Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 16
104 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fvrír fimmtíu árum Mynd þessi af nemendum í gagnfræðadeild Flensborgarskólans i Hafnarfirði, var tckin fyrir réttum 50 árum (í marz 1907), Ekki eru þó með á myndinni allir þeir, sem sátu í gagnfræðadeild það ár, og eins vantar á myndsia sjálfan skólastjórann, Jón Þórarinsson, því að hann var fjarverandi þegar myndin var tekin. En kennararnir, Ögmundur Sigurðsson og Magnús Helgason, eru með hópnum. Myndin mun nú vera í fárra höndum. Skýring: 1. röð sitjandi, talið frá viustri: Sigvaidi Guðmundsson, Ásbúð, Hafnarfirði. Ögmundur Sigurðsson, kennari. Steinunn Árnason frá Haukadal, Dalasýslu. Séra Magnús Helgason, kennari. Bjarni Sigurðsson frá Vigur. Gísli Benediktsson frá Bjarnanesi, Hornafirði. Björn Hermann Jónsson frá Torfastöðum, Húnavatnssýslu. — 2. röð'. Standandi talið frá vinstri: Jón Ágúst Jónsson úr Dýrafirði. Helgi Ágústsson frá Birtingaholti. Guðm. Hermansson úr Dýrafirði. Björgvin Magnússon frá Klausturhólum. Jón Gestur Vigfússon, Hafnarfirði. Skúli Gunniaugsson frá Kiðjabergi. Ragnar Einarsson frá Hringsdal, Arnarfirði. Sigmundur Jónsson, Þingcyri, Dýraflrði. Björg Guðmundsdóttir frá Auðnum, Vatnsleysuströnd. Sigriður Hetmannsdóttir frá Þingeyri. Magnea Einarsdóttir frá Sandgerði. Friðrik Hjartarson úr Dýrafirði. Ásgeir Ólafsson frá Lindarbæ. — 3. röð. Standandi, talið frá vinstri: Eyólfur Eyólfsson, Botnum, Meðallandi. Árni Árnason, Skarfanesi á Lcndi. Páll Böðvarsson, Hafnarfirði. Hjörtur Þorstteinsson, Herjólfsstöðum, V. Skaft. Jón Friðriksson, Mýrum, Dýrafirði. Sigurður Þórðarson frá Laugabóli. Bjarni Eiriksson frá Viðfirði. Egill Hallgrímsson frá Vogum. Jón Hafliðason, Hafnarfirði. FRÁFALL GISSURAR BISKUPS Svo hugðist að inum vitrustu mönn- um, að svo þótti drjúpa ísland eftir fráfall biskups sem Rómaborgarríki eftir fall Gregori páfa. En fráfall Gissurar biskups bendi til ættar um cll óhægindi á íslandi af óáran, bæði í skipabrotum og manntjóni og fjór- skaða, er því fylgdi, en eftir það ófrið- ur og lögleysur og á það ofan mann- dauði sá um allt landið, að engi hafði slíkur orðið, síðan er landið ,rar byggt. (Hungurvaka). BLÁÞRÆÐIR í ULL Ef kindur þjást af sjúkdómum, eða mæta snöggum mismun á fóðri og tíð- aifari, þá koma fram mitti eða liðir á hornunum, og eru það víða nefndir sultarliðir, áraliðir o. s. frv., en sam- jvarandi bláþráður kemur ætíð á ull- ina, og þar slitnar hárið, mæti það átaki, og slitnar því oft sundur þegar það er kembt. Þessi ull hefir því mjög lítið notagildi, og ef hún er seld sem goð ull, er hún svikin vara. Það er því mjög áríðandi, að fé mæti ekki harðrétti á haustin, því að þá er ullin, eða einkum þelið, lítið eða ekkert meira en hálfvaxið, og því aldrei jaín skaðlegt að bláþræðir komi á það. — (Kristján Jónasarson). JÖN HJALTALÍN LANDLÆKNIR hóf tilraunir um þangbrennslu hér á landi 1853, til þess að vinna úr þang- inu joð, glaubersalt og fleiri efni. Þessu helt hann uppi í tvö ár, en vegna erfiðrar aðstöðu borgaði þetta sig ekki. Hann varð þó brautryðjandi á þessu sviði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.