Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 41 lengi áttir þú heima í Grenilundi?" „Eg ólst þar upp til 13 ára aldurs“. „Jæja, lýstu þá Grenilundi!" Hann lyngdi augunum, hallaðist aítur á bak og beið þess að eg svaraði. Eg lýsti svo Grenilundi, þessu litla þorpi, sem er rétt austan við Oder. Eg lýsti kirkjunni og linditrjánum, sem þar eru. Eg sagði frá því að við strákarnir hefðum verið látnir fara með hestana niður að ánni á kvöldin til þess að þvo þeim. Eg sagði frá prestinum og kennaranum, og eg sagði frá henni ömmu minni, sem átti þar stóran búgarð og var elskuð og dáð aí öllum fyrir góðvild sína. Enga svipbreytingu var að sjá á majórnum meðan eg sagði frá. En þeg- ar eg þagnaði sagði hann: „Þú þekkir þá líklega Wolfgang Leuters, Magda Furst og Walter Korb?“ Hvaða skrattans gildru var hann nú að leggja fyrir mig. Eg kannaðist alls ekki við þetta fólk. „Og svo kannastu máske við Stolpel bónda — Ignaz Stolpel?“ spurði hann. „Já, hann þekkti eg vel. Kannist þér við hann, majór?“ „Þegiðu!“ sagði hann og brýndi raustina. „Hér er það eg sem á að spyrja. Og segðu mér nú eitthvað frá Stolpel". „Hann var fátækasti bóndinn í Grenilundi. Land hans var svo lélegt að illgresi þreifst þar varla. Hann vann baki brotnu og allir höfðu meðaumk- un með honum. En hann kvartaði aldrei og hann var of stærilátur til þess að þiggja hjálp annarra. Kona hans vann líka baki brotnu og eins Jósef sonur þeirra. Faðir hans rak hann áfram og hlífði honum ekki frem- ur en sér. Mönnum fannst það eðli- legt. Þessi voru kjör flestra drengja í þorpinu. En þegar Jósef var 16 ára, hvarf hann að heiman. Sagt var að hann hefði farið til Tékkóslóvakíu, en enginn vissi sönnur á því“. Eg þagnaði og fór að hugsa um raunir þeirra Stolpelhjónanna. „Haltu áfrarn!" skipaði majórinn. Eg lýsti því þá hvemig gamli mað- urinn hefði breyzt eftir að sonur hans hvarf. Hann gerðist mannfælinn og vildi ekki einu sinni koma í kirkju, og bannaði jafnvel konu sinni að hlusta á messur. Fólk sagði að í hvert skipti, sem kirkjuklukkunum væri hringt, sæti hún hágrátandi heima, því að hún var sanntrúuð. „Hvers vegna vildi hann ekki lofa henni að fara í kirkju?" spurði majór- inn. „Menn sögðu að hún hefði verið í vitorði með syni sínum, og gamla manninum hefði sárnað það óskaplega. Hann bannaði henni líka að tala við aðra. Hún andaðist tveimur árum eftir að sonurinn hvarf að heiman. Stolpel gamli var í hversdagsklæðum sínum er hann fylgdi henni til grafar. Og hann fór beint frá jarðarförinni út á akur og hamaðist þar fram á nótt. Eftir þetta varð hann enn mannfæln- ari og harðlyndari en áður“. Eg þagnaði um stund. Svo spurði eg: „Á eg að segja meira?“ „Já“. Þá sagði eg honum frá því að amma mín hefði aumkast yfir hann og vilj- að hjálpa honum. Hún bauð honum gott land í staðinn fyrir óræktarskik- ann hans, en hann vildi ekki og vann baki brotnu sem áður. Svo einn góðan veðurdag fannst hann meðvitundar- laus úti á akri. Hann hafði oftekið sig. Hann var þegar fluttur í sjúkrahús í næstu borg. Landskikinn hans var boð- inn upp, en andvirðið hrökk ekki fyrir sjúkrakostnaði. „Hann kom heim um vorið“, sagði eg enn. „Amma sá hann ráfandi úti á gamla akrinum sínum, og sótti hann. Hún lét hann fá herbergi og setti hann til borðs með sér. Hann mælti varla aukatekið orð, en hann vann allt er hann gat til þess að vera matvinnung- ur. Mér er fyrir barnsminni hvað mér fannst hann vera gamall, snjó- hvítur fyrir hærum og valtur á fót- um. Fyrst í stað var eg hálfhræddur við hann. En svo var það einu sinni er eg var að reyna að gera við fiski- stöngina mína, að hann tók hana af mér, gerði við hana á andartaki og rétti mér hana aftur. Hann sagði ekk- erc, en hann gerði þetta svo vingjam- lega að eg var aldrei hræddur við hann eftir það. Og við vorum góðir en þöglir vinir upp frá því. — Þegar hann dó, fann amma bænabók konu hans geymda í rúmdýnunni hans. í bókinni var bréfmiði og á hann skrif- að: — Pabbi, eg er farinn og kem aldrei aftur. Eg fer af því þér þykir ekki vænt um mig. Vertu góður við mömmu. Undir stóð nafnið Jósef. — Efist þér nú enn um að eg sé frá Grenilundi?" Og eg var í rauninni hissa á sjálfum mér að eg skyldi hafa þulið upp allt þetta um gamla mann- inn. Majórinn svaraði engu. „Farið með hann í klefann“, sagði hann hranalega og stakk á sig kort- inu mínu. Mér hafði ekki gefizt neinn kostur á að útskýra hvernig á því stæði, en eg vissi að handan járntjalds hafa menn oft fengið fimm og tíu ára þrælabúða- vist fyrir minni sakir en að hafa á sér slíkt kort. Hann hafði ekki minnst á kortið, og eg taldi það sönn- un þess að hann hefði þegar fellt dóm yfir sér. Eg svaf sæmilega um nóttina og árla næsta dags vakti vörður mig. „Tygjaðu þig!“ sagði hann. Jæja, þá var svona komið og eg var örvilnaður. „Við eigum að koma þér yfir landa- mærin“, sagði vörðurinn. Svo leiddu tveir menn mig í áttina til landamæranna. Eg bjóst við því að þetta væri eitthvert hrekkjabragð, og að snúið mundi við er minnst varði. Og eg trúði varla eigin augum þegar þeir afhentu mér vegabréf mitt og skipuðu mér að fara yfir landamærin inn í Vestur-Þýzkaland. „Þú ert heppinn“, sagði annar þeirra heldur vingjamlega. Þegar eg leit á vegabréfið sá eg að hann hafði haft satt að mæla. Þar var nýr stimpill: „Laumaðist öðru sinni í banni yfir landamærin". Og undir stóð nafnið: Josef Stolpel majór. Maður nokkur kom til sálulæknis og kvartaði um að sig dreymdi alltaf nakt- ar stúlkur, sem væri á hlaupum um herbergið sitt. — Nú, og á að lækna yður svo að yður dreymi ekki naktar stúlkur? sagði sálulæknirinn. — Nei, nei, en eg vil að þér venjið þær af því að skella hurðum. ----o--- Maðurinn kom heim og afhenti konu sinni skjal. —Þetta er lífsábyrgðar skírteini, sagði hann. Eg hefi líftryggt mig fyrir 250.000 krónur, svo að þú hafir eitt- hvað ef eg fell frá. — En hvað þetta var fallegt af þér, sagði konan. Og fyrst þú hefir nú keypt þér líftryggingu, pá þarftu aldrei að íara til læknisins framar. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.