Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 261 „kolls“-naíni, er Landnámabók telur að komið hafi hingað á land- námsöld. Ber þá fyrstan að nefna Dala-Koll, því að hann var þeirra merkastur. Um ættfærslu hans er allt á reiki, sem áður er sagt, en hann hefir eflaust verið kynstór, ef til vill kominn af Veðrar-Grími hersi í Sogni, þó ekki geti hann verið sonur hans, því að þá hefði hann átt að vera afabróðir Auðar djúpúðgu. Afkomendur Veðrar- Gríms fóru flestir vestur um haf, en komu síðan til íslands. Ber það vott um samheldni í ættinni. Auður djú'púðga (Ketilsdóttir Bjarnar sonar bunu Veðrar-Gríms sonar) varð drottning á írlandi, en kom hingað um 892, þá rúmlega sextug að aldri. Hún var kona kristin og helt trú sína svo vel, að orð var á gert. Þess vegna verðum vér að telja öruggt, að allt föruneyti henn- ar hafi verið kristið. En sá maður er hafði forráð með henni og hún mat manna mest, var Dala-Kollur. Er nokkurn veginn ljóst að sá mað- ur er in kristna drottning lagði mesta virðingu á, hafi tekið ein- hverja kirkjulega vígslu, og því látið gera sér koll. Og af því hafi hann svo fengið Kollsnafnið, en hans rétta nafn gleymzt. Sennilega hefir þetta nafn orðið fast við hann áður en hann kom til íslands (og sama máli sé að gegna um ina aðra norrænu Kolla). Er liklegt að nafnið sé fyrst upp komið i Suður- eymn, í grennd við trúboðsskólann á íona (Icolmkill). Fyrst hafa Norð- menn kallað ina krúnurökuðu íra „kolla“, og síðan hefir það nafn færst yfir á alla norræna menn er vígslu tóku og létu gera sér koll. Nokkur staðfesting á þessu er það. er Landnámabók segir að fóst- bróðir Örlygs gamla hafi heitið Koll'rr. Nú segir hún einnig, að Örlygur hafi verið a fóstri hiá Fatreki biskupi í Suðureyum. Verðúr bað eigi ekilið á annan hátt en að Örlygur hafi verið í trú- boðsskólanum þar, og þar sem Kollur var fóstbróðir hans, þá hafi hann verið þar líka. Báðir hafa þeir því tekið vígslur, og Örlygur fer með trúboðserindum til ís- lands. Það sést á því, að biskup fær honum kirkjuvið og kirkju- gripi. Þetta hefir verið mikill leið- angur, því að þeir fóru á þremur skipum, að minnsta kosti. Þeir hrepptu fárviðri vestan við land og er sagt að Örlygur héti þá á Patrek biskup, en Kollur héti á Þór. Þetta minnir á söguna um Helga magra: „Hann trúði á Krist, en þó hét hann á Þór til sæfara og harðræða og alls þess, er honum þótti mestu varða“. En slíkt er ekkert að marka. Það er komið frá heiðingj- um og á að sýna, að þegar í harð- bakka sló, hafi kristnir menn ekki treyst guði. Álíka getsakir heyra menn enn í dag, þótt enginn fót- ur sé íyrir þeim. Kollur hefir áreiðanlega verið kristinn, og má vera að honum hafi líka verið falið trúboðsstarf. Hann braut skip sitt í vík þeirri sunnan Patreksfjarðarflóa, er enn heitir Kollsvík og er kennd við hann. Þarna settist hann að og þeir förunautur hans, Þórólfur spörr, Þorbjörn tálkni og Þorbjöm skúma og' námu land þar umhverfis. En mjög eru þau landnám ólík. Þór- óiíur spörr nam alla suðurströnd Patreksfjarðar og þvert yfjr nes- ið vestarlega og inn að Rauðasandi að sunnan, en Nesja-Knjúkur son- ur hans nam frá Kvígindisfirði vestur til Barðastrandar. Bræð- urnir Þorbjörn tálkni og ÞorbjÖrn skúma námu norðurströnd Pat- reksíjarðar og upp á heiði, Tálkna- fjörðallan og út til Kópaness. Voru þetta við landnám. En Kollur tók ekkert nema Kollsvík, orlítmn blétt, sem ekki líkist nemu lánd- nám:, meðan enn var aí r*óg’4 3S taka. Gæti bað bent til þess, að hann hafi hugsað meira um kristni- boðið, heldur en auðgast að lönd- um. Má vel vera, þótt ekki sé þess getið, að Kollur hafi reist kirkju í Kollsvík. (Þar var kirkja í kaþ- ólskum sið og var bærinn þá nefnd- ur Kirkjuból). Af öðrum landnámsmönnum, sem báru Kolls-níún, má nefná Kolla, er nam Kollavík í Þistilíirði, örlítinn landskika, en um hann er ekki frekar getið. Þá er tahð að sonur Helga bjólu hafi heitið Koll- sveinn, en svo munu hafa verið nefndir ungir drengir, er foreldrar færðu guði; var það þeirra fyrsta vígsla og var þeim þá gerður koll- ur um leið. Getið er og Kollsveins ins rama, er land nam milli Þverár og Gljúfurár í Borgarfirði og bjó á Kollsveinsstöðum, Landnáma- bók getur um Koll eða Kolla son Óttars ballar, sem nam land á Rangárvöllum og bjó í Sandgili. En Njála segir að hann hafi heitið Kolur. I sumum örnefnum mun og þessum nöfnum blandað,,jjvo sem er Kol(l)ssonafell í Snæfellssýslu, og Kol(l)shamar í Borgarfirði, en Kollgröf í Skagafirði á líklega að vera Kolgröf og Kollagata í Geir- þjófsfirði á að vera Kolagata. Kollur kemur víða fyrir í sam- settum viðumefnum, svo sem Ólafui jafnakollur, Þorgrímur bærukollur, Ásgeir æðikotlur, Þor- kell skotakollur, Özzur slagakoliur. Slíkum viðurnefnum fjölgar injög er fram i sækir. í Noregi er Þorgeir afráðskollur uppi i þann mund er Hákon jarl var drcpinn. Þorgeir átti heima i Niðarnesi og tnun hafa verið fróður maður (lærður?) Ari fróði hafði fróðleik sinn um Nor- egskonunga eftir Oddi Kolssyni Hallssonar á Síðu, en Oddur nam af Þcirgeiri afráðskoll, Þar kemur ,.kolls'‘-nafnið fyrst fyrir i Noregl, §vo ð-itað sé.........—r ■ - — ■Á Ó-í-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.