Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1956, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
457
Á meðan blessuð sumarsólin skín
Vér svííum út í náttúrunnar veídi,
þar geisiadýrðin guðleg aldrei dvín,
þar glitrar dögg á iðjagrænum feldi;
við' fossanið og fugla dýrðlegt kvak
vér finnum guodómsmáttinn til vor streyma,
þar endurnýjast lífsins trausta tak
vér táknrænt sjáum inn í dýrðarheima.
Hér blasir við oss fósturjörðin fríð
með fjallahring er klæðist bláum feldi,
með birkikjarr og bcrjalaut í hlíð
nú brcsir allt mót sólar tignu veldi;
á móour jörðu myndast blóma krans
í möttul sinn hún litskrúð fagurt veíur,
en cfar láði svifur fuglafans
liún fæðu næga öllu lífi gefur.
Hér liorfum vér á helgan sögu stað
er liamraborgir gnæfa yfir velli,
hér riðu kappar forðum heim í hlað
cg hrundu frá sér lúadrunga cg elli.
Þeir vörðu og sóttu mál af mælsku snillci
og mærðarglóðir þings um völiinn flæddu,
þá voru orðin hvorki mjúk né mild
en manndómshug cg hreysti stundum glæddu.
Við Öxará var Alþing forðum sett
og æítfeðrunum búin lög og réttur.
Hér börðust menn og risu stétt gegn stétt
og stóridómur var af bir.gi settur.
Nú eru liðin yfir þúsund ár
og Alþing horfið burt af þessum vöilum,
en minningarnar geyma hraun cg gjár
cg gumlar rústir undir klettastöllum.
LOFTUR BJARNASON
--------------------------------------------— ------------
ellur fjöldi manna skeytti þessu
engu.
Um borgina rennur Havi-áin.
Menn sögðu sem svo, að það kæmi
þráfaldlega fyrir að hlaup kæmi í
hana. En hvað var að óttast? Var
ekki sjö feta hár leirbakki allt um-
hverfis borgina til þess að varna
því að flóð kæmist inn í hana?
Hvernig fór? Vöxturinn í ánni
kom eins og flóðalda og fór með
16 ltm. hraða á klukkustund og
flæddi 30 km út yfir bakka hennar.
Næsta morgun hafði vatnið í ánni
í Lahore hækkað um 4 fet og 2
þumlunga, og hafði slíkur vöxtur
aldrei komið í hana í manna minn-
um. Engir leirgarðar gátu staðizt
ofurþunga vatnsins. En ef einhvers
staðar brotnaði skarð í þá, hlaut
svæðið innan þeirra að fyllast og
verða að einum ógurlegum drekk-
ingarhyl.
Vatnið braut skarð í garðinn og
á samri stundu urðu næstu götur
borgarinnar að beljandi ám, er'
skoluðu öllu með sér. Húsin fyllt-
ust af vatni. Yfirvöldin sáu að
hveiju fór og látu því sprengja
skörð í leirbakkana neðar, svo að
flóðið gæti brotizt þar út. Að öðr-
um kosti hefði öll borgin farið í
kaf og flestir drukknað.
Það vildi svo til, að flestir karl-
menn voru að heiman þegar flóðið
brauzt inn í borgina. Konurnar
gleymdu öllum trúarkenningum
sínum, þær gleymdu því að þeim
1.-,.. , <--i-.-ngraðar innan
veggja, og þær gleymdu andlit*-
s..j.am sinum, í dauðans ofboði
þustu þær út á göturnar til aú
kalla á hjálp. Fæstar komust heim
aftur. Sumum skolaði flóðið með
sér, en aðrar einangraði það, svo
að þær komust ekki heim aftur. Og
nú skeði það einkennilega, að þær
voru ramvilltar í sinni eigin borg,
alveg eins og þær væri komnar í
einhvern framandi stað. Þær höfðu
aldrei á ævi sinni komið út fyrir
götuna, þar sem þær áttu heima.
Og dögum saman ráfuðu þær um
og vissu ékkert hvað þær voru að
íara. Nokkrar konur höfðu farið
upp á þök húsa sinna með börn
sín og þar sátu þær einangraðar og
bjargarvana, því að karlmennirnir
komust ekki til borgarinnar vegna
flóðsms. Þeir voru einangraðir fyr-
ir utan hana.
----o----
í Lahore eru flest húsin byggð
úr varanlegu efni, en í þorpunum
eru aðallega leirkofar, eins og fyrr
er sagt. Mörg hundruð þorp urðu
fyrir flóðinu. Um leið og það skall
á leirkofunum, hrundu þeir og
hurfu í flóðið. Á þennan hátt sóp-
uðust algerlega burtu þorp, þar
sem voru allt að 500 hús, og sá
naumost örmöl eftir af þeim. Menn
reyndu að forða lífinu með því að