Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33 lífinu en kuldann og alvöruna. Hann á fleiri strengi á hörpu sinni, þar á meðal glettinn tón og gam- ansaman, hlátraheim með dverga- þjóð og jötna og hvers kyns undra- verum. Þetta sést gleggst í löngu kvæði, sem kom út að honum látnum, Rímu af Búa Andríðssyni og Fríði Dofradóttur, sem ort er út af Kjalnesingasögu. En hins sama gætir einnig í mörgum fleiri kvæðum hans. Þýðingar Gríms Thomsen eru margar og merkilegar, bæði úr grísku og latínu og nýju málunum. í þeim er að finna sömu einkenni í máli og líkingum sem öðrum kvæðum hans. Skal hér aðeins bent á þýðinguna á Integer vitae, sem er staðfærð á norðurslóðir af mikilli snilld. Kvæði Gríms Thomsen eru ekki mjög mikil að vöxtum borið sam- an við ýmis önnur skáld, en þau eru seinlesin á sama hátt og þau voru ekki skáldinu neitt flýtisverk. Mun Grímur hafa verið langminn- ugur þess, er Hallgrímur Scheving skrifaði honum um fyrsta kvæðið, sem eftir hann birtist frumort: „Að því verður spurt, hver kvað, er frá líður, en eigi, hversu lengi var að verið.“ Mörgum hefur þótt kvæði Gríms hrjúf á yfirbragð og ekki nægilega kliðmjúk, og verður að láta hvern og einn um sína skoðun á því. En eins og öll mikilsháttar lista- verk, vaxa þau sífellt við nánari kynni og verða lesandanum æ því kærari, sem hann les þaii oftar og með meiri athygli, í kvæðum Gríms Thomsen má ekki hlaupa yfir neitt. Þar hefur hvert orð merkingu, og að baki efnisvali, setningum, líkingum og orðum eru djúpar og gaumgæfilegar hugsan- ir spaks manns. Þar er ekkert gert vegna rímsins. Það er tvennt, sem hefur sama gildi nú og það hafði, þegar Grím- ur Thomsen orti kvæði sín. Ann- ars vegar nauðsyn þess að yrkja eins og íslendingur og sniðganga ekki þá dýrgripi, sem íslenzkur andi hefur bezta eftir skilið á liðn- um tímum. Hitt er að beita stilltri og kyrrlátri hugsun við öll verk- efni. Kannski hefur hugsunarleysi aldrei verið háskalegra en einmitt á vorum tímum í hverri mynd sem er. í þessum efnum verður lengi hægt að læra af Grími Thomsen skáldi. En nú skulu kvæði hans tala og þessu máli lokið með for- mála sjálfs hans að kvæðum sín- um. Þar sem hann gerir grein fyrir erindi sínu á skáldaþing. Víða eru vörður reistar á vegum sögu þessa lands u xörnöldinni fljúga neistar framtaksins og hraustleikans. Rétt er vörður við að hressa, vcginn svo að rati þjóð, og bindini í að binda þessa björtu neista úr fornri glóð. Svipi að vekja upp aftur alda andans rekja spor á sjót, og fyrir skyldum skuggsjá halda, c-f skyldi finnast ættarmót, hvort lifs er enn í laukum safinn laufguð enn hin forna þöll, eða blöðum bóka vafin blóm eru sögu þomuð öll. c —? UNG borgarstúlka var á ferð upp í sveit og sá þar ýmislegt nýstárlegt, að henni þótti. „Nei, en hvað þetta er skrítin kýr“, sagði hún. „Og hvernig stendur á því að hún hefir engin horn?“ Bóndi: „Jú, sjáið þér til, sumar kýr fæðast hornalausar og fá aldrei horn, aðrar fella homin, og stundum sögum við þau af þeim. Það eru margar ástæður til þess, að kýr hafa ekki horn, en hér er ástæðan sú, að þetta er ekki kýr, heldur er það hryssa". Kennslukonan sýnir börnun- um myndir af Maríu, Jósep og Jesúbaminu í jötunni. Þá segir ein telpan stórhneyksluð: — Ekki eiga þau hús og ekki vöggu, en samt þykjast þau hafa efni á því að láta mynda sig. . — o — Mamma las upphátt um Tarz- an fyrir Pésa litla áður en hann færi að sofa. Allt í einu rís Pési upp og segir: — Nei, nú skrökvarðu, mamma, það stendur hvergi í bókinni að Tarzan þyki gott að þvo sér“. — o — — Ef það er eitthvað, sem þú þarít að vita, þá skaltu bara spyrja mig, sagði pabbi við Steina, sem stritaði við að læra. — Jæja, segðu mér þá, getur naut haft kálfsfætur? — o — Aðkomumaður er í stórborg, rekst þar á strák og segir við hann: — Geturðu gert svo vel og sagt mér hvar Strandgatan er? — Já, eg get það, en hvað fæ ég fyrir? — Hérna hefirðu krónu. — Þakka þér fyrir, sagði strákur. — Þú stendur á miðri Strandgötunni. — o — Strákur háskælandi niðri á bryggju. Prestinn ber þar að. — Hvað gengur að þér, dreng- ur minn? — Stóri strákurinn þarna henti brauðsneiðinni minni í sjóinn. — Með vilja? — Nei, með pylsu. — o — — Hverjum finnst þér hann litli bróðir þinn líkur? Sigga litla: — Hann er eins og mamma um augun, eins og pabbi um nefið og eins og afi um munninn, því að hann hefir eng- ar tennur. ★ Mamma er að gefa litla bróð- ur að sjúga og Stína horfir lengi á og er að velta einhverju fyrir sér. Seinast segir hún: — Mamma, hvernig ferðu að því að láta á brjóstin? i i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.