Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Síða 14
42 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ljótasti fiskur í heimi HÖFUNDUR þessarar greinar er Arthur C. Clarke, eðlisfræðing- ur og stjömufræðingur. Hann er forseti „British Interplanetary Society“ og hefir ritað margar bækur, þar á meðal „The Ex- ploratio of Space“. MIKLARIFI (Great Barrier Reef). úti fyrir norðaustur- strönd Ástralíu, er fiskur nokkur, sem talinn er stórhættulegastur af öllu kviku þar. Þetta er þó lítið kvikindi, varla meira en 10 þuml- ungar á lengd, liggur að mestu hreyfingarlaust í kórallapollum og gerir ekki árás á nokkra skepnu. En hann er vel fær um að verja sig. Venjulega er hann nefndur stein- fiskur, en latneska nafnið á honum er „synancea horrida". Steinfiskurinn er af náttúrunnar höndum betur út búinn til þess að felast, en flestar aðrar skepnur. Og í þessum litla búk hefir verið safn- að saman meiru af ófríðleik, en dæmi þekkjast um. Hann er algengur um allt Mikla- rif, en menn vita þó ekki hve mikið er til af honum, vegna þess að hann má heita alveg ósýnilegur. Menn hafa dvalizt árum saman á Miklarifi án þess að sjá einn ein- asta steinfisk, og hafa þó eflaust mörgum sinnum gengið fáein fet frá þeim. Steinfiskurinn er sem sagt meistari í því að felast. Hann liggur í holum og lagar sig alveg eftir þeim, og að útliti er hann al- veg eins og dauður kórall. Hann er allur með vörtum eða nöbbum og á hann sezt grænleitt slím, og þetta hvort tveggja hjálpar til þess að gera hann samlitan umhverf- inu. Engin fisklögun er heldur á honum þar sem hann hefir hreiðr- að um sig og liggur og bíður eftir æti. Tvö lítil augu eru á bakinu, en í fljótu bragði verða þau ekki greind frá öðrum körtum. Allt í einu ber þarna að smáfisk eða síli, sem ekki getur greint steinfiskinn frá umhverfinu. Og þá opnast víð- ur kjaftur og gleypir ungviðið. Væri nú þetta allt, sem hægt er að segja um steinfiskinn, þá væri hann ekki svo ýkja merkilegur. En hér við bætist, að hann hefir 13 brodda upp úr bakinu og liggja þeir flatir með roðinu þegar fisk- urinn er óáreittur og ber ekkert á þeim. En ef stigið er ofan á hann, eða eitthvað komið við hann, þá reisir hann þessa brodda, og þeir eru svo harðir og hárhvassir, að þeir geta farið í gegn um þunna skósóla, Út um hvern brodd spýt- ir fiskurinn þá svo banvænu eitri, að komizt það inn í blóð manna, er dauðinn vís eftir nokkrar sek- úndur. Sé hægt að grípa samstund- is til varnarmeðala, þá getur verið að sá sem stunginn var haldi lífi, en hann tekur út óbærilegar kvalir um langan tíma. Annars er sjaldn- ast hægt að grípa til læknis á þess- um afskekkta stað, svo að venju- lega deyr það fólk, sem stungið er, að því er fróðir menn fullyrða. Þó má geta þess, að fiskar þessir valda ekki miklu manntjóni. Það er sjálfsagt vegna þess, að ekki er hægt að komast um rifið nema menn sé vel skóaðir og á þykkum og sterkum sólum. En á slíkum sólum vinna ekki eiturbroddar steinfisksins. Auk þess liggja fisk- arnir ekki í miðjum kóralpollun- um, þar sem menn mundu helzt stíga niður, heldur út við brúnir og stalla, sem menn forðast að stíga á. Steinfiskurinn er sem sagt mjög umtalaður á Miklarifi, enda þótt í fáir hafi komizt í kast við hann. Eg dvaldist um tíma á Heron-ey, sem er sunnarlega á Miklarifi, og fyrstu dagana var eg alltaf á ferð þar um fjörur og granda. Hvar- vetna þóttist eg sjá steinfiska, en með því að stinga í þá staf, komst eg jafnan að raun um að þetta var ekki annað en dauður kórall. Og eftir nokkurn tíma hætti eg að sjá steinfiska og var orðinn úr- kula vonar um að mér mundi auðn- ast það. Árið 1928 var gerður út rann- sóknaleiðangur til Miklarifs. For- maður hans var Younge prófessor. Hann dvaldist heilt ár á svonefnd- um Lágeyum, en honum tókst ekki að finna einn einasta steinfisk —> þótt mönnum, sem þar voru upp- aldir, tækist það. Dakin prófessor við háskólann í Sydney, hefir skrifað einhverja beztu bókina um Miklarif, en honum tókst aldrei á ævi sinni að finna einn einasta steinfisk. — O — Eg var heppnari. Það var eitt kvöld, skömmu áður en eg fór frá Heron-ey, að eg óð út að kóralla- granda, sem aðeins flaut yfir, en var þó langt undan landi. Eg hafði vaðið nokkur hundruð skref eftir grandanum, og gætti lítið að þeim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.