Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 201 Matarskömmtun lengir lífið Elzti gorillaapinn er hraustur enn aði þarna niður, meðan ég skröngl- aðist eftir örmjóum og hlykkjótt- um krákustígum og bíllinn hopp- aði á grjóti framan í svimhárri og snarbrattri hlíðinni. Við komumst þó heilu og höldnu til Mulfalla um kvöldið. Þarna kynntist ég soldáninum í Quaiti, Sir Salih bin Ghalib. Hann er nú hniginn að aldri, en ern og tígulegur. Hann á mörg áhugamál og hefir skrifað um 20 bækur og hafa sumar verið prentaðar. Þær fjalla um ýmislegt þar á meðal lögmál Islams og æðri greinar stærðfræði. Fram á elliár var hann mikill íþróttamaður. Kvikmynda- sýningar eru bannaðar í Mukalla, en hann á sínar eigin menningar kvikmyndir, sem hann sýnir vin- um sínum. í Mukalla er skóli fyrir eyði- merkurdrengi, og þar er líka kvennaskóli og er slíkt einsdæmi í sunnanverðri Arabíu. Gheil Ba vezir hefir mikinn áhuga fyrir skólamálum og hefir komið upp bæði lægri og æðri skólum. — Skátar hafa aðgang að æðri skól- anum. Nú lá leið okkar til Aden eftir sjávarsöndum. Þar eru fiskiþorpin Haura og Irqa og voru þar net breidd til þerris á sandinn. Ara- biskir sjómenn á þessum slóðum veiða um 20.000 lestir af fiski á hverju ári, og er hann aðallega seldur til Aden og Ceylon. Hjá Abyan hafa Bretar komið upp bómullarrækt með áveitum. Árið 1953 var framleiðslan tæplega 10.000 baggar, en 1956 var hún 27.000 baggar og verðgildi hennar um 6.500.000 Sterlingspund. Nú hafa akrarnir verið stækkaðir fer- falt. Á leiðinni til Aden fórum við fram hjá mörgum úlfaldalestum sem voru á leið þangað með vörur. Flugvél sveimaði yfir borginni, hnitaði nokkra hringa og renndi sér ELZTI gorilla-api, sem er undir manna höndum, á heima í dýra- garðinum x Filadelfíu í Bandaríkj- unum. Hann er nú 30 ára og heitir Bamboo. Áður höfðu tveir gorilla-apar náð 22 ára aldri. Annar þeirra hét Bushman og var í dýragarðinum í Chicago, en hinn hét Gargantua og var sýningarapi hjá trúðum. Gargantua dó úr lungnabólgu og nýrnaveiki, en Bushman þjáðist af margskonar meinsemdum, svo sem svo til jarðar. Eg þóttist vita hvað hún væri að flytja, heilan farm af „qat“, en það er safamikil jurt, sem Arabar tyggja sí og æ og verða hreyfir af. Mikið af henni er flutt á úlföldum frá Yemen og vestra verndarsvæðinu. En vegna þess að hún er bezt meðan hún er alveg fersk, er nú farið að flytja hana með flugvélum svo að borgarbúar geti fengið sinn daglega skammt, og er sumt af henni sótt til Eþíópíu. Það er undarlegt að tækni nútím- ans skuli vera notuð til þess að fullnægja gömlum ávana Araba. En um leið og flugvélarnar hafa sezt, koma þangað tignir Arabar til þess að ná í sinn skerf. Eg hafði farið langa leið um land, sem er í svefnrofunum, og mun brátt vakna. Eg get tekið undir orð eins af hinum innfæddu mönnum: „Við Arabar búum í gömlu húsi og það hefir hrunið ofan á okkur, og nú liggjum við hjálparvana und- ir rústum þess. Þið hvítu mennirn- ir verðið að grafa okkur upp og hleypa okkur út, svo að við kom- umst út í birtuna og getum byggt okkur betri hús“. æðakölkun, lifrarveiki, liðagigt, vörvarýrnun í kálfunum, ólækn- andi sári á fæti .og meltingarkvill- um. Báðir þessir apar vógu um 550 pund, en Bamboo vegur ekki nema eitthvað milli 250 og 300 pund. Það hefir að vísu ekki verið hægt að vega hann nýlega. Seinast þegar átti að gera það, gerði hann sér lítið fyrir og mölbraut vog- ina. Bamboo hefir ætíð haft reglulegt mataræði og hefir verið haldið rækilega í við hann. Fær hann um 4000 hitaeiningar á dag, en mundi úða í sig 20.000 hitaeiningar, ef hann væri sjálfráður. Enginn efi er talinn á því, að það er matar- skömmtuninni að þakka, að hann hefir haldið lífi og heilsu svo lengi. Því að þótt hann sé þetta gamall (aldur hans samsvarar 60 ára aldri hjá manni), þá er hann enn kvik- ur og fjörugur og segist umsjónar- maður ekki sjá, að honum sé neitt farið að fara aftur. Hann leikur sér til dæmis að því að stökkva hæð sína. Bamboo fær mat tvisvar á dag. Aðalmaturinn er gerður úr möluð- um mais, hveiti, byggi og höfrum, baunum, soyabaunum, alfalfamjöli og saman við það er blandað geri, undanrennu, skelfiski, joðsalti og lýsi. Seinni málsverðurinn er á- vextir, aðallega appelsínur. Eins og sjá má, er mjög lítið af fituefnum í matnum. Reynslan sem fengin er með fóðrun þessa apa, styður mjög kenningar náttúrulækningamanna um að sérstök hófsemi í mat og drykk og val fæðutegunda stuðli mjög að líkamlegri heilbrigði, en ofát og óholl fæða sé undirrót flestra meinsemda. t \ (

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.