Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1957, Blaðsíða 14
186 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS verjum til þess aS geía sér upplýsing- ar um skipið og farm þess, yfirmena og hvemig vöktum sé skipt. Sumir njósnarar fara þrjár og fjórar ferðir með sama skipi til þess að undirbúa allt Það þarf mikinn undirbúning til þess að taka eitt af þessum stóru farþegaskipum, en sjóræningjar hafa nu náð þeim hverju á eftir öðru að undanförnu". Einni klukkustund síðar sleppti „Ningpo" landfestum og helt til hafs. Eftir kvöldverð gekk eg fram á og horfði niður á lágþiljur. Þar glórði í eld í ótal sígarettum, og þegar augu mín fóru að venjast myrkrinu, sá eg að þar var allt þakið fólki. Karl- menn, konur og börn voru þar alls staðar með dót sitt og sumir höfðu lagzt til hvíldar ofan á farangur sinn. Illan þef af tóbaki, ópíumreyk, óhrein- um fatnaði, hænsum og svínum lagði þaðan. Allt var þarna í einni bendu. Og meðan eg horfði á þetta var eg að velta því fyrir mér hvort nokkrir sjó- ræningjar mundu nú vera þarna á meðal. Síðan gekk eg niður í klefa minn, háttaði og lagðist til svefns. Eg veit ekki hve lengi eg hefi sofið, en eg vaknaði við mikla skotty-íð og eg fann að vélar skipsins höfðu verið stöðvað- ar. Eg stökk á fætur og leit út um glugga. Eg heyrði raddir margra manna, hratt fótatak á þiljiun uppi, og skothríðin helt áfram og inn á milli hvellanna heyrðust há hljóð. Eg smeygði mér í baðkápu og laum- aðist fram á ganginn. Þar var engan að sjá, en ljós höfðu verið kveikt í mörgum klefum, og eg heyrði að menn kölluðu hver ósköpin gengi á. Frá lágþiljum heyrðist stöðugur gauragangur, eins og þar væri verið a' draga stórar kistur fram og aftur, og sífellt kváðu við neyðaróp kín- versku farþeganna og bárust um allt skipið. Eg hljóp upp á bátaþiljur, rétt neð- an við brúna. Þaðan sá eg yfir lág- þiljur. Þær voru nú lýstar af kast- ljósum og þar var ein hringiða af ráðviltum Kínverjum. Sumir voru á leið upp stigana, börðust um og æptu. Þá kvað við skothríð ofan af háþilj- um, og það var eins og hópnum væri flevgt niður á lágþiljur og lágu menn þar í einni bendu. Yfirmenn skipsins höfðu skotið nokkrum aðvörunarskot- um. Eg sá menn klifa upp af lágþiljum Fjórfr vopnaðir sjóræningj- ar stóðu yfir farþegum meðíram skipshliðum og nota hverja tátyHu og handfestu, eins og æfðir bjarggöngumenn. Þeir stefndu allir upp í brú. Einstaka maður fell aftur yfir sig niður á lágdekkið og veinaði þá ámátlega. Nú þutu kúlurnar fram hjá mér alla vega. Eg fleygði mér niður og bölvaði kjánaskap mínum, að haifa ekki hald- ið kyrru fyrir niðri. Nú var ekki hægt að komast niður aftur. í stiganum og á göngunum varð ekki þverfótað fyrir farþegum, sem voru trylltir af hræðslu. Kúlumar dundu allt í kring um mig og timburflísum rigndi yfir mig. Rétt í því hvein í rákettu og þegar hún sprakk varð gljóbjart um allt skipið. Þá sá eg að nokkrir sjóræn- ingjar, alvopnaðir, voru á miðþiljum og voru að reka kínversku farþegana niður á lágþiljur. Mér fell allur ketill í eld. Það var svo sem auðséð, að ræningjarnir höfðu náð skipinu á vald sitt. Vélbyssan á háþiljum gelti í sifellu, og ræningjar svöruðu með hvellum riffilskotum og marghleypuskotum. Hafði þeim tekizt að fella skipstjóra? Og hvað var orðið af fyrsta stýri- manni? Eg spratt á fætur og ætlaði að hiaupa eftir ganginum, en þá fann eg að köldu byssuhlaupi var stungið á bert brjóstið á mér. „Farðu niður í matsalinn!" var sagt hörkulega á kinversku. Eg sneri við og gekk á undan honum, og jafn hræddur hefi eg aldrei verið á ævi minni. Flestir farþeganna af fyrsta farrými voru þegar fyrir í mat- salnum. Gráhærður trúboði og kona hans krupu þar á gólfinu og báðust fyrir; hjá þeim var stór veiðimaður, sem var á leið til Sumatra, plantekru- eigandi, sem var á heimleið til Malaja, kven-fréttaritari frá London, ungur læknir, sem átti að taka við sjúkra- húsinu í Macassar, tvær rússneskar stúlkur og þrifleg hollenzk kona ásamt dóttur sinni. Við sátum þarna náföl öll og skjálf- andi af hræðslu, því að fjórir sjó- ræningjar stóðu umhverfis okkur og miðuðu á okkur byssum sínum. Þeir voru skuggalegir og grimmdarlegir ásýndum. Hvað skyldi vera orðið um skipstjórann? Rétt á eftir var Duncan, fyrsta stýri- manni, hrundið inn í salinn. Það blæddi úr enni hans og munni, og hann gat varla staðið á fótunum, og hafði sýni- I {

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.