Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 199 dalur“. Hér mátti áður heyra skot- hríð, því að fyrirsát og morð voru þar daglegt brauð. í nokkrum þorp- um í dalnum sáum við að grjót- garðar voru milli húsa og vatns- bóls, svo að konur sem sóttu vatn, gæti haft skjól af þeim. Langar raðir af feisknum trjástofnum sýndu hvernig menn höfðu í hefnd- aræði drepið rætur döðiupálmanna með því að hella á þær steinolíu. Nú er rúmt ár síðan að bílveg- ur var gerður um dalinn og síðan hafa íbúarnir fengið að vera í friði. Nýir döðlupálmar hafa verið gróð- ursettir. Lítil börn móktu þar und- ir trjám og geitur voru víða á beit. FARIÐ EFTIR MANN- VIRÐINGUM Héðan var haldið til Beihan Qash. Komum við þangað um kvöld og var tekið á móti okkur með mikilli skothríð. Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið, en þetta var þá fagnaðarkveðja Husa- in Sharifs og manna hans. Hann kom sjálfur á móti okkur í kápu og með túrban á höfði, skeggjaður einsog spámaður og með glettnis- svip í augum. Hann fylgdi okkur til heimkynna sinna og þar var okkur boðið kaffi með karde- mommum út í. Síðan var okkur fylgt til svefnherbergja í turni nokkrum. Hussein hafði gengið úr rúmi fyrir mér, af því að eg var konsúll og lét mig sofa á virðuleg- asta stað á efstu hæð. Á næstu hæð þar fyrir neðan, var skákað brezk- um herforingja, sem með okkur var. En á hæðinni þar fyrir neðan fengu konurnar inni. Hér var stranglega farið að mannvirðing- um. Þá um kvöldið vorum við boðin í hirðveizlu. Matnum var raðað á strádýnur og borinn fram í stórum körfum. Þar voru hæns og egg, kindakjöt og hrísgrjón, ávextir og grænmeti. Eftir máltíðina komu þjónar með rósavatn til þess að þvo hendur manna. Daginn eftir sá eg nokkra nauð- ungargesti sharifsins, stóra og myndarlega menn, sem voru þar á torginu og voru !• járnum. Eg hygg að þetta hafi verið gislar frá nágranna þjóðflokkum, því að það er enn venja í Arabíu að göfugir gislar seljist milli þjóðflokka til þess að tryggja frið. Fornir siðir eru þarna, t. d. skírsl- ur. Ef vafi leikur á því, að einhver segi satt, þá er glóandi jámi brugð- ið á tungu hans, og sjáist nokkuð á tungunni, þá er hann sekur. önn- ur skírsla er sú, að gleypa stóran og harðan brauðbita. Ef hann stendur í manni, eða manninum svelgist á, þá er hann sekur. Lífs- baráttan er hörð í þessu landi og menn verða því harðgeðja. Það sést á Mubarak Abdullah, foringja lögregluliðs Breta í Beihan. Þetta er gjörfulegur maður af Aulaqi- þjóðflokknum og hann er kunnur um allt verndarsvæðið. Fyrir nokkrum árum hvatti hann nokkra ferðamenn til þess að heimsækja ættflokk sinn og fullvissaði þá um að þar mundu þeir njóta beztu gestrisnu. Samt fór nú svo, að einn maðurinn var drepinn. Þá reiddist Mubarek og á næstu árum lét hann taka af lífi þá frændur sína, sem sekir voru. Hann er ánægður með stjórn Breta í landinu, nema hvað honum finnst þeir allt of miskunn- samir. Daginn eftir fylgdi hann okkur upp á fjallið Jabal Raidan. Hann sagði okkur, að einhvers staðar undir klettunum þar væri faldir fjársjóðir gamla konungsríkisins Himyar, sem var í blóma um það leyti er Kristur fæddist. Ríki þetta náði yfir gömlu ríkin Main, Sheba, Ausan og Qataban, og var seinasta stórveldið í Arabíu. Konungamir höfðu aðsetur sitt í Yemen, en rúst- ir af köstulum þeirra eru um allt Tizka í Hadramaut. hið núverandi verndarsvæði og hafa grafist í sand. Hafi þeir fólgið fjársjóðu sína í Jabal Raidan, þá eru þeir þar enn. í KVENNABÚRI í borg Husains eru stór hús og sum einsog kastalar. Mér líkaði dvölin þar vel, því að Husain er greindur maður og fjörugur. Hann átti sjálfur stuttbylgjustöð og fylgdist vel með því sem gerðist í Evrópu og Ameríku. En okkur var ekki til setunnar boðið, því að við áttum heimboð að Abdullah Bahri soldán í Balharith. Hann lá í tjaldbúðum ofar í dalnum. Þegar við komum þangað kom hópur manna á móti okkur og fagnaði okkur með mikilli skothríð. Okkur var boðið þar inn í svart tjald úr úlfaldahári og þar voru bornar fram allar þær kræsingar, sem til voru. Síðan var okkur fylgt í ann- að tjald. Þar settumst við á heima- gerðar dýnur, höfðum úlfaldasöðla að halla okkur upp að, drukkum þarna kaffi og spjölluðum um landsins gagn og nauðsynjar. Svo spurði Sheikinn hvort konurnar hefði ekki gaman að því að heim-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.