Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1957, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 203 NÝUNGAR DRÁTTARVÉLAR VIÐ PANAMASKURÐ Verið er að smíða tvær geisi öflugar dráttarvélar, sem ætlað er það hlutverk að draga stórskip í gegn um Panamaskurðinn. Er þetta fyrsta stórbreytingin, sem gerð er á skurðinum síðan hann var opnað- ur 1914. RATSJÁRMAGNARI Raffræðafélagið Westinghouse hefir nýskeð fundið upp og smíðað sérstakan ratsjármagnara, sem hef- ir þau áhrif, að nú geta skip séð hálfu lengra í ratsjám sínum en áður var. Með hinum nýa útbún- aði geta herskip t. d. séð til ferða flugvéla, sem eru í 600 km fjar- lægð. Tæki þetta hefir þegar verið ir í 14.000 feta hæð, settum við upp súrcfnisgrímur. Eg gægðist enn fram fyrir. Öminn var stálsleginn. Við fórum upp í 16.000 feta hæð og vorum tíu mínútur að komast seinustu þúsund fetin. Það brakaði í flugvél- inni eins og hún væri að liðast sundur. — Nú komumst við ekki hærra, kall- aði Tommi. Reyndu hvort þú getur ekki náð honum núna. Eg leit enn fram fyrir. Og svei mér þá, nú sýndist mér öminn hálf lúpuleg- ur. Hausinn á honum riðaði fram og aftur og grimmdin var horfin úr aug- unum, Eg greip prik og otaði að hon- um. Hann bar aðra iöppina fyrir, en það var enginn kraftur í því. Þá benti eg Pétri að koma með poka. Með prik- inu beindi eg athygli arnarins að mér, en Pétur laumaðist aftur fyrir hann og skellti pokanum yfir hausinn á honum. Örninn reyndi ekki að verjast, og' eftir stutta stund höfðum við komið honum inn í búrið og læstum hurð- inni vandlega. Svo brosturn við kjána- lega hvor framan í annan, einsog eitt- hvert kraftaverk hefði skeð. Þremur dögum seinna afhentum við öminn, heilan og lifandi, þeim sem áttu að taka á móti honum. reynt með góðum árangri í banda- ríska beitiskipinu „Northampton". STERKT JÁRN Fundið hefir verið upp að fram- leiða járn, sem er 150 sinnum sterk- ara heldur en venjulegt járn, og 4 sinnum sterkara en öflugasta stál. Er það General Electric Research Laboratory í Schenectady N. Y. sem gert hefir uppgötvunina og er farið að framleiða þetta jám. MATVÆLI ÚR ÚRGANGI Það eru óhemju ósköp af úr- gangi, sem hafa farið til spillis í ölbruggunarhúsum um heim allan. En nú hefir fundizt aðferð til þess að gera úr þessum úrgangi kjarnafæðu, bæði handa mönnum og skepnum. Úrgangurinn er þurkaður og síðan er honum breytt í mat, sem í eru 45% af lífefnum og 8—10% af fitu. LAUS BÍLAÞÖK Ford-verksmiðjurnar hafa ný- lega fengið einkaleyfi á lausum bílþökum. Eru þau þannig gerð, að ekki þarf annað en styðja á hnapp á vélaborðinu og þá lyftist bílþak- ið upp af gluggunum og hverfur niður í bílinn að aftan, þar sem það vefst upp á kefli. Fyrirferð þess er ekki meiri en svo, að hægt er að hafa vara hjólbarða og far- angur í „skottinu" þrátt fyrir það. Með þessu móti geta menn valið um hvort þeir vilja aka í lokuðum eða opnum bíl.- í rigningu og vondu veðri er nauðsynlegt að hafa þak á bílnum, en þegar gott er veður og sólskin, þykir mörgum skemmti- legra að aka í opnum bíl og geta notið útsýnisins. Búizt er við að bílarnir með lausa þakinu komi á markaðinn mjög bráðlega. GAGNSÆ MÁLNING Komin er á markað vestan hafs gagnsæ málning, en þó lituð, og er um 240 liti að velja. Málning þessi er ætluð á timbur og sjást æðam- ar í því í gegn um málninguna. Að- ferðin við málninguna er þessi, að fyrst er borið á glært lakk, síðan málningin og seinast gljái, sem ekki er eldfimur. Ef menn kæra sig ekki um neinn lit, er aðeins borið á lakkið og gljáinn. GRJÓTBRÆÐSLA VEGNA MÁLMA Tveir bandarískir hugvitsmenn, dr. Samuel Korman og dr. Charles Sheer, hafa fundið upp rafmagns- blossa, sem er álíka heitur og yfir- borð sólar. Þennan blossa á að nota til þess að bræða grjót, til þess að ná úr því ýmsum efnum, sem ekki er hægt að ná á annan hátt, vegna þess að efnin eru bundin í ýmsum samböndum í grjótinu. En með svona ægilegum hita, leysast samböndin og hægt er að ná málm- efnunum. LÍM í STAÐ SAUMA í New York er farið að fram- leiða glært lím, til þess að líma saman allskonar vefnaðarvörur, í staðinn fyrir að sauma þær. Límið má bera á með bursta eða sérstakri vél, og það er óbilandi og bítur sig jafnvel fast í allskonar gerfi- efni, bómull, málma, strá og mörg önnur efni. Það er talið mjög hent- ugt til þess að festa blóm og skraut á kjóla, blúndur og líningar á ann- an fatnað. Það heitið Resgrip. NÝTT GLUGGAEFNI Seiberling Rubber Co. í Akron í Bandaríkjunum, er farið að fram- leiða gluggarúður úr plasti, aðal- lega handa iðnfyrirtækjum, vegna þess hve mjög það dregur úr geisl- um sólarinnar. Efni þetta má hefla, saga og bora eftir vild.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.