Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Blaðsíða 1
2. tbl. Sunnudagur 13. janúar 1957 XXXII. árg. Gu&mundur G. Guðmundsson: BÁRDÁSl VIÐ BJARNDÝR Guðmundur Guðbrandsson, Ingibjörg kona hans op barna- barn þeirra. CÍÐAN á landnámstíð hafa ís- lendingar átt í höggi við hvíta- birni, sem komið hafa hingað með hafísnum. Segir Landnáma frá því, að þá er Ingimundur gamli xom norður, fann hann á vatni einu beru og húna tvo hvíta með henni. Því kallaði hann það Húnavatn. Eftir það fór Ingimundur utan og gaf Haraldi konungi hárfagra dýrin. „Ekki höfðu menn í Noregi fyr séð hvíta björnu“, og þótti þetta svo virðuleg gjöf, að konungur laun- aði með því að gefa honum skip, hlaðið timbri. Sjálfsagt hafa þeir Ingimundur fyrst orðið að leggja birnuna að velli, áður en þeir næði húnunum, og hefir hann sennilega fært konungi feldinn af henni, en húnana lifandi. Á öðrum stað í Landnámu segir frá því, að Arngeir hét maður, er nam Sléttu alla milli Hávararlóns og Sveinungsvíkur. Synir hans voru þeir Þorgils og Oddur. Þeir Arngeir og Þorgils gengu heiman í fjúki að leita fjár og komu eigi heim. Oddur fór að leita þeirra, og fann þá báða örenda, og hafði hvítabjörn drepið þá og lá þá á pasti. Oddur drap bjöminn og segja menn að hann æti allan, og kallaðist þá hefna föður síns, er hann drap björninn, en þá bróður síns er hann át hann. Síðan var talið að Oddur yrði ódæll og illur við að eiga. Mun þetta elzta sagan um að bjarndýr hafi orðið mönn- um að bana hér á landi, en á niður- lagi sögunnar má sjá, að því hefir verið trúað að menn mögnuðust mjög á því að eta bjarndýrakjöt. Þegar íslendingar tóku að byggja Grænland, komust þeir í nánarl kynni'við hvítabirni og hafa eflaust veitt þá sér til matar. En húnana tóku þeir lifandi, því að þeir voru dýrmæt verslunarvara, og ekki þóttu þá veglegri gjafir að gefa konungum, eins og sjá má á Auð- unnar þætti vestfirzka. Og þegar ísleifur biskup Gissurarson gekk suður á fund páfa í Róm til þess að fá samþykki hans til þess að taka biskupsvígslu og verða fyrsti biskup á íslandi, þá hafði hann með sér hvítabjörn frá Grænlandi. *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.