Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 6
178 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Metin eru margskonar skipsmenn og gestir 65 að tölu og var það fríður hópur. Við hrakningsmenn fórum nú að kannast við sum andlitin, sem horfðu til okkar með ugg og eft- irvæntingu, þar voru frændur og vinir, sem ekkert vissu um hvað gerzt hafði allan þennan langa tíma. Það dásamlega hafði skeð, kútter Esther hafði innanborðs alla þá, sem saknað var, heila á lífi og lim- um. Hýrnaði nú svipur þeirra, sem í bátnum voru. Þar sem enn var norðan hvassviðri komust ekki all- ir í bátinn í einu, varð því að fara tvær ferðir. Það mun hafa verið um kl. 4 e. h. 27. marz, sem allir voru komnir í land í Grindavík. Esther sigldi nú í skemmtilegu leiði vestur með landi fyrir Reykja- nes. Skipinu og áhöfn þess fylgdu áreiðanlega hjartanlegar þakkir og hamingjuóskir frá öllum Grind- víkingum. o—O—o Þegar eg á síðustu árum hefi séð hér við Reykjavíkurhöfn einn af hafnsögumönnum hennar, sem hefir verið það um langan tíma, það er Guðbjart Ólafsson, núver- andi forseta Slysavarnafélags ís- lands, þá hefur mér oft komið í hug 24. marz 1916 og sú sjóferða- saga, sem hér er sögð. Það mikla og erfiða björgunar- starf, sem hann og menn hans unnu, að koma 38 skipbrotsmönnum heil- um í höfn, er samtengt hans ævi- starfi í slysavarnamálunum. Eg hygg að þessi björgun sé með stærri björgunarafrekum hér við land þegar tekið er tillit til allra aðstæðna. Margir eru enn á lífi af þeim, sem voru með mér og öðrum hrakningsmönnum um borð í Esther og sennilega verður einhver þeirra til þess að skrifa þessa sjó- FÓK er oft að deila um hvað sé mest eða fágætast á hverju sviði en kemur auðvitað ekki saman. — Þess vegna var það, að Rupert Guiness, jarl af Iveagh í írlandi, fekk kunnan fróðleiksmann, Norris D. McWhirter til þess að safna saman nokkrum staðreyndum um þetta efni. Varð úr því bók, sem nefnist „Guiness Book of Superlat- ives“, og er hún nýlega komin út. Þar kennir margra grasa, og er þetta útdráttur úr henni. Árið 1929 giftist Marie Cyr í Fort Kent í Maine-ríki. Hún var þá 18 ára að aldri. Ári seinna eign- ferðasögu, sem ég tel að sé þess verð að hún sé skráð af vel ritfær- um manni. Þó langt sé umliðið síðan þessi atburður gerðist, vil eg endurtaka þakklæti mitt og skipshafnar minn- ar til Guðbjarts Ólafssonar og skipshafnarinnar á kútter Esther fyrir hina giftusamlegu björgun og allt það, sem fyrir okkur var gert þann tíma, sem við dvöldum meðal þeirra fyrir 40 árum. Þessa frásögn mína vil eg enda með sögu af atburði, sem gerðist í Grindavík 15 árum síðar. Hinn 24. marz 1931 strandaði franskur togari „Cap Fagnet“ rétt hjá Hrauni í Grindavík. Þar var þá nýlega stofnuð björgunarsveit, sem hafði fengið ný björgunartæki frá Slysavarnafélagi íslands. Með þessum tækjum tókst að bjarga allri áhöfn skipsins, 38 manns, á síðustu stundu. Þetta var í fyrsta sinn, sem fluglínutæki voru notuð við björgun hér á landi. Síðan hafa margar bjarganir farið fram á sama hátt, en þaö er önnur saga. aðist hún barn, og var svo sem ekkert merkilegt við það. En hitt er merkilegra, að hún eignaðist , barn á hverju ári fram til 1955, og voru bömin þá orðin 26. Vel getur verið að hún hafi eignazt enn eitt barnið í fyrra, eftir að bókin var samin, en það er talið met, að kona skuli eignast 26 börn á 26 árum. Kínversku tvíburamir sam- vöxnu, Eng og Chang, voru ekki þeir fyrstu. í Englandi fæddust samvaxnir tvíburar fyrir 700 ár- um. Stærsta nýfætt barn, sem vís- indunum er kunnugt um, fæddist 1879. Það vóg 23% pund, en móðir þess, frú Anna Matsa í Nova Scotia var líka óvenju stór, 7% fet á hæð. John Rey í Glasgow í Skotlandi er með efrivararskegg, sem er 16% þumlungur milli brodda. Gerir nokkur betur? Hvar eru menn langlífastir? Sennilega í Hollandi. Þar er með- alaldur karlmanna 71 ár og kvenna 73 ár. Allir vita að Rússland er víð- áttumesta ríki veraldar, nær þrisv- ar sinnum stærra en Bandaríkin. En hvert er þá minnsta ríkið? Monaco? Liechtenstein? Nei, minnsta ríkið er páfaríkið, Vati- kanborgin, 105 ekrur. Þyngsti maður heimsins var Miles Darden í Nyrðri Karólína. Hann vóg rúml. 1000 pund. Hann varð 59 ára að aldri, en þá bilaði hjartað. Stærsti maður í heimi var Robert Wadlow. Hann átti heima í Michi- ganríki og andaðist 1940, aðeins 22 ára að aldri. Hann var 8 fet og 9% þumlungur á hæð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.