Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 10
262 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þá skulum við snúa ©kkur að borð- inu og prútta um verðið“. „Það er reynandi“, sagði Jean, „en við skulum ekki fara þangað nú þegar. Þá færi kaupmann að gruna margt. Við skulum ganga hér um í klukkustund og freista svo gæfunnar“. Við gengum og gengum. Maður veit ekki af tímanum í þessari ös, og við skoðuðum flest af því, sem þar var að sjá. Einn kaupmaður skýrði okkur frá því, að þessi mark- aður hefði byrjað á seinni hluta 19. aldar undir norðurmúr Parísar. Goskarlarnir — þeir eru kallaðir chiffoniers á frönsku —, sem enn í dag gramsa í öllum sorptunnum á morgnana, gerðu sér bækistöð í skúrum undir múrveggnum. Þang- að báru þeir til sölu ruslið, sem þeim hafði áskotnazt, og af því að þeir voru taldir heldur óþrifnir, var þetta kallaður Flóamarkaður. Hagsýnar franskar húsmæður vöndust á að fara á Marché aux Puces, til þess að ná í hitt og þetta, sem ekki var selt í búðum, svo sem nýtt hjól undir barnavagninn, eða þá einn hurðarhún. Og skömmu seinna fóru svo útlendir ferðamenn að venja þangað komur sínar, og þeir sögðu vinum sínum að það væri mjög skemmtilegt. Slungnir fornsalar sáu sér þá leik á borði og fluttust þangað. Og nú er þarna sennilega mesta sam- safn í heimi af gömlum frönskum húsgögnum, postulíni og krystal. Og það er gizkað á, að þarna sé verslað fyrir rúmlega 2 milljónir dollara á ári. Það er ekki lítið! Á leiðinni í búðina, þar sem borðið var, staðnæmdust við Jean nokkra stund til að hlusta á feita, miðaldra húsmóður prútta við kaupkonu, sem var svo lík henni, að þær hefði vel getað verið syst- ur. Það var út af gylltum stól, með fagurlega útskornu baki og örm- um. Allt var þetta í góðu, en þær veifuðu höndum í mesta æsingi, og tilboðin flugu fram og aftur, þar til komið var að lokasennunni. — Kaupandi andvarpaði þungan, virti stólinn fyrir sér um stund, og kom svo með lokaboð sitt. Kaupkonan geiflaði varirnar ug hnyklaði brýrnar. Hún horfði fyrst á stólinn og svo á kaupanda. En áður en hún gæti svarað, sagði kaupandi: „Verið þér nú sann- gjörn“. Og sanngjörn hefir hún sjálfsagt verið, því að rétt á eftir burðaðist konan með stólinn í fanginu niður eftir götunni. Þegar við komum í búðina þar sem borðið var, stóð eg þar kyrr um stund og virti fyrir mér hest- inn. „Eg átti von á því, M’sieu mundi koma aftur“, sagði kaupmaður. „Þetta er alveg ómetanlegur grip- ur, eða finnst yður ekki svo. Þetta er gripur, sem alla langar til að eignast“. „Jú, þetta er kjörgripur", sagði eg, „en hann er sjálfsagt allt of dýr“. „Nei, hann kostar sama og ekk- ert“, sagði kaupmaður og nefndi upphæð, sem ekki hefði átt að vaxa í augum þeim manni, sem endi- lega hefði viljað ná sér í úttroðinn hest. „Þessi ljósakróna þarna er ekki sem verst“, sagði eg og benti á krystalsljósakrónu, er hekk fram við dyrnar. „Og stóllinn þarna, það væri nógu gaman að eiga hann. Svo er hérna silfurbakki. Hvað kostar allt þetta og hesturinn?“ Kaupmaður dró andann djúpt, lokaði augunum og hugsaði sig snöggvast um. Þegar hann nefndi verðið, var það hátt, en þó ekki afleitt sem fyrsta tilboð. Samt sem áður lét eg í það skína að ég hefði orðið fyrir vonbrigðum. „Það eru ekki allir Ameríku- menn auðkýfingar,“ sagði eg, „og þessi hérna er fátækur. En hvað mundi þetta allt kosta ef eg bætti við borðinu þarna, sem er að liðast sundur?“ „Borðið er kostagripur“, sagði hann, „og vel getur verið að það hafi verið smíðað fyrir konunginn sjálfan. Bíðum nú við: Hesturinn, stóllinn, borðið, ljósakrónan, silf- urbakkinn Svo nefndi hann verðið, og nú var það ekki lágt. Það mátti heita ósvífið. Það var auðséð að hann grunaði að við vildum eignast borðið. En eg hafði enn trú á að- ferðinni, sem hafði gefizt svo vel í Kína. Ef eg breytti um hluti nógu oft og nógu fljótt, þá mundi hon- um fipast og eg komast að raun um hvað hann vildi fá mikið fyrir borðið eitt. Þá byrjuðum 'við að prútta. Fyrst um verðið fyrir alla hlutina. Svo um verð á fjórum, síðan á þremur — hestinum, borðinu og ljósakrónunni. Og þá hafði eg kom- izt að því hvað hann virti borðið. Svo spurði eg hvað hann vildi fá fyrir hestinn og borðið. Eg vildi hafa hestinn með, svo að hann heldi ekki að eg væri eingöngu að hugsa um borðið. Við buðum hvor á móti öðrum. Eg hækkaði mitt tilboð um nokk- ur hundruð franka og hann lækk- aði sitt álíka mikið. Okkur greindi enn á um 500 franka þegar hann gafst upp. „M’sieu er miskunnarlaus“, vein- aði hann. „En samt sem áður, þér skuluð fá gripinn." Við tókumst í hendur og eg borg- aði. Það er sendibílastöð í Marché Biron og eg bað hana að flytja borðið heim. Hestinn skildi eg eftir og kvaðst mundu ráðstafa honum síðar. Satt að segja var eg að hugsa um að skipta mér ekki meira af honum. Franski vinurinn okkar, sem hafði varað okkur við að fara á Flóamarkaðinn, borðaði kvöldverð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.