Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK mORGUNBLAÐSINS 195 Slysfarir fyrir 70 árum VETURINN 1886—87 var mjög um- hleypingasarnur. Gengu þá stcrviðri líkt og nú, en fannkoma var miklu meiri sunnan og vestanlands. Veðrin skullu oft mjög snögglega á, enda urðu þá mörg og sorgleg slys. Á fimm mán- uðum fórust þá 20 bátar, en 90 menn fóru í sjóinn. Það var þungur skattur á svo skömmum tíma á 90.000 manna þjóð. Skýrsla um þetta manntjón er þannig: 30. okt. fórust 7 menn af Akranesi 18. nóv. — 3 — á ísafirði 30. nóv. — 13 — frá Reykjavík 27. des. — 5 — frá Kalm.tjörn 3. jan. — 24 — frá Skagaströnd 12. jan. — 4 — úr Vestm.eyum 26. jan. — 8 — úr Bolungavík 24 febr. — 6 — frá Eyrarbakka í febr. — 2 — frá Eskifirði í febr. fórst 1 maður frá Mjóafirði 20. marz fórust 3 menn frá Meiðast. 23. marz fórst lmaður frá Reykjavík 29. marz fórust 3 menn frá Reykjavík 29. marz — 3 — frá Vatnsleysu 29. marz — 7 — frá Keflavík Auk þessa urðu 2 menn úti, 3 hröp- uðu fyrir björg, 5 menn urðu bráð- kvaddir af hákarlsáti á Ströndum og 3 fórust í snjóflóði. Hafa því á þess- um tima farizt váveiflega 103 menn. Um snjóflóðið segir svo í ísafold (23. febr.): Fyrir jólin í vetur, 20. des., fórust 3 menn í snjóflóði frá Villingadal á Ingjaldssandi í Dýrafirði: bóndinn þar, Jón Jónsson 25 ára frá ungri konu til þess, að fleiri vangæf börn fæðist en áður. Vér vitum ekki hve miklu geisla- magni kann að verða steypt yfir þéttbýli í því kapphlaupi, sem nú fer fram um kjarnorkunotkun. Vér þekkjum heldur ekki hinar eðlilegu stökkbreytingar, né áhrif ósýnisgeisla á erfðastofna manna. Vér getum því ekkert sagt um hve mikið geislamagn maðurinn þolir án þess hætta sé á að illar afleið- ingar þess bitni á mannkyni öllu. SÓLSETUR VIÐ REYKJAVÍK Hljótt og hægan nálgast húmsins vængja-blak, við hyr á vestur himni , hikar andartak. Þá stund fer helgi himins um hrjúfan jarðarbaðm, kvöldið úr purpuraklæðum krýpur í rökkur-faðm. Svo líður um mar og moldu mildur angan-þeyr, kveðju-andvarp frá öllu, sem elskar, lifir og deyr. í gullnum aftangeislum Guð er mannheimi næst, vitrun á vökumótum. von, sem hefir ræst. Líkt væri dýrðlegum draumi, dagsins þá tæmd er skál, að hverfa á hvííum vængjum í kvöldsins gullna bál. Þóra frá Kirkjubæ. ________________________________ og 3 börnum kornungum og feðgar tveir af sama bæ, Jón Bjarnason og sonur hans, Jón Halldór. Tveir aðrir komust af, Halldór, bróðir bóndans, lítið skemmdur, og Jens vinnumaður, mikið meiddur. Þeir Jón bóndi og Jón Bjarnason voru bræðrasynir, og voru því allir náfrændur, sem fórust. Jón bóndi stóð einn hjá fé sínu, hátt uppi í afarbrattri hlíð, fyrir ofan mörg klettabelti, þar sem enginn mað- ur hefir haldið fé sínu á vetrardag fyrri. Kafaldsél gerði um daginn, en eftir élið kom fjárhundurinn heim og þótti það undarlegt. Fóru þá hinir fjórir á stað að leita Jóns, en þá tókst svona til, að snjóflóðið tók þá alla, og kastaði þeim mörg hundruð faðma ofan fyrir björg og kletta, nema Hall- dór komst úr hlaupinu á hyllu eða gangi hærra. Jón Bjarnason steindauð- ur og rotaður, Jón sonur hans allur beinbrotinn, en þó með lífsmarki og dó fí.um stundum síðar, en Jens íannst með stór-örkumlun. Jón, bóndinn, fannst degi síðar á hlíðinni og hafði snjóflóð banað honum þar. Álagablettir Bóndhóll HÉR í TÚNINU á Hæringsstöðum er hóll, sem kallaður er Bóndhóll. Þegar ég kom hér fyrir 35 árum var mér sagt að í hól þessum væri heygður Hæringur sá, er byggði hér fyrstur og bærinn dregur nafn af. Bóndhóll er hér um bil 35 m að ummáli og 2 m á hæð, auðsjáanlega gerður af mannahöndum. Þau ummæli fylgja Bóndhól, að enginn má slá hann nema sá er ræður húsum hér á Hæringsstöðum í það og það skiptið og helzt fyrri hluta dags meðan sól er hæst á lofti. Eg geri ráð fyrir, að lítið eða ekki hafi verið út af þessu brugðið. Því til sannindamerkis var mér sögð sú saga, að eitt sinn hafi búið hér mað- ur, sem kominn var nokkuð á efri ár. Þá bar svo til, að hann lá veikur á túnaslættinum. Sonur hans uppkominn kom inn til hans, þar sem hann lá og spurði hann hvort hann ætti ekki að slá Bóndhól. — „Jú, þú skalt gera það“, sagði bóndi, „en þú skalt taka við búsfonáðum áður“. Og þar með afher.ti hann syni sínum jörð og bú. Þannig mun ætíð hafa verið tals- vorður átrúnaður á hólinn. Ábúendur Hæringsstaða t. d. jaínan trúað því, er óþurrkar hafa gengið á túnaslætt- inum að íbúi Bóndhóls mundi sjá fyrir þurrki, jafnskjótt og hóllinn hafi verið sleginn. Brynjólfur Jónsson fræðimaður frá Minna-Núpi, vildi eitt sinn fara að grafa í Bóndhól, en þáverandi ábúandi á Hæringsstöðum, Snorri Sveinbjörns- son, vildi ekki láta hreyfa við hóln- um, svo ekkert varð úr greftri. Álagablettir, eins og Bóndhóll mega því teljast einskonar heimilisvé, helgi- staðir, sem leggja blessun sína yfir búið. sé þeim færð hin rétta fórn, en heína sín grimmilega, ef út af er brugðið. Og vissulega mundi viss strengur íslenzkrar sveitamenningar bresta, ef álagrblettirnir misstu mátt sinn. Hæringsstöðum í janúar 1957 Þorgeir Bjarnason. &_^S®®®G^_J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.