADÓTTIR á að hafa augun lokuð, eða bundið fyrir þau, þangað til óþægindin hverfa. En ef óþægindin hverfa ekki, skyldi þegar í stað leitað augnlæknis. ★ Grein þessi er tekin ur ameríska blaðinu „The Fisherman" ög er aðallega skrifuð fyrir sjómenn, sem stunda veiðar í meiri sólar- birtu, en hér er að öllum jafnaði. Hún getur þó átt erindi til ís- lenzkra fiskimanna, sem vtða fara. Og hún á ekki síður erindi til þeirra, sem ganga á fjöll, eða eru á ferðalagi í mikilli birtu að vetrar- lagi, því að margir hafa fengið svokallaða snjóbirtu af því. En snjóbirta er ‘ekki annað -en bruni á auga, sem brsakast hefrr-af end- urkasti geisla frá snjú- éðá hjarni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.