Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1957, Side 16
44 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE 4 Á G 10 7 3 V Á 10 8 3 ♦ 2 * G 6 4 4 6 5 4 ¥ 9 ♦ D 10 8 5 3 4D753 4 K D 9 2 ¥542 ♦ K G 7 4 K 8 2 A 8 ¥ K D G 7 6 ♦ Á 9 6 4 * Á 10 9 Norður gaf. Sagnir voru þessar: N A S V 1 sp. pass 2 hj. pass 3 hj. pass 4 t t pass 4 hj. pass 4 gr. pass 5 hj. pass 6 hj. pass Út kom L 3, sem A drap með kong og S með ás. Nú á S um tvo kosti að velja, annað hvort að taka á T Á og S Á og trompa svo litina til skiptis (það getur gengið ef andstæðingar hafa sín 2 trompin hvor, annars ekki), eða þá að reyna að ná tveimur slögum í laufi. Þann kostinn valdi S, og hann blessaðist, En ef A hefði haft aðeins 2 lauf, þá var spilið tapað. VEIÐIAfiFEBÐIR í ÞINGVALLAVATNI Menn veiða í vatninu bæði vetur og sumar, bæði með færi frá bátum og á dorg upp vun ís. Dorgin er mjótt færi með litlum öngli á, oft án beitu. Við öngulinn er fest rauð dula og láíúnshnappur, eða einhver slíkur gljá- andi málmur hafður í staðinn fyrir vað- stein, því að silungamir sækjast eftir slíku Enn önnur veiðiaðferð er not- uí" hér. Þá eru notaðir stórir önglar, sern látnir eru liggja við botninn, þar sem svo er grunnt að sér í botn. Öngl- um þessum er rennt gegnum vakir á ísnum á vorin. Þeir eru mjög beittir og svo stórir, að þeir grípa um kvið silungsins, sem syndir að önglunum þegar hann sér glóandi jármð. Leggst Sjálflýsandi kross Nýlega va- komið fyrir ljósum í kross- inum á turr? Laugarness- kirkju og er hann síðan sen: sjálflýsandi. Þegar myrkt er, ljómar krossinn eins og hann sé i lausu lofti, os er það einkar fögur sjón. (Ljósm. Ól. K. M.) hann þá að önglinum, sennilega til þess að skafa á sér kviðinn, en vatna- fiskar, einkum af laxaættinni, sækj- ast mjög eftir því. Veiðimaðurinn kippir þá í öngulinn, sem krækist í kvið fisksins, og dregur hann þannig upp. — Þegar byrjað er að veiða upp um isinn, sem þá er enn þunijur og gagnsær, verða silungarnir allsstaðar hræddir, þegar þeir sjá skuggana hreyfast yfir sér. Þess vegna taka menn hrískjarr og binda það saman og festa það á ísnum. Liggja menn á hrísköstum þessum, hver á sinu miði, sem venjulega eru skammt frá heimilum þeirra. Silungurinn sem sér þama kyrra skugga, leitar þangað, því að hann hyggur að þar sé öruggur felustaður. (Ferðabók Eggerts og Bjama). DRANGUBINN UNDIR DRANGSHLÍÐ í Drangshlíð við Eyafjöll er stór drangur í túninu, því nær tuttugu mannhæðir, og öðrum megin við hann em hellar og stór ból inn undir hann, og hafa bændur þar allt sitt hey og fjós. í fjósinu lifði ekkert Ijós, hvern- ig sem reynt var að halda því lif- andi. Aldrei þurfti að vaka þar yfir kú um burð. Ef kýr bar á nóttu, sem oft var, þá var kálfurinn uppi í básn- um hjá henni um morguninn, og hank- aðist þá kúnum aldrei á. En ef nýr bóndi kom á bæinn og lét af vana vaka þar yfir kú, varð eitthvað að honni, og fólk helzt þar ekki við á nóttunni í dimmunni fyrir ýmislegu, er það sá og heyrði. (Eiríkur á Brún- um). GRÍMUUR THOMSEN sagði um Stokkseyrardrauginn magnaða 1892, að hann mundi vera sending frá Spánverjum, sem laun fyr- ir illa verkaðan fiskl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.