Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Side 6
410 Gamall bóndabær með stráþaki, gömul stráþök og hvítkalkaða veggi. Hér var konunglegt lén á 15. og 16. öld, en var svo lagt undir Hróarskeldu. Árið 1746 keypti Joh. Ludvig von Holstein eignina og skömmu síðar var hann gerður að I greifa. Þá var stofnað greifadæmið í Ledreborg úr Lejregaard, Skulle- rupholm, Kornerupgaard, Nesby- holm og Bavelse. Var þá reist greifahöllin Ledreborg, er enn stendur, og gerður þar skrautgarð- ur með mörgum listaverkum. Höllin stendur drjúgan spöl suð- vesttir af Hleiðru. Er ekið eftir löngum trjágöngum heim undir höllina. Við fórum þar fram hjá og komum að húsi, er nefnist Schweitzerhuset. Er sagt að ein- hver greifinn hafi byggt það handa þjóni sínum. En nú er frægðar- ljómi greifasetursins víst farinn að dvína, og þetta hús er orðið að veit- ingahúsi. Er þar allt með fornum svip og fróðlegt að skoða húsbún- aðinn. I Þar skammt fyrir vestan er dal- í verpi lítið og mun áður hafa heitið \ Ertudalur, en það nafn hefir nú afbakast og er orðjð að Herthu- dal (en Hertha er afbökun úr þýzka gyðjunafninu Nerthus). Þar niðri í dalnum er dálítil tjörn, um- kringd skógi, og var fólk að róa þar á bátum sér til skemmtunar. En á tjarnarbakkanum er veitingastað- ur og þahgað sækir fjöldi manna frá Kaupmannahöfn á sumrin. Það kalla þeir skógarferðir. Er þetta snotur og viðkunnanlegur staður. —'k— Við ókum aðra leið til Kaup- Gömul vindmylna og róíulangar kindur. mannahafnar, en yfirleitt var lands -lagið og svipur þess eins. Er hér hvert höfuðbólið við annað og er svo að sjá sem hver þumlungur lands sé ræktaður. Þar var hey í sæti á túnum, en bylgjandi akrar umhverfis og inn á milli heiðgular skákir þar sem mustarður er rækt- aður, og þar um kring kálgarðar með allskonar káli. Hér voru áður vindmyllur á flestum bæum til þess að mala korn, og settu þær sinn svip á land- ið. Nú eru þær flestar horfnar og þykir sjónarsviftir að þeim. Sums staðar sáum við vængjalausar mylnur, hrörlegar og ætlaðar til niðurrifs. En á tveimur eða þrem- ur stöðum voru mylnur með vængi. Er nú talað um að friða þær, halda þeim við og geyma sem þjóðminj- ar. Ætlunarverki þeirra er lokið, er. þær eiga að minna á gamla menn- ingu og vinnubrögð og setja sinn svip á landið eins og áður. Á. Ó. Sambýlismenn hittust að morgni dags. — Heyrðuð þið ekki hvernig við börðum í þilið í nótt? spurði annar. — Það gerir ekkert til, það var talsverður hávaði hjá okkur líka. —•— Nafnkunnur laxveiðimaður var að segja kunningja sínum frá góðum draumi. — Mig dreymdi að ég var á báti úti ? vatni ásamt fegurstu konunni í ver- öldinni og við vorum þar tvö ein. — Og hvernig fór s.vo? — Það fór ágætlega, ég dró átta punda lax. Ung stúlka var í samsæti og hennt hlotnaðist sá heiður að sitja á mill. biskups og ábóta, og þótti mikið til koma. — Mér finnst alveg eins og ég se blað á milli Gamla testamentisins og Nýatestamentisins, sagði hún við biskupinn. — Það blað er nú alltaf autt, svar- aði hann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.