Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 10
1N mataræði, nýklipptur og í nýrri samfestingu. Eg talaði við yfir- mann hans. Hann sagði að þessi Aulaqi hefði kynnt sig ágætlega, hann væri mjög áhugasamur og mundi brátt verða góður vélamað- ur. Þannig getur þá orðið breyting á þessum slóðum, ekki í einu vet- fangi, heldur smátt og smátt. Og neistinn kemur frá nýlendunni Aden, þaðan berst vestræn menn- ing tii hinna frumstæðu manna. BRETAR FRIÐUÐU LANDIÐ Ennþá eru andstæðurnar miklar. Þegar farið er frá nýlendunni út á vemdarsvæðið, er það eins og að koma í gamlan heim. Áður en eg kom þangað, logaði þar allt í skær- um og blóðsúthellingum, og eng- inn framandi maður þorði að hætta sér þangað, nema hann væri vel vopnaður og hefði herfylgd. Og nú eru þessar skærur einmitt að gjósa upp aftur. En þegar eg kom þang- að, hafði hinn merkilegi maður, Harold Ingram, komið á friði á eystra verndarsvæðinu og þaðan breiddust áhrifin út til hinna enn frumstæðari þjóðflokka á vestra svæðinu. Ingram ferðaðist byggð úr byggð og oft var’ Doreen kona hans með honum, og hún stóð hon- um ekki að baki. Hann skjállaði höfðingjana, rökræddi við þá, fór bónarveg að þeim og hafði stund- um í hótunum. Hann fekk á sitt mál soldáninn í Quaiti og merka höfðingja, eins og t. d. Abu Bakr AI Kaf í Hadramaut, og síðan varð honum meira og meira ágengt. Svo breiddist friðaraldan vestur á bóginn líka. Landstjórinn í Aden, Sir Tom Hickinbotham, sendi þang- að erindreka sína, og þeir fengu hvern þjóðflokkinn eftir annan til þess að heita því að hætta öllum skærum, leyfa úlfaldalestum að fara í friði og taka heilræði og ráð- leggingar af stjórninni í Aden. Síð- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS an hefir mikið verið gert til að bæta heilsufar íbúanna, mennta þá og kenna þeim jarðrækt. Að vísu urðu skærur við og við og einu sinni lá nærri að eg yrði fyrir Haushabi ræningjum, sem gerðu árás á vígi í Lahej. En yfir- leitt gat eg ferðast óhultur um landið þvert og endilangt, og það er meira en hægt var að segja um ferðalög þar áður. Eg átti oft leið um Lahej og varð gagnkunnugur soldáninum þar, Sir Ali Abdul Karim. Fáir af höfðingj- unum á vemdarsvæðinu eru slíkir skörungar sem hann, og enn færri hafa jafn fjölhæfar gáfur. Það var í höfuðborg hans, að mér var boðið Ijón. Sagan um það gef- ur nokkrar upplýsingar um landið. Þetta var stórt og fallegt ljón, með dökku faxi. Keisarinn í Eþíópíu hafði gefið það hálfbróður Alis, Fadhl Abdul Karim, meðan hann var soldán. Fadhl fór úr landi vegna þess að hann var veikur og lá undir ýmsum ákærum. Hann hafði á brott með sér kvennabúr sitt, pípuleikara og nokkuð af ríkis- sjóðnum. Hann skildi Ijónið eftir í Lahej, en ekkert fóður handa því. Ljónið var þurftarfrekt og eftir einn eða tvo mánuði hafði það etið stórt skarð í tekjur ríkisins. Arthur Watts, enski ráðgjafinn, sá að svo búið mátti ekki standa, svo að hann lagði að mér að þiggja ljónið. Eg hafnaði því boði. Að vísu var það freistandi að siga ljóninu á rottu- sæginn sem var í íbúðarhúsi okk- ar í Aden, en það gat endað með skelfingu! LAGT Á STAÐ INN í LAND Eg fór margar smáferðir inn í landið, en einu sinni fór eg „stóra hringinn“, sem Bretar kalla svo. Er það 2300 km. leið frá Aden til Yeshbum, þaðan norðvestur til Beihan Qasb, þvert yfir Wadi Hadramaut, suður til Mukalla og þaðan meðfram ströndinni til Aden. Á þessu ferðalagi voru þær með mér Helen kona mín og frú Dorothy Griffiths frá Aden. Við lögðum á stað á vetrarmorgni, vor- um í jeppa en höfðum flutninga- bíl með. Var fyrst haldið til fiski- mannaþorpsins Shuqra, sem er höfuðborg í ríki soldánsins í Fadhli, og þaðan var svo farið inn í land. Þegar við ókum upp eftir sneið- ingunum í Arqub-skarði, var engu líkara en að við værum komin á einhvern dauðan og útbrunninn hnött. Allt um kring voru blásin hraun með köldum klettum og sag- tenntum börmum á eldgígum. Sól- in steypti yfir þetta brennandi geislum, bílarnir okkar mjökuðust áfram yfir hraungrjótið eins og litlar bjöllur, sem villst hefði í ógurlegum gjall og öskuhrúgum. Þegar upp á brúnina kom, en hún er 3000 feta há, var snúið í áttina til Mudia. Langt til vinstri reis í iðandi tíbránni granítklettaveggur- inn Qaur ed Audilla, en undir hon- um er þorpið Lodar. Uppi á háslétt- unni þar fyrir ofan, sem er 7000 feta há, og verður ekki náð nema eítir mjóum einstigum, þar sem f jallageitur hafa trauðlega fótfestu, er frjósamt land, akrar, aldinviðir og beitilönd, því að þar er miklu svalara. En leið okkar lá austur á bóginn um brúna sléttu, vaxna úlfaldaþyrnum og öðrum eyði- merkurgróðri. Þegar við komum í nánd við land Aulaqi-manna, var okkur ráð- lagt að fá herfylgd, því að nýlega hefði ránsmenn ráðist þar á bíla. En við fórum nú samt yfir þetta land án þess að neitt bæri til tíð- inda og komum um kvöldið að Habban, verslunarstað 1 Wahidi soldánsríki í dalnum Yeshbum. Þetta er langur dalur og hann var til skamms tíma nefndur „Morð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.