Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.07.1956, Blaðsíða 8
412 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ókunn lönd: Sjóræningjaströndin v/ð Persaflóa EftSr RonaSd CocfraS pÁIR staðir munu vestrænum þjóðum svo lítt kunnir sem Trucial Oman, sem er á milli arab- isku eyðimerkurinnar og Persaflóa. En vegna inna miklu olíulinda, sem fundizt hafa víða meðfram Persa- flóa, eru menn nú farnir að gefa þessu landsvæði gætur og leitað er ailra fáanlegra upplýsinga um það. | Eg hefi nú dvalist þar um sex ára skeið í viðskiptaerindum og mér hefir tekizt að kynnast iandinu og fólkinu betur en títt er um vest- ræna menn. Frá bústað mínum í Dibai gat ég horft á eftir inum rennilegu „booms“, er þeir létu í haf og sigldu til framandi hafna, jafnvel alla j leið til Zansibar. Neðan við ver- öndina lágu rymjandi úlfaldar, sem eigendurnir höfðu heft þar. Þeir Eyöimtrkurbúi þur:-kar sandinn úr au£um sér meú slönjuhala. voru komnir langt innan úr eyði- mörkinni og eigendurnir voru nú að versla á markaðstorginu. Á sumrin heyrði ég róðrarsöng perlu- veiðaranna, er þeir létu úr höfn. Og á haustin, þegar trappgæsirnar komu, sá ég veiðimenn sheiksins æða um borgina með fálka á hönd. Hér er undarlegur heimur, en samt sem áður hefi ég bundið tryggð við íbúana á þessum ömur- legu slóðum á hjara veraldar. SJÓRÆNINGJAR \ í Trucial Oman eru sjö „kon- ungsríki", en þar eru ekki nema 80.000 íbúar. Fimm af þessum „ríkjum“ liggja á norðanverðum tanga við Persaflóa og heita: Abu Dhabi, Dibai, Ajman, Umm al Qaiwain og Ras al Khaima. Þvert yfir skagann ná in sameinuðu ríki Sharja og Kalba og á suðurströnd- inni við Omanflóa er ið sjöunda og heitir Fujaira. Fyrir svo sem einni öld var hér kölluð Sjóræningjasti'önd og voru allir sjófarendur frá Evrópu og Asíu hræddir við að koma nærri henni. íbúarnir hér réðust á inum gfunnskreiðu fleytum sínum á hvert skip, sem hætti sér inn í fló- ann, og þeir fóru jafnvel víkinga- ferðir alla leið vestur í Rauðahaf. Þeir voru ógurlega grimmir og byrjuðu á því að brytja sldpshafnir niður áður en þeir tóku að ræna Eyðimerkurdrengur dregur sveðju sína úr slíðrum og æpir heróp forfeðra sinna. skipin. En ef þeir mættu mót- spyrnu og voru teknir höndum, ætluðust þeir til að þeir yrði höggnir niður — „að þið farið með okkur eins og við mundum haía farið með ykkur“, sögðu þeir. Austurasíu-félagið enska beið mikið afráð vegna hernaðar Oman- manna, og hafði svo íarið langa hríð. En svo gerði stjórnin í Bom- bay út leiðangur og herjaði á Sjó- ræningjaströndina og neyddi helztu höfðingjana til þess að semja írið. Og árið 1853 gerði svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.