Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1T7 Næstu stundir voru fremur dauf- ar, en þegar kom fram á morgun- inn, fengum við hressingu, það var kaffi með hörðu brauði. Um hádeg- ið var okkur borinn ryiðdegismat- ur, var það saltkjöt og kartöflur. Um kvöldið fengum við svo aftur kaffi með prýðilegu brauði. Var sami háttur hafður á með mat þá daga, sem við dvöldum um borð í Esther. Okkur sem vorum í káetu fanst næstum yfirnáttúrlegt að hægt skyldi vera að hafa mat til á réttum tíma fyrir allan þennan fjölda og svo að bera hann til okk- ar afturí í þvílíku veðri. Öllum fór nú að líða betur þeg- ar á daginn leið og voru sumir famir að taka lagið og reyna með því að létta svolítið skapið. Þó var það allt með gát, komumenn voru ungir og fullorðnir frá 16 til 70 ára, flestir þó á bezta skeiði lífs- ins. Það, sem gerði að okkur leið nú betur, var fyrst og fremst það að okkur fanst eins og að einhver æðri máttur hefði ákveðið það að allt skyldi enda vel fyrir okkur, eftir því sem út fyrir leit á tíma- bili. Einnig vorum við farnir að venjast hinu þunga lofti, sem við áttum erfitt með að þola í fyrstu. Hin langa og erfiða nótt var lið- in hjá með þeim afleiðingum að allir bátar okkar voru horfnir, höfðu slitnað frá skipinu, þegar mest gekk á. Eitt af því, sem eg heyrði skip- stjóra fyrirskipa hina eftirminni- legu nótt var það, að losa lifrar- tunnur, sem voru á þilfari og setja í nokkra poka, sem bundnir voru á hliðar skipsins til þess að lægja sjóina. Þá gaf hann fyrirskipun um að fleygja fyrir borð nokkrum þorskhausa- og kinnapokum, sem skipsmenn höfðu safnað í og ætl- uðu að fara með heim. Allar þess- ar öryggisráðstafanir voru til þess að gera Esther léttari á sjónum, og fullvissuðu mig um að við vær- um nú ekki lengur í beinni lífs- hættu. Eg man ekki eftir því að nokk- ur af okkur komumönnum færi uppá þilfar frá því um kvöldið 24. marz, sem var föstudagur og þar til á sunnudagsmorgun sem síðar verður að vikið. Þessi dagur, laugardagur 25. marz, leið því tíðindalaust að mestu. Frá því snemma dags hafði kútter Esther haft vind á bakborða, var látin „hala“ austur alla næstu nótt í miklu hvassviðri, sennilega allt að 10 vindstigum. Sunnudaginn 26. marz að morgni fréttum við að farið væri að draga úr mesta veðurofsanum. Kl. 8 ákvað skipstjóri að tilraun yrði gerð að sigla til lands. Var nú bætt við seglum og skipinu snúið vestur, sögðu skipsmenn okkur að það væri alveg á takmörkum að hægt væri að sigla. Samt var siglt allan daginn til kl. 6 um kvöldið og var þá staður skipsins nálægt því sem Esther var stödd, þegar við komum um borð í skipið. Þar var snúið við og haldið austur og útaf Krýsuvíkurbergi. Á þeirri leið sáum við Ijósin heima hjá okkur þar sem við tveir félag- ar vorum lengi uppi á dekki meðan siglt var framhjá Grindavík. Skipstjóri taldi tilgangslaust að sigla upp á víkina vegna hvass- viðris, enda var myrkrið að skella á. Svo var ekki að vita hvernig á stóð með báta og mannafla. Töld- um víst að fáir hefðu náð lendingu heima, þegar veðrið skall á. Skip- stjóri ákvað því að halda skipinu grunnt útaf Krýsuvíkurbergi um nóttina og var svo gert og beðið þar næsta dags í von um batnandi veður með morgninum. Við félagarnir tveir fórum undir þiljur, þegar dimmt var orðið. Mánudaginn 27. marz um morg- uninn hrökk eg upp við mikinn hávaða og mannamái uppi á þilj- um. Allir voru á hlaupum, það var orðið albjart af degi, eg hafði sof- ið um stund. Eg fékk fljótt að vita hvað um var að vera. Skipið var statt grunnt undan Krýsuvíkurbergi í sléttum sjó, en enn var all hvasst. Allir, sem í hásetaklefa voru, urðu að fara upp á þiljur að fá sér ferskt loft meðan hreingern- ing fór fram, en á því var áreið- anlega full þörf. Mér virtust allir glaðir og brosleitir, eg hafði ekki séð marga af mínum hásetum frá því við komum um borð í Esther og mátti segja að þarna yrði fagn- aðarfundur hjá okkur, allt það liðna var gleymt í bili. Um hádegisbilið var kjöt og kartöflur til matar eins og aðra daga, en í þetta sinn var kaffi á eftir. Að máltíð lokinni var rætt við skipstjóra um það að sigla til Grindavíkur. Það mun hafa verið um kl. 1 s. d. að siglt var vestur með landi mjög grunnt. Danski fáninn (hann var þá siglingafáni), blakti við hún á afturmastrí, og átti að gefa til kynna að skipsmenn vildu hafa samband við land. Enn var þó svo hvasst að við vorum í vafa, hvort hægt væri að koma báti út. HEIMTIR ÚR HELJU Þar sem við vorum allir úr Járn- gerðarstaðahverfi var siglt vestur á víkina. Sáum við nú menn á hlaupum í landi, en fátt um fleyt- ur í naustum þar. Fór nú skipstjóri eins langt inná víkina og hægt var. Sást þá til skips á leið út til okkar, kom þar eitt stærsta skip sveitarinnar. Það hafði ekki náð sinni heimalendingu þegar veðrið skall á. Var það nú þarna eitt í nausti. Skipið var frá Þórkötlustöðum. Það nálgaðist okkur fljótlega, þar sem var undan vindi að sækia. Á þilfarinu á Esther voru allir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.