Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 10
182 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS það er alveg furðulegt hve mikið þeir lesa. Mesti ókosturinn á Reykjavík, að mínu ájiti, er sá, að þar er enginn banki. Sagt er að í landinu sé 90.000 sálir, þar af 2500 í Reykja- vík. Þeim veitti ekki af því að hafa banka. Reykjavík er þrifleg og skemmti- leg. Þar eru tvær aðalgötur sam- hliða, og nokkrar þvergötur. Þar er dálítið opið svæði með mynda- styttu af Thorvaldsen. Eg gekk einu sinni suður fyrir tjörnina, sem er að baki bæarins. Þar í mýrinni hitti eg fjölda kvenna og barna, sem ýmist voru að bera mó á þurrkvöll, eða flytja þurran mó í hripum á hestum heim til sín. — Þetta er alveg eins og í írlandi. Hér hafa menn hvorki kol né við til eldsneytis. — Hann segir frá því að þeir hafi heimsótt Hilmar Finsen landshöfð- ingja og verið tekið þar forkunn- ar vel. Síðan heimsóttu þeir Pétur biskup og voru ákaflega hrifnir af Þóru dóttur hans, sem hann segir að hafi verið þeirra „góði engill“ meðan þeir dvöldust hér. Hann segir og frá veizlu sem haldin var um borð og voru íslenzku gestirnir þessir: Hilmar Finsen og frú, Berg- ur Thorberg amtmaður og frú, Árni Thorsteinsson, Pétur Péturs- son biskup, frú og dóttir, Jón Pét- ursson yfirdómari, Jón Þorkelsson rektor, Jón Árnason umsjónar- maður, Sigríður Jónsdóttir og Guð- rún Knutsen, „tvær yndislegar ungar stúlkur í íslenzkum þjóð- búningi" og Jón Jónsson ritari, sem þá var lögreglustjóri. Dansað var um borð og þótti þeim ensku það undarlegt að dansa á þiljum um hánótt í fullu dagsljósi. E. J. OSWALD, ensk kona, ferð- aðist hér um land árin 1875, 1878 og 1879. Fylgdarmaður hennar fyrsta árið var Oddur V. Gíslason síðar prestur og sett- ist hún þá að í húsi Rósu móður hans í Brattagötu. Seinni árin var Þorgrimur Gudmundsen fylgdarmaður hennar. Þrjár götur eru í Reykjavík og liggja samhliða, en auk þess tvær þvergötur, sín í hvorum enda byggðarinnar. Þær eru vel gerðar og vel við haldið. Þar er einnig grasvöllur og á honum miðjum stendur líkneskja Thorvaldsens, eina skrautið í bænum. Annars er byggðin óregluleg, tvö og þrjú hús saman á víð og dreif. Opinberar byggingar eru: ljót gulmáluð kirkja, sem þeir kalla dómkirkju, snoturt hvítkalkað hús, þar seni landshöfðingi býr, og svo skólinn, enn stærra hús og gulmálað! Flest húsin eru úr timbri, tjörg- uð með hvítum gluggum. Mörg standa í görðum þar sem eru harð- ger blóm, eða þá rófur og kartöfl- ur. Garðarnir sýna algert kæru- leysi manna fyrir umhverfinu. Oft langaði mig til þess að taka til höndunum í görðunum og koma þeim í lag, því að íslend- ingar hafa ekki neina sinnu á að fegra í kring um sig. En inni eru húsin yfirleitt snotur, og sum þeirra reglulega skrautleg. Þar er oft mikið af blómum, sem höfð eru í gluggum, en sjaldan borin undir bert loft. Nokkrir torfbæir eru þama, og eru lélegustu sýnis- hornin af íslenzku byggingarlagi, bæunum. Rauðir danskir fánar blakta á mörgum húsum. Yfir- leitt er framtaksbragur á öllu, fólkinu fjölgar og verslun eykst. Búðirnar eru fullar af fólki á sumrin. Þær eru svipaðar búðun- um í Hálöndum, þar sem fást allir skapaðir hlutir, en em dýrir. Á malarkambinum em fiskstakkar, og fiskurinn er breiddur þegar sól skín. Fiskurinn er þurrkaður alveg eins og hey, og það gera konurnar, en nokkrir karlmenn róa með fisk- farma út í skipin á höfninni. Konurnar eru allar með litla svarta húfu, líka grísku húfunni, og á henni er samskonar stuttur skúfur, sem fellur niður á öxlina, og klæðir þær sérlega vel. Þær eru í laglegum peysum og pilsum, með skærlita klúta og svuntur. Og þegar kalt er hafa þær skozkt sjal yfir sér. Karlmennirnir hafa engan sérstakan búning, nema hvað þeir eru allir illa til fara, og þegar kalt er, fara þeir í hvern búning- inn utan yfir annan, þangað til þeir eru eins og bimir. Efnaðir menn eru klæddir eins og annars staðar tíðkast, en vegna þess að þeir þurfa að ferðast mikið á hest- um, eiga þeir sérstök reiðföt og há stígvél. Það var ekkert gistihús til þegar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.