Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 1
18. tbl. tm Sunnudagur 20. maí 1956. XXXI. árg. Arni Olci: Kollafirðir og Kollabúðir J.JÉR Á LANDI eru um 100 nafn- greindir firðir, og er fjórði hluti þeirra kenndur við menn. Vitum vér nokkur deili á flestum þeim nafngiftum eftir frásögnum Landnámabókar. Þessi nöfn skift- ast þar þannig, að í 16 þeirra er talið að sé eiginnafn manns, í 7 kenningarnöfn, en um tvö, Hafurs- fjörð og Hrafnsfjörð, verður ekki með vissu sagt hvort þar sé kennt við menn. Samnefndir eru tveir Bjamaríirðir í Strandasýslu, og svo eru þrír Kollafirðir, einn í Kjósarsýslu, annar í Strandasýslu og inn þriðji í Barðastrandarsýslu. Eigi er samnefndir fleiri firðir af þeim, er draga nöfn sín af mönn- um. Nú má það merkilegt og gmn- samlegt kallast, að þrír firðir skuli kenndir við Koll (eða Kolla), því að nöfnin Kollur og Kolli virðast hafa verið alveg óþekkt í Noregi á landnámstíð. Nafnið kemur aldrei fyrir í Heimskringlu fyrr en á dögum Inga konungs. Þá er getið um Kolla prúða skáld, og var hann íslenzkur. E. Lind (Norsk-islandske dopnamn) telur að Kolla-nöfn komi þar ekki fyrir fyrr en á 11. öld. En það er eigi aðeins að firðir hér á landi séu kenndir við Kolla, heldur einnig bæir, svo sem Kolla- vík í Þistilfirði, Kollslækur í Hálsasveit í Borgarfirði, Kollsvík hjá Patreksfirði, Kollabær í Fljóts- hlíð, Kollabúðir í Þorskafirði, Kollsá bæði í ísafjarðar og Strandasýslu, og í Vallahreppi í Suðurmúlasýslu voru Kollsstaðir og þar er enn bær sem heitir Kolls- staðagerði. Vér skulum nú athuga hvað Landnámabók segir um Kollafirð- ina. Kollafjörður í Strandasýslu: Kolli hét maður er nam Kollafjörð og Skriðinsenni, og bjó undir Felli meðan hann lifði. Kollaf jörður í Barðastrandasýslu: Kolli Hróaldsson nam Kollafjörð og Kvígandanes, en seldi ýmsum mönnum landnám sitt, en hann fór í Laxárdal á Höskuldsstaði er hann kvongaðist. Hann var síðan kall- aður Dala-Kollur. Þessar upplýsingar em harla lít- ils virði. Um fyrra nafnið er það að segja, að engu er líkara en að höfundar Landnámabóka hafi tal- ið svo sem sjálfsagt, að Kollafjörð- ur í Strandasýslu sé kenndur við landnámsmanninn og hann hafi því hlotið að heita Kolli (eða Koll- ur), en hafi ekki vitað neitt meira um hann né það landnám. Um seinna nafnið er það að segja, að þar er landnámsmanninum Kolla Hróaldssyni blandað saman við Dala-Koll, sem sagður er Veðrar- Gríms son Ása sonar hersis. Þessi ruglingur er svo rækilegur, að rak- in er ætt frá Kolla Hróaldssyni eins og frá Dala-Kolli: Höskuldur — Þorleikur — Bolli, sem átti Guð- rúnu Ósvífursdóttur. Gæti þetta staðizt, ef gert væri ráð fyrir því, að hér væri um sama mann að ræða og að Dala-Kollur hefði num- ið land norðan Breiðafjarðar, áður en hann kvæntist. Guðbrandur Vigfússon heldur að þeir hafi verið frændur, ættaðir úr Haddingjadal, og sömu ættar hyggur hann Kollá á Felli í Kollafirði. En það virðast ágizkanir einar. Um Dala-Koll seg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.