Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 175 Guðbjartur Ólafsson Þar sem nokkur spölur var til kútterans, sem eg hafði fyrir stafni, var öllum árum stungið í kjöl og lempað á árunum, sem kallað var. Menn töluðust nú við og tóku ræki- lega í nefið eftir langan og hvíld- arlausan róður; þess skal hér getið til gamans að 6 eða 7 tóbaksílát voru á lofti í einu. Gekk nú ferðin greiðlega og skírðist skipið fljótt. Sáum við segl þess í gegnum sjórokið og snjó- komuna, einnig sáum við að þar myndi vera orðið gestkvæmt, því tvö skip voru fest aftaní kútter- ann, sexmannafar og áttæringur. Á leið út að skútunni, en svo köll- uðum við kútterinn, samanber skútukallar, réðum við ráðum okk- ar hvernig við ættum að leggja að skipinu. Eins og gefur að skilja var ekki áhættulítið að koma að skipshlið í þvílíku veðri og sjógangi. En lífs- von okkar var undir því komin að engin mistök kæmu fyrir. Þetta fór svo með guðs hjálp og góðra manna að allir af skipi mínu komust um borð í skútuna heilir á lífi og lim- um. Eg minnist þess að þegar ég ásamt öðrum var að ganga frá fangalínu og farviði bátsins, var kallað til okkar að flýta okkur uppá skútuna, því enn nálgaðist bátur, sem hleypt hafði frá landi. Eg leit upp og sá að þar var kominn allnærri áttæringur, sem hafði stefnt beint á okkur. Við flýttum okkur eftir mætti að kom- ast uppí skútuna, en bátur minn var festur aftaní með sterkum kaðli. Nú hófst björgun fjórðu skipshafnarinnar og fór það á sama veg að allir náðust ómeiddir. Voru nú 38 sjóhraktir menn af 4 áraskipum, öllum frá Grindavík, komnir heilu og höldnu um borð í kútterann. Var nú kl. 6 að kvöldi. Við þóttumst nú hólpnir að kom- ast um borð í stærra skip en við vorum á. En eg sé strax að miklir erfiðleikar voru framundan. Skipið var þrauthlaðið af fiski svo að það var að mestu á kafi í sjó á hlé- borða og satt að segja leizt mér ekki allskostar vel á, enda aldrei fyrr komið um borð í skútu út á rúmsjó. KÚTTER „ESTHER“ Svo hét skipið, sem við nú vor- um komnir á. Var það frá Reykja- vík, eigandi þess hinn alkunni út- gerðar- og sæmdarmaður Pétur J. Thorsteinsson. Skipstjóri þess var Guðbjartur Ólafsson núverandi forseti Slysavarnafélags íslands (hafnsögumaður í Reykjavík), þá ungur að árum, nýlega 27 ára gamall, þróttmikill, enda hygg ég að næstu stundir hafi reynt mjög á þrek hans og sjómenskuhæfileika, því miklir erfiðleiðkar höfðu skap- ast við komu allra þeirra gesta, sem nú bættust við á skip hans. Gestirnir voru fleiri en áhöfn skips- ins, en fullþröngt mun hafa þótt í vistarverum þess af skipshöfninni einni saman. Esther var 84 brúttó rúmlestir. f hásetaklefa var 20 manna rúm og 7 manna í káetu eða alls fyrir 27 manna áhöfn, en nú voru saman- komnir í þessar vistarverur 65 manns, má því nærri geta hvernig umhorfs hefur verið. Þegar ég og piltar mínir komu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.