Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21 Ungversk flóttabörn á íslandi 504 tunnur, og er það talinn metafli. Upp úr miðjum mánuði gáfust flestir bátamir upp við síldveiðarnar og tóku 'að búa sig undir vetrarvertið. Togarar fengu yfirleitt sæmilegan afla í þessum mánuði, og þeir sem sigldu með aflann á erlendan mark- að, fengu gott verð fyrir hann. Bezta sala var hjá togaranum Pétri Halldórs- syni 17. í Englandi, 579.000 kr. Alls fóru íslenzkir togarar 96 söluferðir til út- landa á árinu og fengu samtals rúm- lega 36,5 milljónir króna fyrir afl- ann. Fiskaflinn til nóvemberloka nam alls 332.323 smál. (339.428 smál. í íyrra) og síldarafli 96.167 smál. (52294 smál. í fyrra). Heildaraflinn var orð- inn um 9% meiri en í fyrra. Stjóm LÍÚ gerði samning við ríkis- stjómina um rekstrargrundvöll fyrir vélbátaútgerð á komandi vertíð, annan samning við ASÍ um skiftaverð til sjó- manna, og loks samning við stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og fiskvinnslustöðvar SÍS urn fiskverð til bátanna á komandi vertíð. Var því allt undirbúið að róðrar gaeti hafizt 2. janúar, nema á Akranesi og í Grinda- vík, þar sem deila um kaup liafði ekki verið jöfnuð milli sjómanna og útgerðarmanna. Deilu þeirri hafði þó verið skotið til sáttasemjara (29.) BÍLSLYS Aldraður maður varð fyrir bíl 1 Reylijavik og handleggsbrotnaði (5.) Kona varð fyrir bíl í Reykjavík og handleggsbrotnaði (7.) Á Vatnsleysuströnd ók stór vöru- bifrcið aftan á litinn fólksbíl er stóð á veginum. Varð áreksturinn svo mik- ill að litli bíllinn fleygðist aftan á ann- an bil, er stóð fyrir framan hann, og brotnaði við þetta bæði að aftan og framan. Bílstjórinn komst þó lífs af og er það talið ganga kraftaverki næst (15.) Sveinn Guðmundsson jámsmiður í Reykjavík varð fyrir bíl og beið bana (18.) Drengur varð fyrir bíl á Blönduósi og höfuðkúpubrotnaði (18.) Kona varð fyrir bíl á Keflavíkur- flugvelli, fótbrotnaði og fekk heila- hristing (19.) Bílaárekstur varð á HafnarfjáVðar- vegi og var annar biistjórinn ölvaður. Báðir bílar stórskemmdust og stúl' handleggsbrotnaði (22.) Bílaárekstur varð á Svalbarðsströi og meiddist kona í öðrum bílnum (23.) Helga Bjargmundsdóttir verkakona í Reykjavík varð fyrir bíl og beið bana (30.) SLYSFARIR Stórt herflutningaskip var hætt komið í Reykjavíkurhöfn í ofviðri, sleit af sér allar festar að aftan, 6—8 þuml. digra kaðla. Hafnarbáturinn Magni helt skipinu að bryggja um stund, en síðan sigldi Magnús Runólísson nafn- sögumaður því út úr höfninni og þótti þ°ð frábrar'ega vel gert eins og veður- ofsinn var þá (1., 2.) -w*arann Venus sleit upp í Hafnar- firði, þar sem hann hefir legið at- hafnalaus í nokkur ár. Barst hann upp að hafnarbakkanum cg sökk þar (2.) Drengur fell út af bryggju í Búðar- dal og var meðvitundarlaus er hann náðist. Maður sem kunni lífgunarað- ferð var þar nær staddur og fyrir það tókst að bjarga lifi drengsins (5.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.