Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Qupperneq 4
192 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hafði „sáningin" verið að berast með vindi austur yfir landið. Og dr. Langmuir fullyrti að hér væri fengin sönnun fyrir því, að slík „sáning“ nægði til þess að fram- leiða regn, því að þetta hefði kom- ið algjörlega í bág við veðurspárn- ar á þessum slóðum. Reynslan, sem af þessu er fengin, hefir orðið til þess, að 14 ríki hafa *ett hjá sér löggjöf, er á einn eða annan hátt varða þessa nýu tækni. Og merkilegt er það, að fjögur ríki hafa sett hjá sér löggjöf um loft- helgi, og að þau eigi allt það vatn, sem er í skýum yfir þeim. Þessi ríki eru Colorado, Lousiana, Dakota og Wyoming. Þau halda því fram, að þau eigi jafnt vatnið í loftinu yfir sér, sem vatnið á jörðinni. Lögin gera svo ráð fyrir hvernig þetta vatn í loftinu skuli notað og reistar skorður við að því verði „stolið“. Og til þess nú að varna „stuldi“ er svo ákveðið að ríkin veiti „úrkomumönnum“ einkaleyfi hvert hjá sér. Tilgangurinn er að vama því, að „úrkomumenn“ úr öðrum ríkjum komi og „sái“ í ský- in þegar þeir sjá að þau geta borist með vindi inn yfir sitt ríki og losað sig þar við vatnið. Menn spá því, að löggjöf þessi sé undanfari allherjar löggjafar um stjórn á veðurfari, og slík löggjöf muni koma á næstu áratugum. Einn af helztu stærðfræðingum heimsins, dr. John von Neumann, spáir og því, að vel geti svo farið að stríð hefjist út af veðurstjórn. „Allar ógnir kjarnorkustyrjaldar eru ekki neitt á móti því ef mönn- um tekst að ná tangarhaldi á veðr- áttunni", segir hann. „Þá verður að koma á nýu skipulagi í heim- inum. Allt bendir til þess, að innan fárra áratuga hafi mönnum tekist *ð gjörbreyta veðurfari. Breyting- ar, sem kynni að verða gerðar á veðurfari á norðurhveli jarðar, hljóta að gjörbreyta veðráttu í tempraða beltinu. Og breytingar á veðurfari í tempraða beltinu geta aftur haft áhrif um hálfan hnött- inn“. Hann bendir á, að norðurhvels ísinn hafi gagnger áhrif á veðráttu jarðarinnar. „Með tölum er hægt að sýna að gera má þessi áhrif að engu með því að bræða norður- hvels ísinn. Nú sem stendur er ís- inn seigur fyrir, vegna þess að hann endurkastar langmestum hluta af hitageislum sólar. En það væri hægt að bræða hann, ef vér dreiíðum yfir hann sóti. Sótið mundi gleypa í sig hitageislana, það mundi hindra allt endurkast, og við það mundi ísinn bráðna. Þegar hann væri farinn, mundi verða hitabeltis loftslag í tempruðu beltunum, en sjórinn mundi hdfa hækkað mjög. Strandbyggðir og hafnarborgir mundu vera komnar í kaf. Þetta er nú ein háskalegasta afleiðingin af því, ef menn ná tök- um á veðráttunni". Howard T. Orville og sérfræð- ingar hans í nefndinni, eru nú að rannsaka hvort ekki muni unnt að afstýra hagleljum og þrumuveðr- um, með því að „sá“ í skýin. Hann bendir á að eldingar komi aðallega af árekstrum regndropa í lofti. Ráðið til þess að afstýra þrumu- veðri væri þá að „sá“ í skýin áður en regndroparnir stækka, eða með- an þeir eru enn líkari gufu, því að þá muni þeir falla sem úðaregn til jarðar. Haglel valda oft stórkostlegu tjóni. Þau stafa af því að margir regndropar frjósa saman. Til þess að afstýra hagleli, ætti þá að „sá“ í skýin áður en droparnir frjósa saman og geta myndað haglkorn. Þrjár aðferðir eru til þess að „sá“ til regns. Fyrsta aðferðin er sú, að fljúga upp í ský og dreifa þar ör- smáu dufti af „joðsilfri“ sem dreg- ur að sér raka og myndar dropa. Einnig er hægt að senda það frá jörðu sem ósýnilegar strokur, og tekst það bezt í fjallahéruðum þar sem altaf er uppstreymi, sem get- ur borið duftið upp í skýin. Eini gallinn á þessu er sá, að duftið get- ur borist með vindi afleiðis og aldrei komist upp í skýin, og svo eyðist það af áhrifum sólar. Hinar tvær aðferðirnar eru að „sá“ þurrum ísmulningi eða tæru vatni í skýin. Þetta verður ekki gert nema með flugvélum, er kom- ast upp yfir skýin. ísduftið dugir aðeins á köld ský, og breytir raka þeirra í snjó. En vatnsúðun er góð á hlý ský, því að um leið og dögg- in fer í gegn um skýin, safnar hún að sér vætu úr þeim, þangað til skýin verða svo þung að rigna tekur.----------- Það eru nú tíu ár síðan mönn- um hugkvæmdist að hægt væri að ráða fyrir veðri. Var það með þeim hætti, að dr. Vincent Schaefer, sem þá starfaði hjá General Electric, blés ákaft inn í kæliskáp, og varð andgufa hans þar að litlu skýi. Hann setti þá ísmola inn í skápinn og ætlaðist til að kuldinn ykist við það. En um leið og hann fór með ísmolann í gegn um andgufuna, breyttist hún í hrím og fell niður sem snjór. Og þessi snjór var for- boði nýrrar aldar, segja vísinda- mennirnir nú. Maður var á gangi á götu með synl sínum og sáu þeir þá glófa, sem lá þar. — Ráðvendni er höfuðdyggð, sagði maðurinn við son sinn, tók upp glófann og lagði hann á girðingu. Svo héldu þeir áfram, en nokki'u seinna rekast þeir á annan glófa. — Svei mér þá ef þetta er ekki glófinn á móti hinum, sagði maðurinn, og er alveg hæfilegur fyrir mig. Hlauptu, Jói, og sæktu hinn glófann. k

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.