Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 185 Smásagan í klóm kínverskra sjóræningja EGAR eg kom til Hong Kong var mér skýrt frá því á skipaafgreiðsl- uimi, að eina skipsferðin til Singapore á næstunni, væri með gufuskipinu „Ningpo", en það væri ekki neitt fyrir- myndar skip. Mér lá mikið á, svo aS eg keypti farseðil með því, og ekki grunaði mig þá að eg væri að steypa mér út í hið óhugnanlegasta ævintýr, sem eg hefi ratað í. „Ningpo" lá við hrörlega vöru- hryggju. Þetta var gamalt skip, aðeins 4000 lestir að stærð, og hafði verið smíðað til þess að vera í förum milli Kínastrandar, Malaja og Austindía. Nú var það ekki samkeppnisfært lengur vegna þess að komin voru stærri og hraðskreiðari skip, og það var líka ósélegt, hvar sem á það var litið. Mér leizt ekki á það. Eg hafði séð í blöðunum þá um daginn, að þrír Kín- verjar hefði verið teknir fastir og ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í að fangamark Kristjáns 9. og skjald- armerki Reykjavíkur: flattur salt- fiskur með kórónu yfir. Uppi á lofti í húsi þessu er Forngripasafnið en niðri bókasafnið. Hvað er þá um lífið í Reykjavík að segja? Það er ekki sjaldgæft, þegar inn í timburkofana er kom- ið, að þar sé ríkmannlegt um að litast. Það er eins og margir kepp- ist við að stæla Kaupmannahöfn, að minnsta kosti innanhúss. En hvað sem borginni sjálfri líður, þá er útsýnið dásamlegt, einkum norð- ur til Snæfellsjökuls. Annars er ekki margt að sjá í umhverfinu. En er vér göngum um Austur- stræti skulum vér líta inn í Prent- smiðju ísafoldar. Þar eru vinnu- brögð sem taka fram því sem er í flestum blaðaprentsmiðjum í Eng- landi. ræná hollenzka gufuskipið „Van Heutsz“, skammt fyrir norðan Hong ICong. Ræningjarnir höfðu þar náð í hálfa milljón dollara gulls, og auk þess höfðu þeir tekið höndum sex auðuga Kínverja, og slepptu þeim ekki fyrr en hver þeirra hafði verið leystur út með 10.000 dollara gjaldi. Þetta skip hafði þó haft allmikinn við- búnað til þess að verjast sjóræningj- um. En ræningjarnir, sem voru 20 sam- an, höfðu komizt um borð sem far- þegar. Eg huggaði mig við það, að engir s.ióræningjar mundu ráðist á jafn gam- alt hró og „Ningpo“, því að þar mundi ekki um auðugan garð að gresja. Eg kom farangri minum fyrir í klefanum, sem mér var ætlaður, og síðan gekk eg á fund skipstjórans. Hann hét Digby MacPherson. Hann stóð í brúnni og hallaðist út um glugga, þegar eg kom þangað. Þetta var mjög þrekinn maður. Hann var í hvítum einkennisbúningi, sem stóð honum svo á beini, að allir saumar virtust vera að bresta. Hann virti fyr- ir sér borgina og sagði svo: „Þessi Kínaströnd er orðin býsna viðsjál“. Eg vissi hvað hami átti við: óeirðir, hungursneyð, smyglara, njósnara og ránsmenn. Þess vegna þótti mér það undarlegt, að á „Ningpo" voru engar vamir gegn sjóræningjum. Þar voru engir varðmenn til eftirlits, þar var ekki stálnet þvert um skipið til þess að afkróa þilfarsfarþega, svo að þeir kæmist ekki að brúnni og aftur í skip- ið. Sjóræningjar voru vanir því að dulbúa sig sem fátæka Kínverja og vera á þilfari, svo að þeir yrði síður grunaðir. Eg spurði skipstjóra hvern- ig stæði á þessari vanrækslu. „Eg hefi nú verið í strandsiglingum hér í 25 ár“, hreytti hann úr sér, „og aðeins tvisvar sinnum hefi eg orðið fyrir árás. í fyrra skiftið var eg á „Taiyuan" og við áttum skammt eftir til Hong Kong. Þá tók stýrimaður minn eftir því, að tveir „junks“ (kín- v«rsk skip) veittu okkur •ftirför. Við lógðumst þá við festar milli Macao og Ma La Chao eyarinnar. Skipin komu nær og allt í einu hófu þau skothrið á brúna. Þau voru þá komin svo nærri, að ekki var steinsnar á milli og við stýrimaður fleygðum nokkrum tundur- sprengjum á þau. Skipin sprungu bæði í loft upp. Síðan fórum við að rann- saka farþegana og fundum þá meðal þeirra tíu sjóræningja. Við settum þá í bönd og afhentum þá yfirvöldunum. Og sjálfsagt hafa þeir verið háls- höggnir, það er algengasta refsingin við öllum yfirsjónum í Kína. í seinna skiptið var eg á „Ningpo“ og við vorum þá staddir suður af Shatow. Meðan við lágum við Amoy höfðu nokkrir sjóræningjar laumast um borð, og rétt eftir miðnætti komu þeir skríðandi upp í brúna eins og hrckkálar, og fóru svo að skjóta og æpa. En við settum á þá vélbyssur og meira þurftu þeir ekki.“ Hann glotti. „Slíkar sögur berast fljótt meðfram ströndinni og eg býst við að sjóræningjar láti okkur í friði, vegna þess að við séum ekki lambið að leika við“. Skipstjóri sagði mér frá því að það væri svo sem ekki ný bóla að sjóræn- ingjar væri átferðinni. Árið 1938 stofn- aði Wong Kung Kit heilan flota sjó- ræningjaskipa. Hann hafði lengi verið meðeigandi í spilavítum og ópíums- knæpum í Macao. Um átta ára skeið helt hann uppi sjóránum í grend við Hong Kong og Canton, en hafði sjálf- ur aðsetur í Macao. Kínverskir komm- únistar náðu honum 1940 og fram- seldu hann Portúgalsmönnum. Hann flýði úr varðhaldi, en var skotinn á flóttanum. Síðan hefir kona hans, frú Wong, stjórnað sjóræningjaflotanum. Það er sagt að hún viti hvar Wong íaldi 50 milljónir dollara, sem hann hafði rænt. Hún er enn tíður gestur á náttklúbbunum í Macao, spilar fjár- hættuspil og dansar og ögrar lögregl- unni. Stundum hverfur hún þó tíma og tíma ,og þá er það segin saga að stærstu fyrirsagnir blaðanna í Hong Kong eru um sjórán. Duncan, fyrsti stýrimaður kom nú að, og við vorum kynntir. Hann fræddi mig um meira viðvíkjandi sjóránunum. „Stærstu ránin eru framkvæmd af þeim, sem hafa miklu liði á að skipa, eins og frú Wong. Öll ráðin eru lögð á fyxirfram, og sjóræningjar laumast ekki um borð í skipin fyrr en allt er undixbúið. Stundum múta þeir skip- r \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.