Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 6
194 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Vér höfum 50 ára reynslu af radíum, og læknavísindin þekkja fjölda mörg dæmi þess að það hefir gert út af við menn. Vér vitum nú af sorglegri reynslu að ekki þarf nema svo sem tíu-milljónasta hlutann af einni únsu til þess að ríða manni að fullu, ef það kemst inn í líkaman. Af engu öðru eitri nægir svo lítill skammtur til þess að drepa mann. Með þeirri reynslu, sem fengin er af radíum og öðrum geislavirkum efnum, er hægt að reikna út hve stóran skammt þurfi af þeim til þess að verða mönnum að tjóni. Þetta hefir alþjóða rannsóknar- nefnd gert (International Comm- isson on radiological protection). Hún hefir komizt að því hve mikið menn þola af geislavirkum efnum. Og hvenær sem geislavirk efni ber- ast í mat og drykk, eða eru í and- rúmsloftinu, er nauðsynlegt að mæla magn þeirra og bera saman við það hvað menn þola mest. Þess ber að geta að það geisla- virkt ryk, er barst í mat vorn og drykkjarvatn frá kjarnasprenging- unum á Bikini, var svo lítið, að það var neðan við lágmark það er menn þola. En ekki er víst að þetta verði svo í framtíðinni, allra síst ef til ófriðar kemur og farið er að beita kjarnorkuvopnum. Það er nú mikið vandamál hvað á að gera við úrgang frá kjarn- orkustöðvunum, því að mannkyn- inu stafar samskonar hætta af hon- um. Það er ekki nema örlítið brot af kjamorkunni, sem beizlað verð- ur 1 kjarnorkustöðvunum. Og hvað á að gera við þann óhemju úrgang af geislavirkum efnum, sem þar verður? Tökum England til dæm- is. Þar er gert ráð fyrir að nota um 20 lestir af kjarnorku eldsneyti á ári, til þess að spara um 60 millj- ónir lesta af kolum til rafmagns- framleiðslu. En með þessari kjarn- orkuíramleiðslu verða úrgangsefni, geislavirk caesium og strontium, er svara mun til 100 milljón gramma af radíum. Mjög lítið af þessu geislavirka efni verður hægt að nota til lækn- inga, iðnaðar o.s.frv. Langmestan hlutann af úrgangsefnunum verð- ur því að grafa niður á einhverjum öruggum stað, svo að mönnum stafi ekki háski af. En þótt þau sé sett í geyma og grafin niður, mun hættuleg útgeislun stafa frá þeim um fjölda mörg ár, vegna þess hve lengi þau eru að geisla sér út. Til þess að engin hætta stafi af þeim, verður að urða þau á af- skekktum og einangruðum stöðum, og þó helzt að breyta þeim fyrst í glerkennt efni, sem bindur ósýnis- geislana svo þeir geti ekki leikið lausum hala. Tillaga hefir komið fram um að láta úrgangsefnin í stór hylki og sökkva þeim í sjó úti á reginhafi. En ef vér minnumst þess, hvernig neðansjávarstrengir hrökkva í sundur, þá er hafsbotninn ekki jafn öruggur geymslustaður fyrir geislavirk efni og ætla mætti í fljótu bragði. Vér vitum enn ekki hvaða örugg ráð finnast til þess að koma frá sér þessum geislavirku úrgangsefnum. En það virðist augljóst, að jafnvel á friðartímum er hættan af ósýnis- geislum yfirvofandi. Hér hefir verið minnst á þá hættu, sem líkama mannsins staf- ar af geislavirkum efnum. En það er líka til önnur hætta, sem ekki er víst að verði áberandi hjá þeim sem fyrir verður, heldur komi nið- ur á börnum hans, barnabömum og öllum afkomendum. Þessi hætta felst í því að erfðastofnar (genes) skemmist. Hver skepna getur af sér af- kvæmi í sinni mynd. Það er vegna þess, að afkvæmið fær frá foreldr- unum hina svokölluðu erfðastofna. Hvert einasta mannsbarn hóf til- veru sína sem einfruma, en í henni eru þúsundir erfðastofna frá föður og móður. Síðan skifti fruman sér og skiptingin helzt áfram þar til komnar voru nær milljón millj- óna fruma, sem mynda mannslík- aman. En við skiptinguna fekk nýa fruman sinn hluta af erfðastofn- um. Fari nú svo, vegna einhverra slysa, að erfðastofnarnir í upphaf- legu frumunni hafi verið skemmd- ir eða breyttir frá því sem eðli- legt er, þá kemur þetta niður á öll- um frumunum, sem af henni eiga að myndast. Hjá þarninu geta þá komið fram ýmis óvenjuleg ein- kenni. Þetta er kallað stökkbreyt- ing (mutation). Hún kemur fram hjá afkvæmum allra líftegunda, einnig hjá manninum, því að hon- um fæðast vanskapningar og fá- vitar. Stundum er þessi breyting svo lítil, að hún háir ekki viðkom- andi — t. d. þegar börn fæðast með 6 fingur á hvorri hendi. Stundum er breytingin svo mikil, að af- kvæmið lifir ekki nema stutta hríð eftir fæðingu. í ríki náttúrunnar eru hægfara breytingar, og hafa átt sér stað allt frá því að mannkyn hófst. En fyrir skömmu komst Nobelsverðlaunamaðurinn prófess- or Muller að því, að ef aldinflugur urðu fyrir geislunum, þá gátu þær allskonar vanskapninga í miklu ríkara mæli en áður. Samskonar rannsóknir á músum og öðrum dýrum hafa leitt í ljós, svo ekki verður um villst, að ósýnisgeislar breyta erfðastofnunum. Ef fjöldi manna verður nú fyrir geislunum á þessari kjarnorkuöld, verða erfðastofnamir fyrir skemmdum, bæði hjá körlum og konum, og þessir skemmdu erfða- stofnar geta af sér aðra skemmda, og það kemur fram á börnunum. Af þessu leiðir, að vaxandi geisla- magn í umhverfi voru, getur leitt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.