Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Blaðsíða 4
1« LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hugsa trl þe«s hvemig þá færi, bær- inn ótraustur og hún á valdi villi- dýrsins með öll börnin. Elztu drengimir hlýddu þó ekki móður sinni, forvitnin og hugaræsingin varð aganum yfirsterkari, og hvað eftir annað voru þeir að gægjast út um gluggann til þess að sjá hverju Ismí fram. ÞEIR GUÐMUNDUR gengu fyrst umhverfis bæinn og allstóran sveig við dýrið. En það sá skjótt til ferða þeirra, og ber öllum sam- an um að það hafi stöðugt haft gát á manninum með byssuna, en ekki veitti það þeim eftirför. Það stakk hausnum við og við niður í fötuna og át, enda var það mjög soltið. Og er þeir hurfu fyrir horn hlöðunnar, var það enn að úða í sig síldina. Þeir piltamir fóru nú upp á hlöðumæniimn og þar varð Gísli eftir með reku sína. En þeir Ólafur og Guðmundur heldu áfram ofan á nyrzta fjárhúsið. í sama bili sá bjöminn þá og komst þegar í víga- hug. Hann blés fyrst og urraði grimmdarlega, en tók svo eldsnöggt undnr sig stökk í móti þeira. Þá hleypti Guðmundur af byssunni beint framan í hann og kjálkabraut hann. Við þetta fell bjöminn aftur yfir sig, en stóð skjótt upp aftur og hopaði ura 15 faðma norður á tún- ið, staðnæmdist þar og hristi haus- inn. Þá lét Guðmundur annað skot ríða og hæfði það björninn í hjarta- stað. FeH hann þá og lá hreyfing- arlaus, «i til vonar og vara, hleypti Guðmundur þriðja skotinu á hann, og var harui þá dauður með öllu. Þetta var fullorðið bjamdýr og rauðkinnungur, en þeir voru jafn- an taldúr hættulegastir og grimm- astir allra bjarndýra. Guðmundur tók feld af dýrinu og lét fylgja tennur og hranuna. Kjötið vsur sve etið og þótti gott, en magurt var það og var á því sýnt að dýrið hafði lengi soltið. Þegar athuguð var slóð dýrsins, sást að það hafði komið að landi við svokallað Skerjasund, sem er um 20 mínútna gang frá bænum í austur. Þar hafði hafísspöngin orð- ið landföst kl. 7 um kvöldið, og um svipað leyti hefir dýrið komið á lar/'. Þ''*> ’ — +’1 er það rakst á slóð drengjanna, sem höiðu verið að leuca . ... það slóðina heim að bænum. Var þetta rétt eftir að drengirnir voru komnir heim, og má því segja að þar hafi hurð skollið nærri hælum. Þess má geta, að um hádegi þennan dag var „Selfoss“ á siglingu skanunt austur af Horni. Sáu skip- verjar þá ísspöngina og á henni bjamdýr og hefir það líklega ver- ið saraa dýrið, því að ekki er kunn- ugt a<5 fleiri bjamdýr hafi þá geng- ið á land. TVEIMUR DÖGUM eftir að bjarn- dýrið var að velli lagt, eða 10. apríl, lagðist Ingibjörg kona Guð- mundar á sæng, mánuði fyrr en eðlilegt var. Hafði hin mikla geðs- hræring konunnar orsakað það, að hún ól barnið fyrir tímann. Þetta beu- svo brátt að, að engin tök voru á því að sækja ljósmóður, því að eins og áður er sagt var það tveggja daga ferð. Var því ekki um annað að ræða en húsbóndinn tæki sjálfur að sér Ijósmóðurstörfin. Fataðist honum og hvergi, og síðan hjúkraði hann móður og barni af svo stakri alúð, að allt fór vel. Barnið var stúlka og fremur lasburða fyrst. Hún heitir Aðalheiður og er nú gift kona í Rvík. Hún elur börn sín í nýtízku fæðingarstofnun, við harla ólík skilyrði og þau, er móðir henn- ar varð að láta sér lynda þama í hamravíkinni norður við íshafið Iwlda. I Geta má þess, að á seinni styrj- aldarárunum, rak tundurdufl að landi í Drangavík. Eitt þeirra sprakk svo nærri bænum, að allt lék á reiðiskjálfi. Annað var að veltast dögum saman í brimi rétt framan við bæinn. Þegar kunnáttu- menn komu til þess að athuga duflið, var það virkt, og furðulegt að það skyldi ekki hafa sprungið fyrir löngu.. Þannig steðjuðu marg- ar stórhættur að fólkinu á þessum stað. SKRIFA mætti langa sögu um Guð- mund í Drangavík og fjölskyldu hans. En það var ekki ætlan mín, er ég hitti hann vestur í Álftafirði í fyrra og skrifaði þá hjá mér uppistöðuna í þessa grein. Heyra mátti þá á Guðmundi að honum þótti mák hallað, þar sem Þor- steinn Matthíasson frá Kaldrana- nesi skrifaði um dráp bjarnarins í tímaritið „Heima er bezt“, en Þorsteinn hafði stuðzt við frásögn barnakennarans Gísla Guðmunds- sonar frá Gjögri. Eg hefi nú skráð hér söguna eftir frásögn Guðmund- ar sjálfs, konu hans og sona þeirra Georgs og Arthurs. Spurði ég þau öll nákvæmlega eftir atvikum og skráði hjá mér samtímis. Þau hjón- in létu mér í té mynd þá af bænum Drangavík, sem hér fylgir. Stendur sá bær enn, en er í eyði. En mynd- ina af Guðmundi, Ingibjörgu konu hans og barnabarni þeirra fekk ég hjá Arthur syni þeirra. Áður en Guðmundur fór að búa í Drangavík, átti hann heima í Kúvíkum, og var formaður á ára- báti, sem hann átti sjálfur. Þá voru kveðnar þar formannsvísur, svo sem títt var, og var þessi vísa um Guðmund: Knár úr vörum Kúvíkur hvals um leið ótregur Guðbrands sonur Guðmundur göltinn ára dregur. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.