Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 197 fara til Egyptalands og Rómar. — Þegar Súuzskurðurinn var opnað- ur, iögðust þessir flutningar niður. En hvítar og blásnar beinagrind- ur marka enn þessar gömlu úlf- aldaleiðir. Er mér kunnugt um það, því að eg hefi ferðast eftir mörg- um þeirra. FYRIRSÁT Þegar ferðast er um sandauðn- irnar inni í landi og fagra dali, þá finnst manni sem tíminn hafi stað- ið hér kyr og hér gæti engra áhrifa af menningu nútímans. Og þó--- Eitt kvöld var ég á ferð í bíl eftir sandauðninni milli Mahfidh og Mudia. Eg var einn míns liðs, því ég hafði orðið viðskila varð- mönnunum, sem áttu að fylgja mér. Skyndilega spretta þar upp tveir hálfnaktir menn, veifa byss- um sínum og skipa mér að stað- næmast. Þetta voru tveir af hinum her- skáu Aulaqi-mönnum. Þeir eru tungldýrkendur, og áður fyr höfðu þeir maðkað krókinn á því að sitja íyrir úlfaldalestum og ræna þær, eða taka toll af þeim. Það gljáði á Byggingarlisí Araba er affdá unarverð. Hér < soldánshöllin Saiun. Hún byggff úr leiri i dregst aff sér ai ofan til öryggi? Rúmlega 100 þrej eru upp á efstu hæð. •y' Skýskafar í Shibam (allir byggöir úr leiri) líkama þeirra af fitu, sem þeir höfðu borið á sig, bæði til skrauts og til hlífðar gegn hitanum. En klæðin voru ræflar, sem hengu utan á þeim. Báðir höfðu þeir við belti sér bjúga hnífa í stórum slíðrum. Annar þeirra tók á bílhurðinni, en eg sló á knúa hans með spansk- reyr. Hann hrökk við og hörfaði forviða undan. Og svo spurði hann gremjulega hvers vegna eg hefði gert þetta. „Eg á ekki bílinn", sagði eg. „En ef þið þurfið á mat eða vatni að halda þá er ykkur það velkomið“. „Hver eruð þér?“ spurði hann þá. „Eg er konsúll Bandaríkjanna í Aden“. „Æ, Shaib, við erum fátækir og hungraðir eyðimerkurbúar, og við erum orðnir þreyttir í fótunum. Við erum á leið til Mudia, því að sagt er að mönnum innan úr landi sé þar veitt vinna. Það mundi flýta fyrir okkur að komast í bíl“. Eg leyfði þeim að koma upp í bílinn, og svo hugsaði eg ekki meira um þetta fyr en eftir nokkrar vik- ur. Þá kom eg að skoða olíuhreins- unarstöðina í Litlu A'den. Ungur verkamaður gekk þar fram og heilsaði mér. „Þekkið þér mig ekki, Shaib’", sagði hann. „Þér voruð einu sinni svo góður að taka mig upp í bíl- inn yðar“. Eg glápti á hann. Hann stóð þarna brosandi, sællegur af góðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.