Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 14
m LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásagaa MeS erni á flugi Eítir Gerald Abrahams, siglingaíræðing TOMMI kom til mín og var í heldur góðu skapi. — Flutningur til Kongo! kallaði hann. Við eigum að fljúga til Leopold- ville á morgun, og förum í Dakota- flugvélinni. Mér þótti 1 aðra röndina vænt um þetta, en hefði þó kosið einhverja aðra flugvél. Að vísu var Dakota-flugvéli - ágæt, en hún var ekki jafn vel útbúi aS nýtízku tækjum eins og aðrar flug vélai- félagsins. Mcðan þeir Tommi og Pétur sáu um hleðslu varningsins í flugvélinni, dró eg upp flugleiðina, yfir Algier og þvert yfir Sahara til Nigeria, og þaðan yfir frönsku Miðafríku til Leopoldville. Fjórum dögum seinna lenti flugvél- in í Leopoldville og hafði ekkert borið til tíðinda á ferðinni. Monsieur Pounad, umboðsmaður flugfélagsins, tók á móti okkur á flugvellinum. — Er nokkur flutningur heimleiðis? spurði Tommi. Pounad brosti íbygginn. — Já, sagði hann, óvenjulegur og dýrmætur flutningur. Við fórum að athuga hvaða flutn- ingui- þetta væri. í>ar á meðal var þá stórt búr og í því öm, — sá stærsti og grimmilegasti öm sem eg hefi séð, — Þetta er sjaldgæf tegund, sagði Pounad, og þið verðið að gæta hans mjög vel. — Eg lofa því að koma ekki nærri honum, sagði eg. Seinna um daginn lögðum við á stað og ætluðum að fljúga beint til Douala. Einn Ijóður á Dakota-flugvélinni var sá, að þar var ekkert borð fyrir sigl- ingakortin. Mér kom þá til hugar að amarbúrið væri tilvalinn staður til þess, og eg flutti þangað kort mín og áhöld. Örninn gaf mér illt auga og ýfði fjaðriraar. Hann var ekki í góðu skapi. Landið, sem við flugum yfir var flatt og mýrlent, og þar voru engin kennileiti. Eg hafði rétt lokið við að reikna út hvar við værum staddir er Tommi kom til mín. — Hvernig gengur? spurði hann. — Eg held að allt gangi vel, sagði eg. Mér reiknast svo að við séum staddir hér yfir. Og svo benti eg með blýantinum á kortið. Tommi ætlaði að segja eitthvað, en bað varð ekkert úr því, því að í sama :ii tók flugvélin mikla dýfu og við íumst fram að skilrúminu milli sigl- klefans og farangursklefans. - Stýrisútbúnaðurinn hefir bilað! ..lilaði Tommi. Hvað er Pétur að hugsa? Flugvélin var með sjálfvirkum stýrisútbúnaði, en ef eitthvað bilar í honum, þá er voðinn vís. Þetta var í fyrsta skifti sem hann har'ði bilað. Við ruddumst fram í stýrisklefann og urðum þess þá fljótt áskynja hvers vegna Pétur hafðist ekkert að. Hann hafði henzt áfram þegar flugvélin tók dýfuna og lent með höfuðið á ein- hvcrju. Og nú sat hann þarna dasaður í stól sínum og logblæddi úr enni hans. Flugvélin var nú hætt að falla, en hafði í þess stað tekið strykið beint upp í loftið. Það var ekki gott að at- hafna sig þama. Smám saman dró úr ferðinni og svo komst flugvélin ekki hærra, en þá fór hún að snúast. Og það var engu líkara en að vængirnir mundu brotna af henni við þessar sveiflur. Eitir mikla erfiðismuni komst Tommi í ílugstjórasætið og eg sá að hann handlék stýrisáhöldin. Honum tókst að stöðva snúning flugvélarinnar, en þá vorum við ekki nema tæp 150 fet frá jörð. Hann stefndi henni nú í rétta átt og hækkaði flugið. Við höfðum hrapað 9000 fet og tveimur mínútum seinna hefði flugvélin verið brennandi flak í eyðimörkinni, ef Tomma hefði ekki tekist að rétta hana við. Mig hryllti við að hugsa til þess. — Það er bezt að athuga hvernig umhorfs er í skottinu, sagði Tommi. Eg kinkaði kolli og bjóst til að fara þangað. En þegar eg kom fram fyrir brá mér heldur en ekki í brún. Búrið hafði opnast við byltingar flugvélar- innar og öminn var laus. Hann sat þar á einhverjum farangri með útþanda vængi og heiptin brann úr augum hans. Eg sneri þegar aftur og sagði Tomma frá því hvernig komið væri. Hann varð þungur á brún. — Við verðum að handsama hann, sagði hann. Það er hættulegt að hann sé laus. — Hvemig eigum við að fara að því? sagði eg, og mér var það alveg ljóst að það var að bjóða nýrri hættu heim, ef komið var nærri erninum. Þá kom Pétri ráð í hug. — Eg hefi einhvers staðar lesið um að tigrisdýr losnaði í flugvél, sagði hann, en flugmaðurinn fann þá upp á því að hækka flugið þangað til villu- dýrið leið í ómegin af súrefnisleysi. Og þá gátu þeir dregið það inn í búrið aííur. Tommi dæsti fyrirlitlega. — Örninn flýgur fugla hæst, sagði hann, og eg býst við því að hann geti ílogið hærra en flugvélin sú arna, og verði ekki var við súrefnisskort. — Það er þó rétt að reyna þetta, sagði eg. Tommi yppti öxlum. — Jæja þá, sagði hann, það ev engu spillt þótt við reynum það. H; nn setti hreyflana á fulla ferð og ílugvélin tók að hækka flugið. Þegar hún var komin í 12.000 feta hæð, gægð- ist eg varlega fram fyxir. Þar sat örn- inn kotroskinn og var engan bilbug á honum að sjá. Þegar við vorum komn- * ) { \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.