Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24 .J**** fcí>» ríkisráðherra fór utan til að sitja ráð- herrafund Norðuratlantshafs bandalags ins, sem haldinn var í París. Kcmin er þýzk útgáfa af kvikmynd inni „Björgunin við Látrabjarg" og hefir fengið hæstu einkunn þar í landi sem sannsöguleg kvikmynd getur feng- ið. Er myndin komin hingað og farið að sýna hana. Kvikmyndina tók Óskar Gíslason upphaflega, en Þjóðverjum hafir tekizt að skýra hana, þar sem birtu var áfátt (20.) Togarinn Kaldbakur fekk öðru sinni tundurdufl í vörpuna út af Vestfjörð- um og vissu skipverjar ekki fyrr til en að það lá á þilfari. Togarinn fór þá með það til ísafjarðar og reyndist það virkt (21. og 23.) Alþingi kaus fulltrúa í Norðurlanda- ráð: Sigurð Bjarnason, Bernharð Stef- ánsson, Bjarna Benediktsson, Emil Jónsson og Einar Olgeireson (21.) „ Oslóar- tréí á Austurvehi í Rvik Ritgerðasamkeppnl fór fram meðal reykvískra skólabarna um hvernig hægt sé að fegra borgina. Komu um 150 ritgerðir. Fyrstu verðlaun hlaut 12 ára stúlka, Gerður Steinþórsdóttir, 200 fer. og skíði. Önnur verðlaun, 100 kr. og skauta hlaut 13 ára stúlka, Elía Björk Gunnarsdóttir, og 3. verð- laun, 50 kr. og líndarpenna, hlaut 12 ára stúlka, Kristin Gísladóttir. Auk þess hlutu þrjú börn viðurkenningu: Þorgerður Ingólfsdóttir, Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir og SHgurður Georgsson. Borgarstjóri afhenti verðlaunin. Ferðafélag fslands helt aðalfund sinn. Var þar fyrst minnst Pálma Hannes- sonar rektors, sem hafði verið í stjórn félagsins i 25 ár. í hans stað var nú kosinn Jón Eyþórsson veðurfræðing- ur. Á árinu kom út 20. Árbók félags- ins og margar eru nú í undirbúningi. Ennfremur er í undirbúningi að reisa nýtt sæluhús (22.) Kjartan Thors formaður Vinnuveit- endasambands íslands, hefir veriS sæmdur stórriddarakrossi innar kon- unglegu sænsku Vasaorðu (23.) Ákveðið er að sænsku konungshjón- in komi í opinbera heimsókn til ís- lands um mánaðamótin júní-júlí n.k. (23.) Richard Nixon varaforseti Bandaríkj- anna kom hér við á vesturleið og tafði nokkrar klukkustundir. Guð- mundur í. Guðmundsson utanríkisráð- herra tók á móti honum á Keflavíkur- flugvelli, en forseti íslands hafði sent bíl sinn þangað suður og ók Nixon í honum til Bessastaða og tafði þar góða stund hjá forsetanum, ásamt núverandl og fyrrverandi ráðherrum. Þar veitti hann og íslenzteum blaðamönnum við- tal (28.) Ljósaskrai á götum Reykjavík- ur á jóL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.