Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1957, Blaðsíða 16
268 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE 4k A K 2 V 6 5 4 ♦ 5 2 ♦ A K 6 5 4 A 3 N * 8 v A ♦ D G 10 S 9 8 ________ 4>DG97 3 2 ♦ 9 8 ♦ A K D G 2 ♦ K 7 6 4 3 ♦ 8 V hóf sögn með 3 sp., N tvöfaldac A sagði pass og S sagði 5 hj. Það var eðlilegt að S langaði i hálfslemm, en '' bóttist ekki hafa nógu góð spil og ii því pass. Hann hefði líklega ekki -tí að tvöfalda 3 spaða. T A kom út og síðan S D. Hún var drepin og síðan voru teknir fimm slag- ir á tromp, og í þá er fleygt laufi úr borði. Svo kemur L Á og L K og í hann fleygir S spaða. Þá kemur S 2 úr borði og V fær slaginn. Hann verð- ur nú að spila spaða, en við þr ‘ ' ^mst A í kastþröng, hann ver nnað hvori að kasta frá T D, e eygja LD. En það er sama hvorí ec..,i gerir, S á slagina. — Það var nauðsynlegt að S fleygði spaða í LK, því að ann- ars hefði V getað gefið spaðasl" og þá var S inni og varð tígli, og hlaut þá að tapa. ♦ D G 10 7 6 5 4 V 10 9 7 3 ♦ Á ♦ 10 ÖRN OG KÖTTUR Þegar Guðmundur Torfason var prestur í Kaldaðarness prestakalli (1835—1847), var það eitt sinn að hesti var slátrað í Kaldaðarness hverfinu. Xom þá örn fljúgandi og settist á skrokkinn. Köttur, sem heima átti á baenum, læddist aftan að erninum og hljóp upp á bak honum. Hóf örninn sig þá til flugs og flaug vestur yfir ölfusá. Nokkru seinna fréttist, að óskilaköttur væri á Núpi í ölfusi. Eig- EKKI ER EIN BÁRAN STÖK — Óteljandi eru þau skip, sem strandað hafa á hinni lágu sandströnd Suðurlands þar sem úthafsöldurnar brotna með þungum dyn. Nú standa tvö skip þar í sandinum fram undan Meðallandi, og hefir lengi verið unnið að því að reyna að ná þeim út, þótt ekki hafi tek- izt enn. En skammt þar frá getur að líta þá sjón, er sést hér á myndinni — ólgandi brimhrönn við sandinn, en skammt fyrir ofan fjörumál teygist efsti hlutinn af siglutré upp úr sandinum. Þar liggur eitthvert skip, sem strandað hefir en brimið skolað því upp í fjöru og sandurinn síðan fært það í kaf. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). andi kattarins, sem réðist á örninn, fór vestur að Núpum og reyndist þetta þá vera sami kötturinn. En hjá bæn- um eða túninu á Völlum, sem er næsti bær, fannst dauður örn. Var hann all- ur rifinn á bakinu milli vængjanna. Þessa sögu hefir Björn tengdasonur séra Guðmundar sagt mér. (Finnur á Kjörseyri). KAUPAVINNA Á seinni hluta 19. aldar slógu menn sér saman, sem fóru í kaupavinnu, og fór allur fjöldi manna af Suðurnesjum norður í land í Húnavatns og Skaga- fjarðar sýslur. Hver maður fór með tvo hesta, öðrum reið hann sjálfur, en hinn var hafður undir smádót hans norður og sumarkaup hans suður. Kaupavinnutíminn var venjulega átta og níu vikur, og fengu menn þessir tvo fjórðunga smjörs um vikuna. — Stórbændur hér syðra sendu flesta vinnumenn sína norður, og fóru þeir ásamt tómthúsmönnum í smáhópum, fimm og allt að átta manns í hverjum, og höfðu þeir tjald með sér. Flestir fóru norður Kaldadal. Oft var það að bændur áttu ekki nóg hross handa vinnumönnum sínum, og því síður áttu tómthúsmenn hesta. Því var það, að fjöldi hrossa var leigður að austan, einkum úr Flóanum og Ölfusinu. Aust- anbændur komu með þau á vorin eftir Jónsmessu og tóku þau aftur eftir rétt- ir og heimtu um leið sumarleigu eftir þau. Var hún 12 krónur fyrir hvern grip. (Sjósókn). FYRSTI TOGARINN sem íslendingar létu smíða, var „Jón Forseti", eign Alliance. Skipið kom hingað í ofanverðum janúar 1907, og eru því 50 ár síðan. Næsti togarinn var „Marz“, sem íslandsfélagið átti. Hann kom til landsins 5. marz fyrir 50 árum. Hjalti Jónsson var skipstjóri. Hann lék Eldgamla ísafold á skips- flautuna þegar hann kom í höfn, og þótti mörgum merkilegt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.