Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Qupperneq 5
iESBÓK MORGUNBLAÐSINS
329
PERLAIM Á FESTIIMGU HIMIIMS
JARÐSTJARIMAIM SATURIMIJS
J^JARLÆGASTA jarðstjarnan,
sem inir fornu vísindamenn
þekktu, hlaut nafnið Satúrnus,
skírð í höfuðið á goði tímans. Þá
áttu vísindamenn engar stjörnu-
sjár og þess vegna vissu þeir ekki,
að þessi stjarna væri sannarlega
réttnefnd perla himinsins.
Allir hafa heyrt getið um hringa
Satúrnus, og það eru einmitt þeir,
sem gera hana ólíka öllum öðrum
stjörnum í sólhverfinu. Júpíter er
miklu stærri og ber að því leyti
af öllum jarðstjörnunum. Venus og
Marz eru bjartari og tindra með
meiri ljóma. En þrátt fyrii það ber
Satúrnus af þeim öllum. Hringarn-
ir, sem eru umhverfis þennan gul-
leita hnött, eiga enga sína líka, og
þess vegna ber stjarnan af öllum
öðrum.
Satúrnus er miklu minni en
Júpíter. Þvermál hans um miðlínu
er 75.000 enskar mílur, en þver-
málið milli skautanna aðeins
67.000 mílur. Hann er líka tvöfalt
lengra frá sól, eða að meðaltali 886
milljónir mílna. Og hann fer svo
hægt, að hann er 29 ár að fara eina
hringferð um sólina. En hann snýst
um sjálfan sig einu sinni á hverjum
10 klukkustundum og verður því
tímatalið þar með allt öðrum hætti
en hér á jörðinni. Þar verða um
25.000 dagar í einu ári. Og ekki
mundi auðvelt að skifta því ári í
tunglmánuði, eins og hér, því að
jörðin hefir aðeins eitt tungl, en
Satúrnus hefir níu tungl.
Um stærð ber engin jarðstjarn-
an af Satúrnus nema Júpíter einn.
Þó er Satúrnus svo stór, að 700
jarðir gæti komizt fyrir innan í
honum. En hann er ótrúlega létt-
ur. Hann er ekki nema 95 sinnum
þyngri en jörðin og yfirborðið er
harla lauslegt í sér. Aðdráttarafl
hnattar fer ekki eingöngu eftir
stærðinni, heldur einnig eftir þétt-
leika. Tvær jafnstórar stjörnur
hafa ekki sama aðdráttarafl. Sú
sem er þéttari í sér hefir meira
aðdráttarafl en hin. Og þrátt fyr-
ir stærð Satúrnusar er aðdráttar-
aflið þar svipað og á jörðinni. Mað-
ur, sem vegur 200 pund hér, mundi
vega um 230 pund á Satúrnusi —
það er að segja ef maðurinn gæti
staðið föstum fótum á yfirborði
hnattarins, en það er með öllu óvíst.
Menn vita að mestur þéttleiki er
í miðju hnattarins, það sést á því
hve mjög hann bungar út um mið-
línu, en er flatur til skautanna. Það
sést einnig á því hvað snúnings-
hraði hans er mikill. Þess vegna
hlýtur hann að vera mjög sundur-
laus ið ytra. Þetta sannaðist líka
1920. Þá voru tveir stjörnufræð-
ingar að athuga Saíúrnus og á með-
an gekk hann fyrir fjarlægari
stjörnu. Og stjörnuna sáu þeir um
hríð í gegn um hann.
l/'EGNA þess að Satúrnus er hér
um bil helmingi lengra frá sól
heldur en Júpíter, mætti ætla að
þar væri heljarkuldi. Þetta hefir
líka reynzt rétt, mönnum hefir tek-
izt að mæla kuldann þar og reynd-
ist hann 240 stig neðan við frost-
mark á Fahrenheit.
Þá er það enn einkennilegt við
Satúrnus, að ýmsir hlutar hans
snúast með mismunandi hraða.
Einn sólarhringur um miðlínu er
hér um bil 10 stundir og 14 mínút-
ur, en hann getur verið allt að 20
mínútum lengri út við skautin.
En þó eru það hringarnir, sem ein-
kennilegastir eru og setja einstæð-
an svip á Satúrnus. Hægt er að
sjá þá í sæmilega góðum sjónauka,
en það þarf góða stjörnusjá til
þess að geta greint þá sundur. Hefir
það þó ekki tekizt að öllu leyti enn.
Áreiðanlegt er að hringarnir eru
þrír, en þeir geta líka verið fjór-
ir. —-
Þvermál hringanna er geisilega
mikið og hefir mælzt frá brún að
brún um 170.000 enskar mílur.
Breiddin á yzta hringnum, sem
nefndur er A, er 10.000 mílur. Síðan
kemur bil, sem er um 1700 mílur
á breidd, og síðan hringurinn B,
sem er 16.000 mílur á breidd. Bilið
milli þeirra er nefnt Cassines-bil,
kennt við Jean Dominique Cassine,
er fyrstur manna lýsti því árið
1675. Hringarnir A og B eru ekki