Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 2
174 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Við rerum í þetta sinn eins og venja hafði verið undanfarna daga, það var um einnar stundar róður beint til hafs. Þar var lóðin lögð og legið yfir henni, sem svo var kallað. Þeir, sem áttu net sín í sjó fóru frá lóðum sínum og drógu þau á meðan lóðin var látin liggja, net- in voru lögð nokkuð nær landi en lóðirnar. Þar sem eg átti engin net í sjó, lá eg yfir lóð minni allt að tveim- ur klukkustundum. Allan þennan tíma var blæja logn og tjarnslétt- ur sjór og engin sjáanleg breyting á sjó eða lofti. Klukkan mun hafa verið um 10 árd., þegar eg byrjaði að draga línuna. Það var eins og undanfarna daga að fiskur var tregur svo lítil kjölfesta kom á bátinn. ÓSKÖPIN SKELLA Á Þegar við höfðum dregið 2 bjóð af 5, sem lögð voru, leit eg í kring- um mig eins og eg var alltaf van- ur að gera öðru hvoru, því alls staðar voru skip (við kölluðum fleyturnar okkar þá skip, þau voru flest tíróin með 11 manna skips- höfn) allt í kringum okkur bæði dýpra og grynnra. Þá sá eg þá sjón, sem eg mun aldrei gleyma meðan eg lifi. Meðan línan var dregin sneri skipið alltaf til lands, því logn var, en lóðin var lögð frá norðri til suðurs. Næstu skipin voru um 8— 10 hundruð metra frá okkur, sem sýnist ekki langt á sjó. Þegar eg leit til lands í þetta sinn, sá eg að skipið, sem næst mér var, sem fyrir nokkrum mínútum var í logni og blíðu, hefur nú lent í stórsjó og skafnings roki og hefur skorið eða slitið lóðina. Mér varð bylt við, en lét á engu bera, segi við pilt- ana mína að þeim sé betra að fara í hlífðarfötin sín, skinnstakkana, þess muni brátt þörf; var svo gjört. Var nú farið með lóðina framá, var léttara að draga þar, þegar andóf var erfitt, en venja var að draga í austurrúmi. Það var aðeins örstutt stund þar til veðrið var skollið á okkur. Voru það skjót umskipti. Við réðum ekki við neitt, eg brá hníf á lóðina og reyndi svo að komast á minn stað aftur í skipinu. Sá eg næsta skip skammt dýpra og hjá því var hvíta logn og sléttur sjór, en það stóð ekki lengi. Nú mun klukkan hafa verið hálf ellefu. Það var ekki annað hægt að gera en að reisa mastur og reyna að koma upp einhverju af seglum, en nú vant- aði kjölfestuna í skipið, svo ekki var hægt að hafa uppi önnur segl en þríhymu af stórsegli og svo klyfi. Með þessum seglum var siglt um stund, en vegna stórsjóa og veðurofsans rak skipið mest útá hlið, þar sem það var svo létt. Var nú afturmastrið sett upp og á því einnig höfð þríhyrna, en við þá seglaaukningu ætlaði allt að fara í kaf, varð því að fella aftur- mastrið aftur. Nokkru seinna heyrðist hár hvellur. Útleggjarinn, sem klyfinn var festur á, gekk úr skorðum, rifnaði stefni skipsins ofan frá og niður úr við saumfar og þar með var allri siglingu lok- ið að fullu hjá okkur. Þegar byrjað var að sigla, var ætlunin að ná landi austan til við Reykjanes í svokölluðum Víkum, þangað höfðum við stefnu á meðan við gátum siglt. Nú var sú land- taka ekki hugsanleg nema veður lægði fljótlega, en það var nú eitt- hvað annað. Ekki var annað hægt að gera en leggja út árar og halda skipinu uppí sjóa og vind, sem mun hafa verið 10—12 vindstig, með hörkufrosti svo að hver sjó- dropi, sem gaf á bátinn, varð sam- stundis að klaka, svo að skipið var líkast ísjaka, þar sem það kastaðist til á bárunum. Nú byrjaði þrotlaus róður með 10 árum, uppá líf og dauða. í þetta sinn vorum við aðeins 10 á, því einn hásetanna var handlama í landi. Ber nú ekkert til tíðinda um stund, hver maður leggur fram alla krafta sína við róður í von um að ná landi og þar með bjarga lífi sínu. Við sáum nokkur Grinda- víkurskip, sem börðust við sömu erfiðleika og við, sáum möstur reist og möstur felld, einnig sáum við skip, sem við töldum að ná myndi landi í Víkunum. Eitt sinn sáum við togara, sem fór nokkuð dýpra norður með stefnu á Hullið, en hann varð ekki okkar var, senni- lega vegna sjóroksins og klaka á brúargluggum skipsins. Alltaf þokaðist skip okkar í átt- ina að Reykjanesi, en þar töldum við einu lífsvonina, ef hægt væri að ná þar landi, sem þó allt var í óvissu eins og síðar kom í Ijós. Við komum að svonefndum Skemmum austan í Skarfasetri á Reykjanesi, en þar var ólendandi vegna brims og mannskapur allur mjög þreytt- ur eftir þrotlausan róður eins og fyrr er lýst. Klukkan var nú um hálf fimm. Eg hafði tekið eftir því að tveir kútterar héldu sig nokkuð lengra úti suðaustur af nesinu. Hafði eg það sérstaklega í huga að ná til þeirra, ef svo færi að landtaka reyndist óframkvæmanleg. Eg ákvað því að leggja ekki í þá hættu að lenda skipi mínu, þar sem mér sýndist vonlítið að við gætum bjargast, jafn illa fyrirkallaðir og við vorum. Það var því ákveðið að leggja frá landi til skips þess, sem áður er getið, eg gaf fyrirmæli um að leggja allar árar upp í þeirri von að þeir, sem þar voru fyrir gætu tekið á móti okkur slysalaust og sú von brást ekki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.