Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 261 Aðkomufólk fyllti búðír og göt- ur, og það var jafn sundurleitt eins og vörurnar, sem þarna voru á boð- stólum. Tignarhjón frá Englandi komu í Rolls-Royce bíl og hurfu inn í búð, þar sem seldur var skor- inn Krystall. Skellinaðra með hlið- arvagni staðnæmdist aftan við bíl- inn og þar komu ung hjón, sem ætl- uðu sér að ná í notuð svefnherberg- ishúsgögn. Marokkómaður með rauðan fez á höfði, var að reyna morgunskó. Ferðamenn og fransk- ar húsmæður voru þar í einni bendu að skoða vörur. Það var um miðbik Marché Biron að við sáum hestinn. Hann stóð á trégrind rétt innan við búð- ardyr, bar höfuðið hátt og nasirnar voru dálítið flenntar. í kring um hann voru olíumálverk, fölsk augu og mikið af gömlum húsgögnum. Þetta var stór hestur, hann hefir verið um 16 þverhandir á hæð, jarpur á lit og sýnilega alinn. „Þetta er alveg einstakt tækifæri, M’sieur“, sagði kaupmaðurinn. „Þessi hestur er af allra bezta kyni, og sigraði oft í veðhlaupum á Longchamp. Og hann var svo elskulegur og góður, að þegar hann dó, þá gat eigandínn ekki hugsað sér að skilja við hann. Þess vegna lét hann taka af honum belg og troða hann út. M’sieu hefir ef til vill ágirnd á honum. Hann kostar sama sem ekkert, ekki nema lítið brot af því sem sanngjarnt væri“. Eg fullvissaði kaupmann um að eg efaðist ekki um að verðið væri mjög lágt, en að þessu sinni hefði eg ekki ætlað mér að kaupa úttroð- inn hest. í sama bili rak Jean aln- bogann í mig. „Líttu þarna út í hornið“, hvísl- aði hún. „Þar er gripur, sem við þurfum að eignast, þetta borð þarna. Við verðum að kaupa það!“ Eg lét sem eg væri að ráfa um búðina og kæmi svona af tilviljun að þessu borði. Það var fallegt. Að vísu var ryk á því og það þurfti að gljábera það, en viðurinn var alveg órispaður og innsmellta skrautið eins og nýtt. Jean hafði rétt að mæla, þetta borð þurftum við að eignast. Eg ávarpaði Jean á hunda-latínu, eins og það er kallað í alfræðibók- um. Við höfðum oft gripið til þess erlendis, þegar við vildum forðast að menn skildu okkur. „Farðu nú gætilega“ sagði eg, „ef hann heldur að við höfum á- girnd á borðinu, þá hækkar hann verðið". Svo sagði eg á ensku að bezt væri fyrir okkur að snæða miðdegisverð. Fjölsóttasta veitingahúsið þarna er jafn einkermilegt og markaður- inn sjálfur. Það er dimmt, lágt und- ir loft og vaxdúkur á borðum og þar er borin fram ertu og kartöflu- súpa. Þeir kaupmenn, sem ekki hafa mat með sér, eru stöðugir gest- ir þarna í Restaurant Marché. Um leið og eg hreinsaði skálina mína með brauðmylsnu, skýrði eg Jean frá því hvernig eg ætlaði að fara að því að fá borðið með góðu verði. „Við skulum fara að eins og við gerðum á þjófamarkaðinum í Shanghai," sagði eg. „Kaupmaður heldur að við höfum ágirnd á hest- inum, svo við skulum láta allt snú- ast um hann. Svo bætum við þar við þremur eða fjórum hlutum öðr- um, þar á meðal borðinu, og spyrj- um hvað allt þetta kosti. Svo skul- um við sleppa einum og einum hlut og spyrja hvað það kosti, sem eftir er. Á þann hátt komumst við að því hvað hver hlutur kostar. Og Skransala

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.