Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 179 Elzti núlifandi maður er ekki Parr, sem segist vera 140 ára — því að vísindamenn hafa ekki vilj- að fallast á að sá aldur sé réttur — heldur Walter W. Williams fyrr- verandi herforingi í Texas. Hann átti 114 ára afmæli 14. nóvember 1956. Hvert er mesta ferðamannaland í heimi? Það er Ítalía. Þangað koma rúmlega 9 milljónir ferðamanna að meðaltali á ári. Jean I. konungur í Frakklandi á 14. öld á met í því hvað hann ríkti skamma hríð — 120 klukkustundir. Til samanburðar má geta þess, að Viktoría Englandsdrottning ríkti í 63% ár. Af forsetum Bandaríkjanna var Abraham Lincoln hæstur, 6 fet og 4% þuml., William Howard Taft þyngstur, vóg 354 pund, James Madison léttastur, vóg aðeins 100 pund. Wayne Morse, öldungardeildar- þingmaður frá Oregon, hefir hald- ið þá lengstu þingræðu, er sögur fara af. Hann talaði í 22 klukku- stundir. í fsrael eru flestir læknar að tiltölu, einn læknir fyrir hverja 380 íbúa. En í Súdan er ekki nema einn læknir fyrir hverja 86.000 íbúa. írar eru mestar kartöfluætur. Að meðaltali etur hver maður þar í landi rúmlega eitt pund af kart- öflum á dag. Uruguaymenn eru aft- ur á móti mestar kjötætur, eta að meðaltali % pund á dag. Stærsta gjáldþrot sem sögur fara af var það, er Samuel Insull í Chicago fór á hausinn 1932. Talið er að viðskiptamenn hans hafi þá crðið fyrir 2000 milljóna dollara tjóni. Bandaríkjamenn eiga ekki metið í því að sækja kvikmyndasýning- ar, þótt margir haldi að svo sé. Englendingar eiga þar metið. Þar fer hvert mannsbarn að meðaltali k ennar mömmu Ét; leita þín um langan veg, sem liggur falinn hér þvi blessunin hún mamma mín svo mikiff unni þér. Hún fægffi glasið gerffi aff kveik og geymdi ljósiff þitt. í birtu þeirri glöff og góff hún gekk um húsið sitt. Ég lifi upp aftur liðna tíff er lít ég þig á ný, sem Ijósið vermi lítinn dreng viff lampabrosin hlý. Vió' bleika glóff frá brunnum kveik hið blíffa rökkur sér, sem gerffi öllum gott og hlýtt, við geislabros frá þér. Sú tíð er löngu liffin fjær meff leik og æfintýr. Og sofnuð burt hún mamma min, í minning sem þar býr. Því gef ég sæll mitt sonarljóð, og syng tll hennar nú, er lét sér annt um lampann sinn í lífi, starfi og trú. KJARTAN ÓLAFSSON í bíó á 14 daga fresti, en í Banda- ríkjunum á 22 daga fresti. Mannskæðasti jarðskjálfti, sem sögur fara af, er jarðskjálftinn í Japan 1923. Þá fórust þar rúmlega 142 þús. manna, en eignatjón var talið 5000 milljónir dollara. Mesta regn, sem sögur fara af, mældist í Jefferson í Iowa hinn 10. júlí 1955, var 6.69 þuml. á einni mínútu. Þrumuveður eru tíðust á Jawa — 322 daga á ári. Síðan 1852 hefir Everest verið talið hæsta fjall á jörð. Mauna Kea é Hawaii er þó 'hærra, en mestur hluti þess er á kafi í sjó. Það er alls 30.750 fet á hæð. Níl er lengsta á í heimi, 4145 enskar mílur. Næst kemur Amazon 4900 mílur og Missouri-Mississippi 3892 mílur. Hæsti foss í heimi er Englafoss- inn í Venezuela, 3312 fet. Næst- hæsti foss er Yosemite í Bandaríkj- unum, 2425 fet. Bjartasta stjarna á himni et Siríus, eða Hundastjarnan (eða Lokabrenna). Hún er 26 sinnum bjartari en sólin. Stærsta stjarna, sem mæld hefir verið, er Epsilon Aurigae. Hún er svo stór, að ef sólin væri komin inn í miðju hennar, mundi hún ná yfir allt sólhverfið út að Satúrnusi. Stærstu lifandi skepnur eru blá- hvelið, 131 lest, og afríkanski fíll- inn, 7 lestir. Mesta sjóorusta í heimi var háð hjá Filippseyum 1944. Áttust þar við 166 bandarísk skip og 65 jap- önsk. Bandaríkin misstu 6 skip, Japanar 26. Mestur hiti hefir mælzt í Lybíu, 136 stig í skugganum, en mestur kuldi í Síberíu, 108 stig F. Fljúgondi kringlur AÐ FRUMKVÆÐI nokkurra vísinda- rnnna hefir nú verið stofnuð sér- stök nefnd í Bandaríkjunum, til þess að íannsaka hvað hæft sé í sögunum um fljúgandi kringlumar. í þessari nefnd eiga sæti eðlisfræðingar, kjarn- orkufræðingar, kennarar og aðnr menntamenn. Formaður nefndarinnar hefir sagt að nefndarmenn hafi ekki skapað sér neina fyrirfram sannfæringu um hvort fljúgandi kringlur séu til, eða ekki. En fram að þessu hafi aðallega gengið allskonar kynjasögur um þetta efni eða þá snubbóttar opinberar yfirlýsingar, sem ekkert sé á að græða. Almenningur vaði því enn í villu og svima um það, hvort þessar fljúgandi kringlur sé til. Úr þessu ætli nefndin sér að bæta og hún muni ekki liggja á þeim upplýsingum, er hún telur áreiðanlegar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.